Fréttir

Biðla til stjórn­valda að klára málið

Konur segja stjórnvöld hafa sýnt þeim algjört tómlæti í næstum tvö ár þrátt fyrir að opinber greinargerð sýni að þær voru beittar alvarlegu ofbeldi á meðferðarstofnun sem unglingar. Þær segja að vistin þar hafi skilið eftir djúp sár og margar þeirra glími enn við afleiðingarnar. Stjórnvöld þurfi að viðurkenna mistökin og bera ábyrgð.

Innlent

Fjár­mála­ráð­herra segist ekki hafa hvatt til sakamálarannsóknar

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segist ekki vera að hvetja til sakamálarannsóknar á fyrirtækjum sem flytji inn áfengi og selji á Netinu, með bréfi sínu til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Dómsmálaráðherra gefur í skyn að með bréfinu hafi Sigurður Ingi haft pólitísk afskipti af störfum lögreglunnar.

Innlent

Að­eins fjórðungur Breta vill vera utan ESB

Nú átta árum eftir að meirihluti Breta greiddi atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu segist aðeins fjórðungur telja að Bretland eigi að standa utan sambandsins. Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá þjóðatkvæðagreiðslunni.

Erlent

Fjöl­­skylda frá Marokkó fær ekki að heim­­sækja ættingja á Ís­landi

Marokkóskri fjölskyldu íslenskrar konu hefur gengið illa að verða sér úti um vegabréfsáritun til að heimsækja Ísland, eftir að utanríkisþjónusta Íslands hóf samstarf við sænska sendiráðið í Marokkó. Fjölskyldan hefur áður heimsótt Ísland, en minna mál var að fá VISA þegar umsóknir fóru í gegnum danska sendiráðið.

Innlent

Landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda

Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, segir að landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, sé enn eitt dæmið um skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni.

Innlent

Reyna að mynda banda­lög fyrir skyndi­kosningar í Frakk­landi

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, biðlar til annarra flokka á miðjunni um að mynda bandalag gegn hægriöfgaflokkum í þingkosningum sem hann boðaði til eftir Evrópuþingskosningar um helgina. Bandalag við hægriöfgamenn veldur á sama tíma sundrungu á meðal íhaldsmanna.

Erlent

Flestir á­nægðir með kjör Höllu Tómas­dóttur

Sextíu og þrjú prósent svarenda eru ánægð með kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Prósents. Tuttugu og fjögur prósent segjast hvorki vera ánægð né óánægð og 13 prósent eru óánægð. Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 12. júní.

Innlent

Bjark­ey verði að sæta á­byrgð

Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir matvælaráðherra hafa viljandi gert Hval hf. ókleift að veiða langreyðar í sumar. Hún telur að fyrirtækið fari í mál við ríkið og að borgarar megi ekki sætta sig við það að ráðherrar brjóti lög. 

Innlent

Bætt skólaeldhús fyrir ís­lensk fjár­fram­lög

Ný og betri skólaeldhús sem greidd eru af íslensku þróunarfé hafa verið sett upp í tuttugu grunnskólum á Karamoja-svæðinu í Úganda undanfarna mánuði. Til stendur einnig að endurbæta rúmlega fimmtíu skólaeldhús til viðbótar á svæðinu áður en árið er liðið fyrir fjárframlög frá Íslandi.

Innlent

Fara í saumana á sendiherraskipunum

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur óskað eftir svörum frá utanríkisráðuneyti um verklag þáverandi utanríkisráðherra Bjarna Benediktssonar við skipun sendiherra í Róm og Washington D.C. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir nefndarmaður segir að taka verði til skoðunar hvort skipanirnar standist lög. 

Innlent

Ó­víst með af­drif vopna­hlés­til­lögunnar

Ísraelskir og bandarískir ráðamenn fara enn yfir viðbrögð Hamas-samtakanna við vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í vikunni. Samtökin leggja til breytingar sem eru ólíklegar til að falla í kramið hjá ísraelskum stjórnvöldum.

Erlent

Enok sak­felldur

Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hefur hlotið sex mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tveggja líkamsárása. Annar maður, sem var ákærður fyrir að fremja aðra líkamsárásina ásamt Enoki hlýtur fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm.

Innlent

Vís­bendingar um að lús­mýið sé komið á kreik

Borið hefur á því að fólk á höfuðborgarsvæðinu vakni með bit með tilheyrandi útbrotum og kláða. Vatnalíffræðingur segir að ekki sé hægt að fullyrða að um lúsmý sé að ræða, bitin gætu verið flóabit eða eftir bitmý. Lúsmýið geri þó einmitt yfirleitt atlögu að nóttu til og fari venjulega á kreik í júnímánuði.

Innlent

Fram­koman eftir flogið niður­lægjandi og meiðandi

Unnur Hrefna Jóhannsdóttir er ósátt við viðbrögð starfsfólks á veitingastað í Smáralind þar sem hún fékk flog í gærkvöldi. Unnur Hrefna segist hafa sótt staðinn reglulega um árabil og hafa fengið þar flog tvisvar áður. Aldrei hafi viðbrögðin verið eins og í gærkvöldi.

Innlent