Sigurinn afar mikilvægur fyrir Everton sem hefur gengið afleitlega undanfarið og var í kringum fallsætin er flautað var til leiks í dag.
Hornspyrna Gylfi skilaði marki á fjórðu mínútu. Spyrnan rataði á kollinn á Mason Holgate sem kom boltanum áfram á annan uppaldan Everton-mann, Tom Davies, sem kom boltanum yfir línuna.
Þannig stóðu leikar í hálfleik en á fimmtu mínútu síðari hálfleiks jöfnuðu gestirnir metin. Þar var að verki Danny Ings eftir afleitan varnarleik gestanna frá Liverpool-borg.
Sigurmarkið skoraði hins vegar Brasilíumaðurinn Richarlison, stundarfjórðungi fyrir leikslok eftir frábæra fyrirgjöf Djibril Sidibe. Lokatölur 2-1.
FULL-TIME Southampton 1-2 Everton
Richarlison's volley ensures Everton pick up their first #PL away win of the season#SOUEVEpic.twitter.com/JJHaiRHDSY
— Premier League (@premierleague) November 9, 2019
Eftir sigurinn er Everton í 13. sæti deildarinnar með fjórtán stig en vandræði Southampton halda áfram. Þeir eru í 19. sætinu með átta stig.
Burnley rúllaði yfir West Ham á heimavelli. Ashley Barnes, Chris Wood og sjálfsmark Roberto, markvarðar West Ham, tryggðu Burnley sigurinn en Burnley í 9. sætinu eftir sigurinn. West Ham í því sextánda.
1 - West Ham’s Roberto Jiménez is the first goalkeeper to score an own-goal in the Premier League since Huddersfield’s Jonas Lössl against Brighton in April 2018. Oops.
— OptaJoe (@OptaJoe) November 9, 2019
Newcastle vann ansi góðan sigur gegn Bournemouth á heimavelli. Harry Wilson kom Bournemouth yfir en DeAndre Yedlin og Ciaran Clark tryggðu Newcastle sigurinn.
Newcastle er komið upp í 11. sæti deildarinnar á meðan Bournemouth er áfram í 7. sætinu.
Öll úrslit dagsins:
Chelsea - Crystal Palace 2-0
Burnley - West Ham 3-0
Newcastle - Bournemouth 2-1
Southampton - Everton 1-2
Tottenham - Sheffield United 1-1
17.30 Leicester - Arsenal