Grindvíkingar fá ekki að fara heim næstu daga Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2023 12:30 Viðbragðsaðilar á upplýsingafundi á hádegi 11.11. Vísir/Bjarki Fram kom á upplýsingafundi almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Líkur væru á stærra eldgosi en við höfum séð síðustu ár. Íbúar munu ekki fá að fara heim næstu daga. Unnið er að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, sagði síðasta sólarhring hafa verið erfiðan en með samhentu átaki hafi tekist að rýma bæinn og tryggja öryggi fólks. Hann sagði frá helstu samhæfingaraðgerðum á bæði höfuðborgarsvæði. Hann sagði svæðið lokað og að engum yrði hleypt inn á svæðið næstu daga. Ekki til að sækja verðmæti eða nokkuð annað. Hann minnti einnig á mikilvægi þess fyrir íbúa að skrá sig hjá Rauða krossi í síma 1717. Það væri mikilvægt fyrir viðbragðsaðila til að geta náð í íbúa ef eitthvað er. Fannar Jónasson, bæjarstjóri tók þá við. Hann sagði viðbragð gærdagsins vekja traust. Það hafi reynt á þegar þurfti að rýma en að það hafi tekist vel með æðruleysi bæjarbúa. Það hafi hjálpað að það hafi verið föstudagur því margir hafi verið farnir annað í helgarfrí. Góðar viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafi virkað vel. Hann segir atvinnulíf og sveitarstjórn laskað. Aðilar frá sveitarstjórn muni funda á eftir og þau hafi fengið boð frá Reykjavíkurborg um að koma börnum í skóla. Það verði farið yfir það um helgina. Eins verði farið yfir húsnæðismál um helgina. Það séu ótrúlega margir hjá vinum og ættingjum en að unnið sé að því að finna húsnæði fyrir þau sem gistu í fjöldahjálparstöð. Mikilvægt að íbúar skrái sig Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins, greindi frá viðbrögðum samtakanna í gær. Það eru þrjár fjöldahjálparstöðvar reknar af samtökunum en alls gistu 160 þar í nótt. Hún ítrekaði að þær væru opnar. Bæði fyrir þau sem vantar gistingu en einnig fyrir þau sem vilja fá sér kaffi. Þar sé einnig hægt að fá sálfræðistuðning. Einnig sé hægt að hringja í 1717 en það sé mikið álag á línunni á meðan tekið er við skráningum frá íbúum. Hún sagði gæludýr velkomin í fjöldahjálparstöðvar en að það yrði að taka búr með. Hún sagði nú virkan tengil á Facebook fyrir þau sem vilja bjóða fram húsnæði eða gistingu án endurgjalds fyrir þau sem ekki geta reitt sig á aðstandendur. Ný gögn eftir hádegi Benedikt Halldórsson jarðvísindamaður sagði skjálftana hafa fært sig til í gær og skjálftana hafa aukist verulega. Þeir hafi svo dreift úr sér og svo endað í átt að Grindavík og undir Grindavík. Flestir skjálftanna séu suðvestur af bænum en alls hafa mælst frá miðnætti um 800 skjálftar. Gögn þeirra bendi til þess að kvikugangurinn sé langur. Stærð kvikugangsins er margfalt miðað við það sem áður var. Ný aflögunargögn koma eftir hádegi en þangað til verður fylgst vel með. Líkur á eldgosi teljast verulegar. „Þetta eru mjög alvarlegir atburðir,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og stórir á þeim skala sem við höfum þegar búið við. Hann sagði erfitt að segja til um framhaldið. Kvikusöfnunin hafi verið orðin mjög hröð í gær og ný gögn seinni partinn muni varpa ljósi á atburðarrásina núna. Hann sagði einn möguleikann enn vera að þetta deyi út. Það sé ein sviðsmyndin. Það séu stór innskot neðanjarðar og ekkert komi upp. Önnur sviðsmynd sé að það verði gos og að sú sviðsmynd sé líkleg. Líklegt sé að eldgosið verði miklu stærra en það sem hefur verið síðustu ár. Það verði hraungos og líklegast sé að opnun sé norðan við Grindavík. Þriðja sviðsmyndin er sú að eldgosið komi upp í sjó við Grindavík. Hann sagði það ekki líklegt því engin slík gos hafi orðið á þessu svæði áður. Það yrði sprengigos líkt og var í Surtsey. „Nú bíðum við bara og sjáum,“ sagði Magnús Tumi og að vonandi yrði myndin skýrari þegar ný gögn berast seinni partinn í dag. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, sagði síðasta sólarhring hafa verið erfiðan en með samhentu átaki hafi tekist að rýma bæinn og tryggja öryggi fólks. Hann sagði frá helstu samhæfingaraðgerðum á bæði höfuðborgarsvæði. Hann sagði svæðið lokað og að engum yrði hleypt inn á svæðið næstu daga. Ekki til að sækja verðmæti eða nokkuð annað. Hann minnti einnig á mikilvægi þess fyrir íbúa að skrá sig hjá Rauða krossi í síma 1717. Það væri mikilvægt fyrir viðbragðsaðila til að geta náð í íbúa ef eitthvað er. Fannar Jónasson, bæjarstjóri tók þá við. Hann sagði viðbragð gærdagsins vekja traust. Það hafi reynt á þegar þurfti að rýma en að það hafi tekist vel með æðruleysi bæjarbúa. Það hafi hjálpað að það hafi verið föstudagur því margir hafi verið farnir annað í helgarfrí. Góðar viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafi virkað vel. Hann segir atvinnulíf og sveitarstjórn laskað. Aðilar frá sveitarstjórn muni funda á eftir og þau hafi fengið boð frá Reykjavíkurborg um að koma börnum í skóla. Það verði farið yfir það um helgina. Eins verði farið yfir húsnæðismál um helgina. Það séu ótrúlega margir hjá vinum og ættingjum en að unnið sé að því að finna húsnæði fyrir þau sem gistu í fjöldahjálparstöð. Mikilvægt að íbúar skrái sig Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins, greindi frá viðbrögðum samtakanna í gær. Það eru þrjár fjöldahjálparstöðvar reknar af samtökunum en alls gistu 160 þar í nótt. Hún ítrekaði að þær væru opnar. Bæði fyrir þau sem vantar gistingu en einnig fyrir þau sem vilja fá sér kaffi. Þar sé einnig hægt að fá sálfræðistuðning. Einnig sé hægt að hringja í 1717 en það sé mikið álag á línunni á meðan tekið er við skráningum frá íbúum. Hún sagði gæludýr velkomin í fjöldahjálparstöðvar en að það yrði að taka búr með. Hún sagði nú virkan tengil á Facebook fyrir þau sem vilja bjóða fram húsnæði eða gistingu án endurgjalds fyrir þau sem ekki geta reitt sig á aðstandendur. Ný gögn eftir hádegi Benedikt Halldórsson jarðvísindamaður sagði skjálftana hafa fært sig til í gær og skjálftana hafa aukist verulega. Þeir hafi svo dreift úr sér og svo endað í átt að Grindavík og undir Grindavík. Flestir skjálftanna séu suðvestur af bænum en alls hafa mælst frá miðnætti um 800 skjálftar. Gögn þeirra bendi til þess að kvikugangurinn sé langur. Stærð kvikugangsins er margfalt miðað við það sem áður var. Ný aflögunargögn koma eftir hádegi en þangað til verður fylgst vel með. Líkur á eldgosi teljast verulegar. „Þetta eru mjög alvarlegir atburðir,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og stórir á þeim skala sem við höfum þegar búið við. Hann sagði erfitt að segja til um framhaldið. Kvikusöfnunin hafi verið orðin mjög hröð í gær og ný gögn seinni partinn muni varpa ljósi á atburðarrásina núna. Hann sagði einn möguleikann enn vera að þetta deyi út. Það sé ein sviðsmyndin. Það séu stór innskot neðanjarðar og ekkert komi upp. Önnur sviðsmynd sé að það verði gos og að sú sviðsmynd sé líkleg. Líklegt sé að eldgosið verði miklu stærra en það sem hefur verið síðustu ár. Það verði hraungos og líklegast sé að opnun sé norðan við Grindavík. Þriðja sviðsmyndin er sú að eldgosið komi upp í sjó við Grindavík. Hann sagði það ekki líklegt því engin slík gos hafi orðið á þessu svæði áður. Það yrði sprengigos líkt og var í Surtsey. „Nú bíðum við bara og sjáum,“ sagði Magnús Tumi og að vonandi yrði myndin skýrari þegar ný gögn berast seinni partinn í dag.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira