Fréttir

Mann­skæða slysið nú rann­sakað sem mögu­legt mann­dráp

Saksóknarar á Ítalíu rannsaka nú hvort að andlát sjö eftir að snekkja auðkýfingsins Mike Lynch sökk á örfáum sekúndum við Sikiley á mánudagsmorgun geti talist sem manndráp af gáleysi sökum þess að ekki var gripið til réttra aðgerða til að koma í veg fyrir slysið.

Erlent

„Vonum að þetta sé ekki síðasti sumar­dagurinn“

Dagskrá Menningarnætur var sett af stað með pompi og prakt í hádeginu þar sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri opnaði hátíðina formlega. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg segir dagskránna í dag vera þá veglegustu og hvetur fólk til að vera ekkert að bíða eftir kvöldinu og drífa sig niður í miðbæ.

Innlent

Litlar breytingar á eld­gosinu, skriðuhætta og mara­þon

Litlar breytingar hafa orðið á virkni eldgossins á Sundhúksgígaröðinni frá því í gær, þegar verulega dró úr krafti þess. Gasmengun berst til suðurs í átt að Grindavík, sem er opin íbúum og fólki sem þar starfar. Bláa lónið opnaði í morgun.

Innlent

Þrjú heimili rýmd á Húsa­vík í nótt

Slökkviliðið á Húsavík var kallað út um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. 

Innlent

Gasmengun leggst yfir Grinda­vík í dag

Eldgosið virðist hafa náð jafnvægi í gærkvöldi og er virknin öll norðan við Stóra-Skógfell. Gasmengun mun berast til suðurs, yfir Grindavík, í dag enda norðlæg átt á gosstöðvunum. Gasmengun við eldstöðina getur farið yfir hættumörk í dag.

Innlent

Hús­bíll valt í hvass­viðri í Kömbunum

Þrír sluppu ómeiddir þegar húsbíll valt og hafnaði utan þjóðvegarins ofarlega í Kömbunum í kvöld. Gul viðvörun vegna hvassviðris tók gildi á Suðurlandi klukkan níu og segir aðalvarðstjóri hjá lögreglunni ekki stætt á Hellisheiði.

Innlent

Kennedy hættir og lýsir yfir stuðningi við Trump

Robert F. Kennedy yngri dró framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump í ræðu í dag. Hann sagðist engu að síður þess viss að hann hefði unnið sigur í „heiðarlegu kerfi“.

Erlent

Átta látnir eftir gísla­töku í rúss­nesku fangelsi

Leyniskyttur skutu fjóra fanga til bana sem tóku fangelsisstarfsmenn til fanga og stungu fjóra til bana í Vogograd-héraði í Rússlandi í dag. Fangarnir lýstu sjálfum sér sem vígamönnum Ríkis íslams í myndbandi sem þeir birtu á netinu.

Erlent

Ný Covid-bóluefni fá grænt ljós

Bandarísk lyfjastofnunin veitti í gær leyfi fyrir tveimur nýjum bóluefnum gegn Covid-19. Heilbrigðisyfirvöld þar mæla með því að allir yfir sex mánaða aldri fá nýju bóluefnin sem eru hönnuð gegn nýrri afbrigði veirunnar.

Erlent

Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grinda­víkur

Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík.

Innlent

Ó­víst hvernig skólahópurinn smitaðist

Allt bendir til að upp hafi komið nóróveirusmit í Emstruskála, Básum og í Þórsmörk þar sem hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir veiktust í nótt. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir óljóst hvernig smitið kom upp.

Innlent

Margir að skoða gosið og mikil um­ferð

Fjölmargir ferðamenn hafa gert séð ferð til að sjá eldgosið við Sundhnúksgígaröðina í dag. Á Grindavíkurvegi er hægt að leggja bílnum og í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kom fram fyrr í dag að búið væri að taka niður hámarkshraða til að tryggja öryggi.

Innlent

Færri of­beldis­brot á skemmti­stöðum sem taka þátt í verk­efninu

Samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði var undirritað í dag. Þetta er í fimmta sinn sem verkefnið er undirritað. Markmiðið samningsins er að skemmtistaðir í Reykjavík séu ofbeldislausir og öruggir, fyrir alla gesti og starfsfólk. Samkomulagið var fyrst undirritað árið 2016 og þá áttu 17 skemmtistaðir aðild að samkomulaginu en í dag eru þeir þrjátíu.

Innlent

Hlupu blaut úr Bláa lóninu

Andrew & Ale Kenney voru í Bláa lóninu í gær þegar tilkynnt var um rýmingu vegna mögulegs eldgoss eða kvikuhlaups. Í myndböndum sem þau deildu á samfélagsmiðlinum TikTok kemur fram að þau hafi þurft að hlaupa blaut út. Á leið frá Bláa lóninu sáu þau svo eldgosið sem þá var nýhafið.

Innlent

Allt bendi til sam­særis gegn ís­lensku þjóðinni

Formaður Leigjendasamtakanna sakar stjórnvöld um að vísvitandi búa til þjóðfélagshóp sem búi ekki við húsnæðisöryggi og segir staðan á leigumarkaði talsvert verri en tölur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar gefa til kynna.

Innlent