Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Mat á skemmdum eigna í Grinda­­vík nánast lokið

Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Grindvísk börn dreifast í hátt í sjö­tíu skóla

Vel innan við helmingur barna í Grunnskóla Grindavíkur stundar enn nám við skólann sem rekinn er á nokkrum stöðum í Reykjavík. Flest hafa börin fært sig annað og stunda nú nám í hátt í sjötíu skólum um allt land. Mikil óvissa er um framtíð skólans næsta vetur.

Innlent
Fréttamynd

Með alla skjái í gangi og öll tæki uppi

Enn aukast líkurnar á eldgosi á næstu dögum og fyrirvarinn gæti orðið mjög stuttur. Náttúruvársérfræðingur segir þrýstinginn sífellt byggjast upp og starfsfólk Veðurstofunnar líti ekki af mælunum.

Innlent
Fréttamynd

Kvikumagnið heldur á­fram að aukast

Áfram eru auknar líkur á eldgosi á Reykjanesi í og við Svartsengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu þar sem segir að virknin hafi haldist stöðug undanfarna daga.

Innlent
Fréttamynd

Aukin skjálfta­virkni og þolmörk að nálgast

Skjálftavirkni við kvikuganginn á Reykjanesskaga hefur aukist sem bendir til þess að kvikumagnið sé komið að þolmörkum. Fagstjóri hjá Veðurstofunni segir áhyggjuefni að fólk sé að gista í Grindavík en vonar að það sé tilbúið að yfirgefa bæinn í flýti.

Innlent
Fréttamynd

Vona að jarð­vegur verndi nýja lögn renni hraun aftur sömu leið

Vinnuflokkar keppast nú við að klára frágang í kringum nýja Njarðvíkurlögn og nýja og hærri háspennulínu, sem liggur yfir varnargarðinn við Svartsengi, áður en eldgos hefst. Um átta milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast undir Svartsengi að mati Veðurstofunnar en enginn gosórói mælist enn sem komið er.

Innlent
Fréttamynd

Víðir kominn aftur úr veikinda­leyfi

Víðir Reynisson, sviðstjóri hjá almannavörnum, er kominn aftur úr veikindaleyfi. Víðir fór í veikindaleyfi þann 10. febrúar. Hann var viðstaddur íbúafund í Laugardalshöll í gær um málefni Grindvíkinga.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending frá Þor­birni

Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikuhlaup hófst skammt frá Sýlingarfelli síðdegis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt hraun á Reykja­nesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun

Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti við Kleifar­vatn

Tiltölulega stór jarðskjálfti mældist við Kleifarvatn um klukkan hálf sjö í kvöld. Skjálftinn, sem var 3,4 stig og mældist um tvo kílómetra austur af vatninu, fannst í byggð og fylgdu honum nokkrir eftirskjálftar.

Innlent
Fréttamynd

Gervi­hnatta­myndir sýni víð­feðmt land­ris á Ís­landi

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vill að stjórnvöld undirbúi sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna eldgosa á Reykjanesi, meðal annars þá að Reykjanesbraut kunni að lokast. Gervihnattamyndir sýna víðfeðmt landris á Íslandi og grunar Þorvald að möttulstrókur undir landinu beri ábyrgð. Sé það rétt geti það bent til aukinnar gosvirkni um land allt.

Innlent
Fréttamynd

„Akkúrat þessi fyrir­vari sem veldur okkur á­hyggjum“

„Staðan er bara sú að við deilum áhyggjum Veðurstofunnar yfir því hvað geti gerst á næstu dögum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna um stöðuna á Reykjanesi. Veðurstofan telur eldgos líklegt í vikunni sem nú fer í hönd og að byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara.

Innlent
Fréttamynd

Heitt vatn komið á í Grinda­vík

Heitt vatn er komið aftur á í Grindavík og gert er ráð fyrir eðlilegum þrýstingi á hitaveituna eftir helgi. Í dag var ný hjáveitulögn tengd við hitaveituna.

Innlent
Fréttamynd

Ný lögn í gegnum hraunið

Lokað er fyrir heitt vatn á Grindavík meðan unnið er að því að tengja hjáveitulögn í bæinn. Með lögninni tapast minna af heitu vatni og hægt er að auka þrýstinginn. Um 25 manns vinna að verkinu, sem gengur vel. 

Innlent