Hlaup

Fréttamynd

Milljón króna mistök

Röng beygja fyrrum heimsmethafa kostaði hana sigur í götuhlaupi í Bandaríkjunum um helgina og tæplega milljón króna í verðlaunafé.

Sport
Fréttamynd

Eins og að hlaupa tvö maraþon og ellefu Esjur

Ljósmyndarinn Snorri Björnsson tók þátt á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi í Austurríki á föstudaginn og náði frábærum árangri. Hann er loksins farinn að sætta sig við það að kalla sig hlaupara.

Sport
Fréttamynd

Grét í fangi dóttur sinnar og segir myrkrið það erfiðasta

Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi, hágrét í fangi dóttur sinnar og bað um að fá að hætta í Þýskalandi. Hann hélt þó áfram og kláraði að lokum fimmtíu hringi. Þorleifur stefnir að því að klára sextíu hringi á heimsmeistaramótinu í október síðar á þessu ári.

Sport
Fréttamynd

Þor­leifur hvergi af baki dottinn: Ís­lands­met Mari í hættu

Þorleifur Þorleifsson hefur hlaupið 40 hringi í Bakgarðshlaupi meistaranna sem fer fram í þýska smábænum Rettert. Hann er hvergi af baki dottinn og heilsan er góð. Ofurhlaupakonan Mari Järsk á Íslandsmetið í bakgarðshlaupi, með 43 hringi, en hún lauk keppni í dag á 34. hring.

Sport
Fréttamynd

Mari Jaersk lauk keppni á 34. hring

Ofurhlaupakonan Mari Jaersk hefur lokið keppni í Bakgarðshlaupi meistaranna sem fer fram í þýska smábænum Rettert. Hún lauk keppni á 34. hring en þá hafði hún hlaupið um 227 kílómetra, hvorki meira né minna. 

Sport
Fréttamynd

Þorleifur í góðum málum en Mari í basli

Bakgarðshlaup meistaranna stendur nú yfir í þýska smábænum Rettert, skammt utan við Frankfurt. Þau Mari Järsk og Þorleifur Þorleifsson, sem unnu bakgarsðhlaupið á Íslandi í október eru á meðal 35 keppenda í hlaupinu í Þýskalandi.

Sport
Fréttamynd

Andrea vann í gifsi og útötuð í blóði: „Fannst þetta svo ógeðslegt“

„Ég skammaðist mín smá þegar ég kom í mark. Í gifsi og öll úti í blóði. Hvað er að þessari konu, að vera svona mikill hrakfallabálkur?“ segir Andrea Kolbeinsdóttir létt í bragði, eftir að hafa unnið The Puffin Run í Vestmannaeyjum um helgina þrátt fyrir að slasast þegar tveir kílómetrar voru eftir.

Sport
Fréttamynd

Komu hlaupara til að­stoðar í Vest­manna­eyjum

Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út í dag til að hjálpa hlaupara sem virðist hafa dottið á hlaupum. Hlauparinn var að taka þátt í Puffin Run sem fram fór í Vestmannaeyjum í dag. Hlauparinn var fluttur til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Syst­kini boða til hlaups til styrktar Ein­stökum börnum

Systkinin Nína Kristín, Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn hafa boðið öllum sem vilja að hlaupa, ganga eða rúlla með þeim fimm kílómetra í miðbæ Reykjavíkur á morgun, 1. maí. Hlaupið verður til styrktar Einstökum börnum og til heiðurs móður þeirra, sem átti afmæli 1. maí og lést fyrir ellefu árum.

Lífið
Fréttamynd

Nálgast markmiðið óðfluga

Þrír vinir ætla að hjóla, skíða og róa 350 kílómetra í Grafarholtinu næstu 24 tímana. Einn þeirra segir þá félagana ekki ætla að hætta nema eitthvað klikki, þó sé þunn lína á milli þrjósku og heimsku. Hann óttast mest hvað gerist við gripin á höndunum. Hægt verður að fylgjast með þeim félögum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. 

Lífið
Fréttamynd

Hleypur 200 kílómetra fyrir málefni sem stendur honum nærri

Geðheilbrigðismál á Íslandi eru í ólestri samkvæmt hlauparanum og hnefaleikakappanum Davíð Rúnari Bjarnasyni, sem hefur beðið í tæp þrjú ár eftir viðtali hjá sálfræðingi. Hann hyggst hlaupa 200 kílómetra á rúmum sólarhring til að styrkja Píeta-samtökin.

Sport