Fréttir

Nemandi borgar fjögur þúsund á dag í bíla­stæða­gjöld

Móðir nemanda í Tækniskólanum við Hallgrímskirkju í Reykjavík, furðar sig á því að hann þurfi að greiða um fjögur þúsund krónur á dag í bílastæðagjöld, á bílastæði sem var gjaldfrjálst síðasta vetur. Skólameistari segir að skólinn sé í 101, og þar fækki bílastæðum stöðugt og fleiri og fleiri stæði verði gjaldskyld.

Innlent

Á­skorun að fá mann­afla í allar fram­kvæmdir sam­göngu­sátt­mála

Forsætisráðherra segir það geta verið áskorun að fá mannafla í allar þær miklu framkvæmdir sem fyrirhugaðar væru á næstu sextán árum samkvæmt uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir mikla pólitíska samstöðu um markmið sáttmálans verði menn að hafa burði til að ræða einstakar framkvæmdir innan hans.

Innlent

Tæp­lega 40 lekar komið upp

Upp komu tæplega 40 lekar í gær og í nótt á afmörkuðum svæðum í kjölfar þess að heitu vatni var hleypt aftur á stóran hluta höfuðborgarsvæðisins.

Innlent

Á­fall fyrir allt sam­fé­lagið

Í kvöld fer fram minningarstund í Norðfjarðarkirkju í Neskaupstað í kjölfar banaslyss við Hálslón á mánudag þegar maður varð fyrir voðaskoti. Presturinn segir mikilvægt að ná sem best utan um samfélögin fyrir austan. 

Innlent

Kemur alls staðar að lokuðum dyrum og bíður enn svara

„Maður er bara upp og niður og maður þarf að fara reglulega til læknis að láta fylgjast með sér. Maður er kominn með vítamínskort og kvíðaraskanir, sefur ekki á nóttinni. Það er bara allur pakkinn. Líkaminn er bara í klessu. Þetta tekur á. Stjórnvöldum virðist bara vera sama hvernig aðstandendum líður.“

Innlent

Enn bætast gular við­varanir og þær nú orðnar fimm

Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðurland, Breiðafjörð, Vestfirði og Suðausturland. Viðvörun vegna úrhellisrigningar á Norðurlandi eystra gildir frá klukkan 11 til 20 í dag og viðvörun vegna hvassviðris er í gildi fyrir Suðausturland fram til 18.

Veður

Ekki spurst til Þóris síðan í júlí

Alþjóðalögreglan Interpol hefur auglýst á vef sínum eftir Þóri Kolka Ásgeirssyni, 24 ára Íslendingi. Að sögn lögreglu hefur ekki spurst til Þóris frá 27. júlí síðastliðnum. 

Innlent

„Walz þjálfari“ hvatti Demó­krata til dáða

Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. 

Erlent

Í­trekaði mikil­vægi sam­komu­lags um vopna­hlé við Netanja­hú

Forseti Bandaríkjanna Joe Biden ítrekaði mikilvægi þess að komast að samkomulagi um vopnahlé á Gasa í símtali við forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú, í dag. Hann sagði viðræðurnar sem eiga að fara fram í Kaíró í Egyptalandi á næstu dögum ákaflega mikilvægar fyrir möguleika á vopnahlé. Sáttasemjarar sem hafa reynt eftir fremsta megni síðustu mánuði að fá Hamas og Ísrael til að komast að samkomulagi munu hittast þar.

Erlent

Á­fram stöðugur vöxtur í Skaft­á

Skaftárhlaup er áfram í hægum vexti og hefur enn engin áhrif á vegi á svæðinu. Ekki liggur fyrir hvort hlaupið komi úr eystri eða vestri Skaftárkatli og búist er við því að það komi ekki í ljós fyrr en á morgun.

Innlent

Hafa fundið fimm af sex sem er saknað úr sokknu snekkjunni

Kafarar sem hafa leitað að líkamsleifum þeirra sex sem fórust þegar snekkjan Bayesian sökk utan við Sikiley á mánudag hafa nú fundið fimm lík inni í snekkjunni. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að búið sé að flytja fjögur þeirra á land. Ítalska landhelgisgæslan hafa ekki borið formlega kennsl á líkin samkvæmt frétt BBC en kafararnir hafa síðustu daga verið við leit en talið var líklegast að líkin væru föst inni í snekkjunni.

Erlent

Hafa þurft að skrúfa fyrir vatnið víða vegna leka

Veitur hafa þurft að skrúfa fyrir heitt vatn á litlum og afmörkuðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu vegna leka eftir að heitu vatni var hleypt aftur á kerfið í morgun í kjölfar þess að vinnu lauk við Suðuræðina. Silja Ingólfsdóttir upplýsingafulltrúi Veitna segir lekana á dreifðu svæði og að unnið sé að því að laga þá.

Innlent

Ólympíufara fagnað á Sel­fossi

Ólympíufari Selfyssinga, Hákon Þór Svavarsson, sem keppti í skotfimi á Ólympíuleikunum í París fékk góðar móttökur hjá heimamönnum þegar hann kom heim af leikunum. Hann stefnir ótrauður á að keppa líka á næstu Ólympíuleikum eftir fjögur ár, sem verða í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Innlent

Kyrrðar- og minningarstund vegna slyssins við Háls­lón

Minningarstund verður haldin í Norðfjarðarkirkju á morgun klukkan sex og kyrrðarstund í Heydalakirkju í Breiðdal í kvöld klukkan átta. Banaslys varð við Hálslón norðan Vatnajökuls þar sem karlmaður á fertugsaldri lést af völdum voðaskots.

Innlent

Mikil þensla kemur í veg fyrir lækkun vaxta

Seðlabankastjóri segir ekki hægt að lækka vexti í þeirri þenslu sem nú ríki í efnahagsmálum. Vextirnir komi mjög misjafnlega við fólk en virðist hafa lítil áhrif á stóran hluta þjóðarinnar því neysla væri enn mjög mikil.

Innlent

Krefjast þess að ráð­herra dragi fyrir­­­mæli sín til lög­reglu til baka

Eigendur netverslunarinnar Sante.is hafa sent fjármálaráðherra bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við „óeðlileg afskipti ráðherra af lögreglurannsókn.“ Í bréfinu er þess krafist að fyrirmæli ráðherrans til lögreglunnar verði dregin til baka og að ráðuneytið fjarlægi bréfið sem hann sendi lögreglunni af opinberum vefsvæðum.

Innlent

Samgöngusáttmáli, stýrivextir og nikótínrisar

Heildarkostnaður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við uppfærða samgönguáætlun er áætlaður 311 milljarðar króna en ávinningur af framkvæmdunum er talinn verða rúmir ellefu hundruð milljarðar. Ríkið mun koma að rekstri almenningssamgangna.

Innlent