Hraun runnið að Grindavíkurvegi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. júní 2024 09:54 Frá eldgosinu við Sundhnúksgíga sem hófst 29. maí. Vísir/Vilhelm Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu. Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í tilkynningu frá Veðurstofunnui segir að í morgun hafi framskriðið aukist og ljóst sé að hraunstraumurinn renni ákveðið í átt að Grindavíkurvegi norðan varnargarða við Svartsengi. „Stutt er í að hraunið renni yfir Grindavíkurveg og er verið að loka varnargarði þar og búið að loka Bláa Lóninu,“ segir í tilkynningunni. Áætlað að allir hafi yfirgefið svæðið um hádegi Í samtali við fréttastofu segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-markaðs-og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, að vegna stöðunnar hafi verið tekin ákvörðun um að opna ekki í morgun. Áætlað sé að gestir hótelsins auk starfsfólks hafi allir yfirgefið svæðið í kringum hádegisbil. Hraun hefur runnið yfir Grindavíkurveg í nokkur skipti í eldgosum undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Í gærmorgun tók hraunið að streyma úr barmi suðurhlíð gígsins. Hér fyrir neðan má sjá vefmyndavélar Vísis sem eru staðsettar á svæðinu í kringum Sundhnúksgígaröðina. Uppfært klukkan 10:20. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna segir viðbragðsaðila á staðnum fylgjast grannt með stöðunni. Búið sé að loka gati í varnargarðinum við Grindavík sem hafði verið haldið opnu vegna samgangna. Þá sé hætta á gróðureldum á svæðinu og slökkviliðið í viðbragsðstöðu vegna þess. Aðeins sé tímaspursmál hvenær hraunið renni yfir Grindavíkurveg. Uppfært klukkan 10:40 Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu sem er á staðnum, staðfestir í samtali við fréttastofu að hraunið sé nú komið að Grindavíkurvegi. Nánar verður rætt við Jón Hauk í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hraungígur brast í morgun Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga streymir úr barmi gígs sem brast um klukkan fimm í morgun. Hraunstreymið ógnar engum innviðum eins og stendur en grannt er fylgst með. 7. júní 2024 10:16 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í tilkynningu frá Veðurstofunnui segir að í morgun hafi framskriðið aukist og ljóst sé að hraunstraumurinn renni ákveðið í átt að Grindavíkurvegi norðan varnargarða við Svartsengi. „Stutt er í að hraunið renni yfir Grindavíkurveg og er verið að loka varnargarði þar og búið að loka Bláa Lóninu,“ segir í tilkynningunni. Áætlað að allir hafi yfirgefið svæðið um hádegi Í samtali við fréttastofu segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-markaðs-og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, að vegna stöðunnar hafi verið tekin ákvörðun um að opna ekki í morgun. Áætlað sé að gestir hótelsins auk starfsfólks hafi allir yfirgefið svæðið í kringum hádegisbil. Hraun hefur runnið yfir Grindavíkurveg í nokkur skipti í eldgosum undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Í gærmorgun tók hraunið að streyma úr barmi suðurhlíð gígsins. Hér fyrir neðan má sjá vefmyndavélar Vísis sem eru staðsettar á svæðinu í kringum Sundhnúksgígaröðina. Uppfært klukkan 10:20. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna segir viðbragðsaðila á staðnum fylgjast grannt með stöðunni. Búið sé að loka gati í varnargarðinum við Grindavík sem hafði verið haldið opnu vegna samgangna. Þá sé hætta á gróðureldum á svæðinu og slökkviliðið í viðbragsðstöðu vegna þess. Aðeins sé tímaspursmál hvenær hraunið renni yfir Grindavíkurveg. Uppfært klukkan 10:40 Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu sem er á staðnum, staðfestir í samtali við fréttastofu að hraunið sé nú komið að Grindavíkurvegi. Nánar verður rætt við Jón Hauk í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hraungígur brast í morgun Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga streymir úr barmi gígs sem brast um klukkan fimm í morgun. Hraunstreymið ógnar engum innviðum eins og stendur en grannt er fylgst með. 7. júní 2024 10:16 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Hraungígur brast í morgun Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga streymir úr barmi gígs sem brast um klukkan fimm í morgun. Hraunstreymið ógnar engum innviðum eins og stendur en grannt er fylgst með. 7. júní 2024 10:16