Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Kunnugleg atburðarás á Reykjanesskaga

Búist er við áframhaldandi skjálftavirkni í dag þrátt fyrir að heldur hafi dregið úr henni á Reykjanesskaga í nótt. Jarðelisfræðingur segir atburðarásina kunnuglega.

Innlent
Fréttamynd

Ákveðið að hætta að velja sér frídaga

Í annað sinn á innan við ári gætu eldsumbrot truflað sumaráform samskiptastjóra almannavarna sem var á leið í sumarfrí á morgun. Tveir tímar liðu frá því að hún stimplaði sig út fyrir sumarleyfi í ágúst þegar eldgos hófst í Meradölum.

Innlent
Fréttamynd

Ó­venju há raf­leiðni ekki merki um yfir­vofandi Kötlu­gos

Ó­venju há raf­leiðni í Múla­kvísl miðað við árs­tíma bendir ekki til þess að líkur hafi aukist á Kötlu­gosi. Náttúru­vá­sér­fræðingur Veður­stofu Ís­lands segir raf­leiðni hægt og bítandi fara minnkandi. Hann hvetur fólk í grenndinni að fara var­lega vegna jarð­gass.

Innlent
Fréttamynd

Eld­­gos muni ekki fjölga ferða­­mönnum í sumar

Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Skjálfti að stærð 4,2 sá stærsti í dag

Það dró heldur úr skjálftavirkni og skjálftastærð á Reykjanesskaga í nótt en alls mældust 750 skjálftar eftir miðnætti. Stærsti skjálfti dagsins var hins vegar 4,2 að stærð og reið yfir klukkan 11:03 í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Ég finn fyrir miklum kvíða“

Íbúi Grindavíkur finnur fyrir miklum kvíða og óöryggi vegna skjálftanna á Reykjanesskaga. Hún segist eiga erfitt með svefn vegna skjálftanna og þeir hafi valdið skemmdum á húsi hennar. Hún vonar að það fari að gjósa svo lengi sem skjálftarnir hætti.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum komin inn á eld­gosa­tíma­bil“

Eldfjallafræðingur segir eldgosatímabil hafið og að tíð eldgos verði næstu 300 til 400 árin. Allt bendi til þess að eldgos sé á leiðinni sem verði sambærilegt eldgosinu við Fagradalsfjall að stærð. Hann útilokar þó ekki að hraun renni yfir Reykjanesbraut.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjórinn sneri úr fríi þegar skjálftahrinan hófst

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur var nýfarinn í sumarfrí þegar skjálftahrinan hófst á Reykjanesskaga og dreif sig aftur heim. Hann segir tímasetninguna óheppilega þar sem margir viðbragðsaðilar séu í sumarfríi og býst við gosi. 

Innlent
Fréttamynd

Land­risið bendi til kraft­mikils goss

Þor­valdur Þórðar­son, eld­fjalla­fræðingur, segir um­fang og út­breiðslu landriss á Reykja­nes­skaga benda til þess að nægi­legt kviku­magn sé til staðar til þess að búa til kraft­mikið gos. Slíkt gos yrði stærra en gos á Reykja­nes­skaga árið 2021 og 2022. Ljóst sé að kvika sé búin að ryðja sér til rúms í efri hluta jarð­skorpunnar.

Innlent
Fréttamynd

Býst við skjálftum hátt í 6,3 að stærð

Sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum býst við jarðskjálftum hátt í sex að stærð á næstu sólarhringum á Reykjanesskaga. Virknin á svæðinu er mjög sambærileg þeirri sem var í aðdraganda eldgossins á síðasta ári í Meradölum. 

Innlent
Fréttamynd

Íbúar vanir skjálftum en þeir séu alltaf jafn óþægilegir

Það er erfitt að venjast sífelldum jarðskjálftum segir formaður Bæjarráðs Grindavíkur og vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Nú sé góður tímapunktur fyrir íbúa að fara yfir öll öryggisatriði sem þurfa að vera í lagi í skjálftahrinu.

Innlent
Fréttamynd

Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall

Alþjóðaflugið hefur núna fengið viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­menn á svæðinu mesta á­hyggju­efnið

„Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissu­stigi lýst yfir vegna skjálftanna

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst að kvöldi til 4. júlí og er enn í gangi.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Beðið eftir eldgosi

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir menn nú frekar gera ráð fyrir að gos hefjist en ekki. Fundað var um stöðuna í morgun og óvissustigi hefur verið lýst yfir.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti skjálftinn 4,8 að stærð

Fjórir skjálftar við Fagradalsfjall hafa mælst stærri en 4 frá klukkan 7:30 í morgun. Stærsti skjálftinn hefur mælst 4,8 að stærð en hann varð klukkan 8:21. 

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti yfir þremur í Fagra­dals­fjalli

Skjálfti mældist 3,6 að stærð með upptök við Fagradalsfjall klukkan 22:45 í kvöld. Skjálftinn kemur í kjölfarið af jarðskjálftahrinu sem hófst síðdegis í dag í norðaustanverðu Fagradalsfjalli, um klukkan 16:00. Um er að ræða stærsta skjálftann sem mælst hefur á Reykjanesskaganum það sem af er ári og fannst hann bæði þar og á höfuðborgarsvæðinu. Enginn órói mælist á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Snarpur skjálfti við Kleifarvatn

Jarðskjálfti að stærð 3,2 reið yfir við á Reykjanesskaga klukkan 9:20 í morgun og fannst á höfuðborgarsvæði. Upptök skjálftans voru við Kleifarvatn.

Innlent