Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2025 06:46 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ekkert hafa breyst í hugum ráðamanna í Rússlandi, þó Vladimír Pútín og Donald Trump, forsetar Rússlands og Bandaríkjanna, stefni á fund á næstunni. Rússar séu enn að hrella óbreytta borgara í Úkraínu með umfangsmiklum dróna- og eldflaugaárásum á hverri nóttu. Forsetinn úkraínski er staddur í Washington, þar sem hann mun funda með Trump í dag. Trump ræddi í gær við Pútín í síma og sagði í kjölfarið að þeir myndu funda á næstunni og líklega í Ungverjalandi. Eftir símtalið gaf Trump til kynna að hann væri ekki líklegur til að selja Úkraínumönnum bandarískar stýriflaugar, eins og hann hafði áður gefið í skyn að hann gæti gert. Úkraínumenn hafa viljað kaupa slíkar flaugar til árása í Rússlandi. Þegar hann var búinn að tala við Pútín sagði Trump við blaðamenn að Bandaríkjamenn þyrftu stýriflaugar sínar. Það mætti ekki tæma vopnabúr þeirra. „Við þurfum þær líka…svo ég veit ekki hvað við getum gert í því,“ sagði Trump í gær. AP fréttaveitan hefur eftir ráðgjafa Pútíns að hann hafi varað Trump við því að bandarískar stýriflaugar myndu ekki breyta stöðunni á víglínunni. Það eina sem þær myndu gera væri að koma niður á samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands. Það hafa ráðamenn í Rússlandi ítrekað sagt um mögulega stýriflaugasölu til Úkraínu. Í nótt gerðu Rússar nokkuð umfangsmiklar árásir á Kryvyi Rih, sem er heimabær Selenskís. Selenskí segir flest skotmörk Rússa vera orkuinnviði og markmið þeirra sé að ógna Úkraínumönnum og kvelja þá. „Það má ekki leyfa því að gerast,“ segir Selenskí í yfirlýsingu sem hann birti í nótt. „Rússar munu hætta stríðsrekstrinum þegar þeir verður ómögulegt að halda honum áfram.“ Úkraínumenn hafa að undanförnu gert ítrekaðar árásir á olíuframleiðslu og olíuinnviði í Rússlandi, með því markmiði að draga úr tekjum ríkisins og gera þeim þannig erfiðara að halda stríðinu áfram. Sala á olíu og olíuafurðum er langstærsta og mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins. Hann sagði friðarvilja Rússa ekki sýnilegan í orðum Pútíns. Þar hafi aldrei verið skortur á. Til að sýna friðarvilja þyrfti Pútín að hætta árásum og drápum en þar hafi hnífurinn ávallt staðið í kúnni. Þess vegna skipti miklu máli að bæta loftvarnir Úkraínumanna, því þær björguðu lífum. „Hver ákvörðun sem styrkir okkur færir okkur nær endalokum stríðsins. Hægt er að tryggja öryggi ef við höfum allt sem hefur verið samþykkt að færa okkur, líka hér í Washington. Ég þakka öllum sem standa með Úkraínu.“ Nothing has changed for Russia – it is still terrorizing life in Ukraine. A swarm of drones struck Kryvyi Rih, hitting civilian infrastructure. There were dozens more attack drones in our skies. Missiles were also spotted. In fact, not a single night in recent weeks has passed…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) October 16, 2025 Samtal Trumps og Pútíns í gær var það fyrsta frá því þeir hittust í Alaska í ágúst og segja Rússar að Pútín hafi beðið um símtalið fyrir fund Trumps og Selenskís í dag. Frá fundinum í Alaska hefur Pútín ítrekað lofað Trump í hástert við hvert tækifæri. Trump hefur ítrekað gefið til kynna að hann muni herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi, ef Pútín samþykkir ekki vopnahlé eða fundi með Selenskí. Trump hefur þó aldrei látið verða af hótunum sínum, að öðru leyti en að beita Indverja tollum. Mun það vera vegna kaupa þeirra á olíu frá Rússlandi en Trump sagði á dögunum að hann hefði vilyrði fyrir því frá Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að Indverjar myndu hætta að kaupa rússneska olíu. Sjá einnig: Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Fjölmiðlar ytra hafa þó eftir embættismönnum í Hvíta húsinu að Indverjar ætli að draga úr kaupunum um helming. Það hefur þó ekki verið staðfest í Indlandi. Samkvæmt frétt Times of India og Reuters er óljóst hvort þetta muni gerast og þá hvenær, einnig sé óljóst til hvaða samtals Trump hafi verið að vísa til þegar hann sagðist hafa áðurnefnt vilyrði frá Modi. Eftir símtalið í gær sagði Trump að mikill árangur hefði náðst og að bandarískar og rússneskar sendinefndir myndu hittast í næstu viku. Hann og Pútín gætu svo hist innan tveggja vikna. Selenskí sagði í gærkvöldi að eina ástæðan fyrir því að Rússar hefðu sýnt einhvern samningavilja, þó hann væri enn sem komið er eingöngu í orði en ekki á borði, væri það að Trump hefði gefið til kynna að hann myndi selja Úkraínumönnum stýriflaugar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn og erindrekar munu seinna í vikunni ferðast til Bandaríkjanna á fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ráðherrum hans. Þar munu Úkraínumenn líklega falast eftir frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og að fá að kaupa bandarískar stýriflaugar en Trump og Selenskí hafa talað mikið saman á undanförnum vikum. 14. október 2025 14:52 „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir Bandaríkjaforseta ekki enn hafa orðið við beiðni um fund. Kristrún segist þó hafa hitt Trump í tvígang og hann væri „mjög meðvitaður“ um frekara varnarsamstarf. Trump væri velkominn til landsins og hann hefði tekið vel í mögulegan fund. 14. október 2025 15:44 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Forsetinn úkraínski er staddur í Washington, þar sem hann mun funda með Trump í dag. Trump ræddi í gær við Pútín í síma og sagði í kjölfarið að þeir myndu funda á næstunni og líklega í Ungverjalandi. Eftir símtalið gaf Trump til kynna að hann væri ekki líklegur til að selja Úkraínumönnum bandarískar stýriflaugar, eins og hann hafði áður gefið í skyn að hann gæti gert. Úkraínumenn hafa viljað kaupa slíkar flaugar til árása í Rússlandi. Þegar hann var búinn að tala við Pútín sagði Trump við blaðamenn að Bandaríkjamenn þyrftu stýriflaugar sínar. Það mætti ekki tæma vopnabúr þeirra. „Við þurfum þær líka…svo ég veit ekki hvað við getum gert í því,“ sagði Trump í gær. AP fréttaveitan hefur eftir ráðgjafa Pútíns að hann hafi varað Trump við því að bandarískar stýriflaugar myndu ekki breyta stöðunni á víglínunni. Það eina sem þær myndu gera væri að koma niður á samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands. Það hafa ráðamenn í Rússlandi ítrekað sagt um mögulega stýriflaugasölu til Úkraínu. Í nótt gerðu Rússar nokkuð umfangsmiklar árásir á Kryvyi Rih, sem er heimabær Selenskís. Selenskí segir flest skotmörk Rússa vera orkuinnviði og markmið þeirra sé að ógna Úkraínumönnum og kvelja þá. „Það má ekki leyfa því að gerast,“ segir Selenskí í yfirlýsingu sem hann birti í nótt. „Rússar munu hætta stríðsrekstrinum þegar þeir verður ómögulegt að halda honum áfram.“ Úkraínumenn hafa að undanförnu gert ítrekaðar árásir á olíuframleiðslu og olíuinnviði í Rússlandi, með því markmiði að draga úr tekjum ríkisins og gera þeim þannig erfiðara að halda stríðinu áfram. Sala á olíu og olíuafurðum er langstærsta og mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins. Hann sagði friðarvilja Rússa ekki sýnilegan í orðum Pútíns. Þar hafi aldrei verið skortur á. Til að sýna friðarvilja þyrfti Pútín að hætta árásum og drápum en þar hafi hnífurinn ávallt staðið í kúnni. Þess vegna skipti miklu máli að bæta loftvarnir Úkraínumanna, því þær björguðu lífum. „Hver ákvörðun sem styrkir okkur færir okkur nær endalokum stríðsins. Hægt er að tryggja öryggi ef við höfum allt sem hefur verið samþykkt að færa okkur, líka hér í Washington. Ég þakka öllum sem standa með Úkraínu.