Grindvíkingar enn að jafna sig á skjálftariðunni í morgunsárið Oddur Ævar Gunnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 11. nóvember 2023 10:23 Íbúar Grindavíkur sem gista í fjöldahjálparstöðvum eru enn að jafna sig á skjálftariðunni. Vísir/Einar Fjöldahjálparstjóri hjá Rauða krossinum segir að 75 manns hafi gist í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Kórnum í Kópavogi sem opnuð var vegna rýmingar í Grindavík. „Staðan er sú að hjá okkur voru 75 manns í nótt, einir fimm hundar og fjórir kettir. Nú er fólk að vakna og fá sér morgunmat hjá okkur, teygja aðeins úr sér og reyna að ná skjálftariðunni úr sér,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson í samtali við fréttastofu. Íbúar Grindavíkur fá sér nú morgunmat í Kórnum og jafna sig eftir jarðhræringar gærdagsins. Vísir/Einar „Því að fólk var hér eins og það væri að stíga ölduna eftir allan hamaganginn í Grindavík í gær. Það þakkar svolítið fyrir það að vera með fast land undir fótum eins og þau tala um.“ Eins og fram hefur komið opnaði Rauði krossinn þrjár fjöldahjálparstöðvar í gærnótt, á Selfossi, Reykjanesbæ og í Kópavogi. Rauði krossinn reynir að veita eins mikla aðstoð og hægt er, húsaskjól, sálrænan stuðning og gerir það sem þarf, að sögn Gylfa Þórs. Þannig að það er nokkur uggur í fólki? „Já í rauninni og það er ekkert launungamál. Þetta fór illa í fólk eins og gefur að skilja og sem betur fer þá komust þau hingað inn.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
„Staðan er sú að hjá okkur voru 75 manns í nótt, einir fimm hundar og fjórir kettir. Nú er fólk að vakna og fá sér morgunmat hjá okkur, teygja aðeins úr sér og reyna að ná skjálftariðunni úr sér,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson í samtali við fréttastofu. Íbúar Grindavíkur fá sér nú morgunmat í Kórnum og jafna sig eftir jarðhræringar gærdagsins. Vísir/Einar „Því að fólk var hér eins og það væri að stíga ölduna eftir allan hamaganginn í Grindavík í gær. Það þakkar svolítið fyrir það að vera með fast land undir fótum eins og þau tala um.“ Eins og fram hefur komið opnaði Rauði krossinn þrjár fjöldahjálparstöðvar í gærnótt, á Selfossi, Reykjanesbæ og í Kópavogi. Rauði krossinn reynir að veita eins mikla aðstoð og hægt er, húsaskjól, sálrænan stuðning og gerir það sem þarf, að sögn Gylfa Þórs. Þannig að það er nokkur uggur í fólki? „Já í rauninni og það er ekkert launungamál. Þetta fór illa í fólk eins og gefur að skilja og sem betur fer þá komust þau hingað inn.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira