Veður

Milt veður og víða væta

Atli Ísleifsson skrifar
Gera má ráð fyrir hita á landinu átta til fimmtán stigum.
Gera má ráð fyrir hita á landinu átta til fimmtán stigum. Veðurstofan

Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, víða golu eða kalda og mildu veðri.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði dálítil væta á Norðaustur- og Austurlandi og einnig við norðvesturströndina, en skýjað í öðrum landshlutum og skúrir á stöku stað.

Gera má ráð fyrir hita átta til fimmtán stigum.

„Norðaustan kaldi eða stinningskaldi norðvestantil á morgun og austan strekkingur syðst, annars hægari vindur. Smáskúrir, einkum norðaustanlands en ætti að sjást eitthvað til sólar á Suður- og Vesturlandi. Kólnar heldur fyrir norðan og austan,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Norðaustan og austan 3-10 m/s, en 8-13 norðvestantil. Víða smáskúrir og líkur á rigningu um tíma við suðvesturströndina. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast suðvestanlands.

Á miðvikudag: Norðaustan 3-10 og dálitlar skúrir eða él, en að mestu þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag og föstudag: Norðlæg átt og bjart með köflum sunnan heiða, annars skýjað og él vð norðausturströndina. Svalt í veðri og útlit fyrir næturfrost í flestum landshlutum.

Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt og bjart veður. Áfram svalt.

Á sunnudag: Sunnanátt með vætu og hlýnandi veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×