“ Nothing has changed for Russia – it is still terrorizing life in Ukraine. A swarm of drones struck Kryvyi Rih, hitting civilian infrastructure. There were dozens more attack drones in our skies. Missiles were also spotted. In fact, not a single night in recent weeks has passed…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) October 16, 2025 Samtal Trumps og Pútíns í gær var það fyrsta frá því þeir hittust í Alaska í ágúst og segja Rússar að Pútín hafi beðið um símtalið fyrir fund Trumps og Selenskís í dag. Frá fundinum í Alaska hefur Pútín ítrekað lofað Trump í hástert við hvert tækifæri. Trump hefur ítrekað gefið til kynna að hann muni herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi, ef Pútín samþykkir ekki vopnahlé eða fundi með Selenskí. Trump hefur þó aldrei látið verða af hótunum sínum, að öðru leyti en að beita Indverja tollum. Mun það vera vegna kaupa þeirra á olíu frá Rússlandi en Trump sagði á dögunum að hann hefði vilyrði fyrir því frá Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að Indverjar myndu hætta að kaupa rússneska olíu. Sjá einnig: Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Fjölmiðlar ytra hafa þó eftir embættismönnum í Hvíta húsinu að Indverjar ætli að draga úr kaupunum um helming. Það hefur þó ekki verið staðfest í Indlandi. Samkvæmt frétt Times of India og Reuters er óljóst hvort þetta muni gerast og þá hvenær, einnig sé óljóst til hvaða samtals Trump hafi verið að vísa til þegar hann sagðist hafa áðurnefnt vilyrði frá Modi. Eftir símtalið í gær sagði Trump að mikill árangur hefði náðst og að bandarískar og rússneskar sendinefndir myndu hittast í næstu viku. Hann og Pútín gætu svo hist innan tveggja vikna. Selenskí sagði í gærkvöldi að eina ástæðan fyrir því að Rússar hefðu sýnt einhvern samningavilja, þó hann væri enn sem komið er eingöngu í orði en ekki á borði, væri það að Trump hefði gefið til kynna að hann myndi selja Úkraínumönnum stýriflaugar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn og erindrekar munu seinna í vikunni ferðast til Bandaríkjanna á fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ráðherrum hans. Þar munu Úkraínumenn líklega falast eftir frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og að fá að kaupa bandarískar stýriflaugar en Trump og Selenskí hafa talað mikið saman á undanförnum vikum. 14. október 2025 14:52 „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir Bandaríkjaforseta ekki enn hafa orðið við beiðni um fund. Kristrún segist þó hafa hitt Trump í tvígang og hann væri „mjög meðvitaður“ um frekara varnarsamstarf. Trump væri velkominn til landsins og hann hefði tekið vel í mögulegan fund. 14. október 2025 15:44 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og aðrir embættismenn og erindrekar munu seinna í vikunni ferðast til Bandaríkjanna á fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ráðherrum hans. Þar munu Úkraínumenn líklega falast eftir frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og að fá að kaupa bandarískar stýriflaugar en Trump og Selenskí hafa talað mikið saman á undanförnum vikum. 14. október 2025 14:52
„Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir Bandaríkjaforseta ekki enn hafa orðið við beiðni um fund. Kristrún segist þó hafa hitt Trump í tvígang og hann væri „mjög meðvitaður“ um frekara varnarsamstarf. Trump væri velkominn til landsins og hann hefði tekið vel í mögulegan fund. 14. október 2025 15:44
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent