Tryggvi Guðmundsson skoraði 131 mark í efstu deild á ferlinum og er markahæsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi.
Glæsilegur ferill Tryggva verður til umfjöllunar í lokaþætti Goðsagna annað kvöld en þar verður skemmtilegt úttekt á þessum mikla markaskorara.
Tryggvi spilaði í átta ár sem atvinnumaður í Noregi og Svíþjóð en hann átti mjög góð ár með FH og ÍBV eftir að hann snéri aftur heim árið 2005.
Tryggvi setti sér það markmið að slá markamet Inga Björns Albertssonar og það tókst hjá honum sumarið 2012 þegar hann lék með ÍBV.
Árið á undan skoraði Tryggvi stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-2 jafntefli ÍBV við KR á KR-vellinum. Þá vantaði hann aðeins þrjú mörk til að jafna metið.
Þetta aukaspyrnumark hans á KR-vellinum, sem kom í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, er eitt af flottustu mörkum hans á ferlinum og kannski það flottasta. Markið má sjá hér fyrir ofan.
Goðsagnarþáttur Tryggva Guðmundssonar verður sýndur klukkan 21.00 á Stöð 2 Sport annað kvöld.
Er þetta flottasta mark Tryggva Guðmundssonar? | Myndband
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti



Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti


Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti