Hundruð hafa boðið fram húsnæði fyrir Grindvíkinga Lovísa Arnardóttir skrifar 12. nóvember 2023 09:19 Aðalheiður segir fjöldahjálparstöðvarnar opnar fyrir Grindvíkinga. Stöð 2 Mikill fjöldi hefur skráð húsnæði sitt í boði fyrir Grindvíkinga. Teymisstjóri Rauða krossins segir húsnæðið verða metið í dag. Um 120 gistu í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins í nótt. Aðalheiður Jónsdóttir teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum segir allt hafa gengið vel í fjöldahjálparstöðvum þeirra í nótt. Alls gistu 125 í fjöldahjálparstöðvunum, 35 í Reykjanesbæ, 30 á Selfossi, 60 í Kórnum. „Það gengur allt vel. Starfsfólk er til taks með það sem getur komið upp. Það voru ekki allir með næg föt þegar þau fóru og fólk misvel búið. Við reynum að aðstoða eftir þörfum,“ segir Aðalheiður. Skráning gangi vel Í gær kom fram í fréttum að Grindvíkingar hafi ekki allir verið búnir að skrá sig eftir rýminguna. Hún segir að fleiri hafi bæst við síðan þá en hvetur fólk til þess að ljúka skráningu í síma 1717 hafi það ekki enn lokið henni. Rauði krossinn auglýsti í gær eftir húsnæði fyrir Grindvíkinga. Aðalheiður segir töluvert marga búna að skrá húsnæði sitt eða herbergi, en húsnæðið sé misjafnt. „Það hleypur á hundruðum,“ segir Aðalheiður um það húsnæði sem hefur verið boðið fram. Hún segir að í dag verði farið greiningarvinnu til meta hvað er hægt að nýta af því. Grindvíkingar sem vantar húsnæði geta skráð það hér og þau sem hafa húsnæði í boði geta skráð það hér. Rauði krossinn hóf jafnframt söfnun í gær fyrir neyðarvarnir þeirra. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vonast til þess að geta hleypt Grindvíkingum heim í stutta stund Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir að á fundi almannavarna og sérfræðinga Veðurstofunnar klukkan 9.30 verði farið yfir stöðuna, hættumatið og það endurmetið hvort að íbúar fái að fara inn á hættusvæðið. 12. nóvember 2023 08:48 Vaktin: Hefur verulega dregið úr skjálftavirkni vegna spennulosunar Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. 12. nóvember 2023 07:22 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Aðalheiður Jónsdóttir teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum segir allt hafa gengið vel í fjöldahjálparstöðvum þeirra í nótt. Alls gistu 125 í fjöldahjálparstöðvunum, 35 í Reykjanesbæ, 30 á Selfossi, 60 í Kórnum. „Það gengur allt vel. Starfsfólk er til taks með það sem getur komið upp. Það voru ekki allir með næg föt þegar þau fóru og fólk misvel búið. Við reynum að aðstoða eftir þörfum,“ segir Aðalheiður. Skráning gangi vel Í gær kom fram í fréttum að Grindvíkingar hafi ekki allir verið búnir að skrá sig eftir rýminguna. Hún segir að fleiri hafi bæst við síðan þá en hvetur fólk til þess að ljúka skráningu í síma 1717 hafi það ekki enn lokið henni. Rauði krossinn auglýsti í gær eftir húsnæði fyrir Grindvíkinga. Aðalheiður segir töluvert marga búna að skrá húsnæði sitt eða herbergi, en húsnæðið sé misjafnt. „Það hleypur á hundruðum,“ segir Aðalheiður um það húsnæði sem hefur verið boðið fram. Hún segir að í dag verði farið greiningarvinnu til meta hvað er hægt að nýta af því. Grindvíkingar sem vantar húsnæði geta skráð það hér og þau sem hafa húsnæði í boði geta skráð það hér. Rauði krossinn hóf jafnframt söfnun í gær fyrir neyðarvarnir þeirra.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vonast til þess að geta hleypt Grindvíkingum heim í stutta stund Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir að á fundi almannavarna og sérfræðinga Veðurstofunnar klukkan 9.30 verði farið yfir stöðuna, hættumatið og það endurmetið hvort að íbúar fái að fara inn á hættusvæðið. 12. nóvember 2023 08:48 Vaktin: Hefur verulega dregið úr skjálftavirkni vegna spennulosunar Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. 12. nóvember 2023 07:22 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Vonast til þess að geta hleypt Grindvíkingum heim í stutta stund Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir að á fundi almannavarna og sérfræðinga Veðurstofunnar klukkan 9.30 verði farið yfir stöðuna, hættumatið og það endurmetið hvort að íbúar fái að fara inn á hættusvæðið. 12. nóvember 2023 08:48
Vaktin: Hefur verulega dregið úr skjálftavirkni vegna spennulosunar Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. 12. nóvember 2023 07:22