Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2025 13:02 Frá Kipnuk í Alaska þar sem sjór gekk langt upp á land. AP/Þjóðavarðlið Alaska Rúmlega þúsund manns hafa verið og verða flutt á brott frá bæjum og þorpum í Alaska eftir að öflugt óveður lék svæðið grátt á undanförnum dögum. Um er að ræða einhverja umfangsmestu brottflutninga í sögu Alaska en fjölmörg hús eyðilögðust í óveðrinu og mörg þeirra enduðu út á hafi. Í einhverjum tilfellum var enn fólk í húsunum en að minnsta kosti einn er látinn og tveggja er saknað. The remnants of Typhoon Halong have devastated parts of Western Alaska, with Kipnuk, Kwigillingok, Bethel, Kotzebue, and Nome among the hardest hit. Homes were swept away, many were displaced, and rescue efforts are ongoing.@RedCrossAK volunteers are on the ground helping those… pic.twitter.com/Fk4e0UR8Fs— American Red Cross (@RedCross) October 15, 2025 Neyðarskýli sem opnuð voru fylltust mjög hratt en mörg af umræddum samfélögum eru eingöngu aðgengileg úr lofti eða yfir sjó. Því hefur verið brugðið á það ráð að flytja rúmlega þúsund manns frá þorpunum Kipnuk og Kwigillingok. Á því svæði hækkaði sjávarstaða um að minnsta kosti sex metra, samkvæmt frétt CNN. Um sjö hundruð manns bjuggu í Kipnuk en um 120 heimili eru sögð hafa eyðilagst þar. Vitað er til þess að á fjórða tug heimila ráku á brott í Kwigillingok. Mörg heimili eru sögð í svo slæmu ásigkomulagi að ekki sé hægt að búa í þeim og þar sem stutt er í veturinn er sömuleiðis ólíklegt að hægt sé að laga mörg þeirra í bili. Þar að auki skemmdist mikið af matvælum sem íbúar höfðu safnað sér og átti að koma þeim gegnum veturinn. Var því ákveðið að flytja fólk á brott. AP fréttaveitan segir embættismenn vinna með Rauða krossinum að því að koma öllu fólkinu í skjól. En búist er við því að brottflutningarnir muni standa yfir næstu daga. Íbúar segjast í samtali við fréttaveituna staðráðnir í að endurbyggja heimili sín og bæi. „Í okkar þorpi, segjum við að við ekkert geti brotið okkur á bak aftur. Við búum yfir styrk og stolti innfæddra. Þetta er það erfiðasta sem við höfum gengið gegnum,“ sagði Alexie Stone. „Ef við þurfum að byrja upp á nýtt, þá þurfum við að byrja upp á nýtt.“ Frá bænum Kotzebue.AP/Yfirvöld í Alaska Sjór gekk víða langt inn á land.AP/Yfirvöld í Alaska Bandaríkin Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Í einhverjum tilfellum var enn fólk í húsunum en að minnsta kosti einn er látinn og tveggja er saknað. The remnants of Typhoon Halong have devastated parts of Western Alaska, with Kipnuk, Kwigillingok, Bethel, Kotzebue, and Nome among the hardest hit. Homes were swept away, many were displaced, and rescue efforts are ongoing.@RedCrossAK volunteers are on the ground helping those… pic.twitter.com/Fk4e0UR8Fs— American Red Cross (@RedCross) October 15, 2025 Neyðarskýli sem opnuð voru fylltust mjög hratt en mörg af umræddum samfélögum eru eingöngu aðgengileg úr lofti eða yfir sjó. Því hefur verið brugðið á það ráð að flytja rúmlega þúsund manns frá þorpunum Kipnuk og Kwigillingok. Á því svæði hækkaði sjávarstaða um að minnsta kosti sex metra, samkvæmt frétt CNN. Um sjö hundruð manns bjuggu í Kipnuk en um 120 heimili eru sögð hafa eyðilagst þar. Vitað er til þess að á fjórða tug heimila ráku á brott í Kwigillingok. Mörg heimili eru sögð í svo slæmu ásigkomulagi að ekki sé hægt að búa í þeim og þar sem stutt er í veturinn er sömuleiðis ólíklegt að hægt sé að laga mörg þeirra í bili. Þar að auki skemmdist mikið af matvælum sem íbúar höfðu safnað sér og átti að koma þeim gegnum veturinn. Var því ákveðið að flytja fólk á brott. AP fréttaveitan segir embættismenn vinna með Rauða krossinum að því að koma öllu fólkinu í skjól. En búist er við því að brottflutningarnir muni standa yfir næstu daga. Íbúar segjast í samtali við fréttaveituna staðráðnir í að endurbyggja heimili sín og bæi. „Í okkar þorpi, segjum við að við ekkert geti brotið okkur á bak aftur. Við búum yfir styrk og stolti innfæddra. Þetta er það erfiðasta sem við höfum gengið gegnum,“ sagði Alexie Stone. „Ef við þurfum að byrja upp á nýtt, þá þurfum við að byrja upp á nýtt.“ Frá bænum Kotzebue.AP/Yfirvöld í Alaska Sjór gekk víða langt inn á land.AP/Yfirvöld í Alaska
Bandaríkin Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira