Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2025 13:56 Frá 1. apríl 2026 þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfunar. Sjúkraþjálfarar sjálfir þurfa þá að sækja um heimild fyrir framhaldsmeðferð. Vísir/Getty Krafa um að tilvísun sérfræðings þurfi til þess að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun verður afnumin 1. apríl á næsta ári. Tilvísanafyrirkomulagið er sagt hafa reynst tímafrekt, ómarkvisst og kostnaðarsamt. Sjúkrarþjálfarar þurfa sjálfir að sækja um heimild fyrir framhaldsmeðferð til Sjúkratrygginga þurfi skjólstæðingar þeirra á fleiri en sex meðferðarskiptum að halda þegar breytingarnar taka gildi, að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Ákvarðaður verður staðlaður fjöldi meðferðarskipta og lengd meðferðar fyrir tiltekna sjúkdómsflokka, fötlungargreiningar og aðgerðarkóða. Fólk getur áfram fengið bráðameðferð hjá sjúkraþjálfara án tilvísunar og með greiðsluþátttöku ríkisins, allt að sex skipti. Kostnaður 2,5 milljarða fram úr áætlun í ár Um fimmtungur landsmanna nýtti sér þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara frá janúar 2024 til apríl í ár samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins, um 71 þúsund manns. Þar eru læknar sagðir skrifa árlega rúmlega þrjátíu þúsund tilvísanir fyrir sjúkraþjálfun. Að meðaltali fer hver og einn í tæpa fimmtán tíma til sjúkraþjálfara. Heimsóknarfjöldinn hefur aukist til muna síðustu ár og einstaklingum í meðferð fjölgað hratt, um tæpan fimmtung frá 2020 til 2024, að sögn ráðuneytisins. „Með sívaxandi þjónustu hafa útgjöld SÍ til sjúkraþjálfunar aukist langt umfram áætlanir og stefnir í að útgjöld þessa árs til þjálfunar fari um 2,5 milljarða umfram fjárheimildir,“ segir í tilkynningunni. Formsatriði frekar en faglegt mat Tilvísanakerfið er sagt hafa verið frekar formsatriði en byggt á faglegu mati. Engar kröfur séu gerðar um innihald eða form tilvísunar né eftirfylgni af hálfu þess sem gefur tilvísunina út. Hún sé engu að síður forsenda greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. SÍ hafi þannig fengið allar tilvísanir til sín en aðkoma stofnunar felist aðeins í því að staðfesta að tilvísun liggi fyrir en ekki að meta efni eða forsendur hennar. Einnig berist stofnuninni allar beiðnir sjúkraþjálfara um framhaldsmeðferð sem séu nú um þrjátíu þúsund á ári. Ekkert staðlað form sé fyrir slíkar beiðnir sem getir verið afar ólíkar að efni og innihaldi. Boðaðar breytingar á kerfinu krefjist meðal annars breytinga á tölvukerfum, mótun verkferla og hönnun staðlaðs, rafræns eyðublaðs fyrir formlegri og skilvirkari ferla. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira
Sjúkrarþjálfarar þurfa sjálfir að sækja um heimild fyrir framhaldsmeðferð til Sjúkratrygginga þurfi skjólstæðingar þeirra á fleiri en sex meðferðarskiptum að halda þegar breytingarnar taka gildi, að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Ákvarðaður verður staðlaður fjöldi meðferðarskipta og lengd meðferðar fyrir tiltekna sjúkdómsflokka, fötlungargreiningar og aðgerðarkóða. Fólk getur áfram fengið bráðameðferð hjá sjúkraþjálfara án tilvísunar og með greiðsluþátttöku ríkisins, allt að sex skipti. Kostnaður 2,5 milljarða fram úr áætlun í ár Um fimmtungur landsmanna nýtti sér þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara frá janúar 2024 til apríl í ár samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins, um 71 þúsund manns. Þar eru læknar sagðir skrifa árlega rúmlega þrjátíu þúsund tilvísanir fyrir sjúkraþjálfun. Að meðaltali fer hver og einn í tæpa fimmtán tíma til sjúkraþjálfara. Heimsóknarfjöldinn hefur aukist til muna síðustu ár og einstaklingum í meðferð fjölgað hratt, um tæpan fimmtung frá 2020 til 2024, að sögn ráðuneytisins. „Með sívaxandi þjónustu hafa útgjöld SÍ til sjúkraþjálfunar aukist langt umfram áætlanir og stefnir í að útgjöld þessa árs til þjálfunar fari um 2,5 milljarða umfram fjárheimildir,“ segir í tilkynningunni. Formsatriði frekar en faglegt mat Tilvísanakerfið er sagt hafa verið frekar formsatriði en byggt á faglegu mati. Engar kröfur séu gerðar um innihald eða form tilvísunar né eftirfylgni af hálfu þess sem gefur tilvísunina út. Hún sé engu að síður forsenda greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. SÍ hafi þannig fengið allar tilvísanir til sín en aðkoma stofnunar felist aðeins í því að staðfesta að tilvísun liggi fyrir en ekki að meta efni eða forsendur hennar. Einnig berist stofnuninni allar beiðnir sjúkraþjálfara um framhaldsmeðferð sem séu nú um þrjátíu þúsund á ári. Ekkert staðlað form sé fyrir slíkar beiðnir sem getir verið afar ólíkar að efni og innihaldi. Boðaðar breytingar á kerfinu krefjist meðal annars breytinga á tölvukerfum, mótun verkferla og hönnun staðlaðs, rafræns eyðublaðs fyrir formlegri og skilvirkari ferla.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira