Eldgos og jarðhræringar „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ „Við búum á Þórsgötunni í húsi með fjórum íbúðum og erum þar öll nema dóttirin sem býr í Bandaríkjunum. Þar ætlum við að anda í eitt ár en ég skal alveg viðurkenna að það hefur bjargað okkur alveg sálfræðilega að geta verið svona saman fjölskyldan,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Atvinnulíf 10.3.2024 08:01 Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. Innlent 8.3.2024 17:16 Opnað á sölu húsa í Grindavík Fólk sem vill selja íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík til ríkissjóðs getur nú gert það. Eigendur um níu hundruð íbúða í Grindavík geta nýtt sér úrræði þetta sem fer í gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu. Innlent 8.3.2024 11:53 Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. Innlent 7.3.2024 10:48 „Samræðurnar sem ég hef átt við sumt fólkið eru algjörlega fáránlegar“ Eigendur húss í Grindavík sem eyðilagðist í eldgosinu í janúar þurfa sjálf að hreinsa járn og rusl af húsgrunninum til að geta leyst út förgunargjald frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þau þurfa sárlega á fjármununum að halda til að geta gengið frá kaupum á nýju húsnæði. Bæjaryfirvöld ætlast til þess að lóðin sé hreinsuð en vilja á sama tíma ekki að eigendur séu á staðnum, þar sem Grindavík er skilgreint hættusvæði. Innlent 5.3.2024 13:43 Virknin meiri við Fagradalsfjall en við kvikuganginn Skjálftavirkni yfir kvikuganginum í Svartsengi hefur verið með minnsta móti síðan kvikuhlaupinu lauk á laugardag. Heldur meiri virkni er við Fagradalsfjall en þar hafa mælst um tuttugu skjálftar síðasta sólarhringinn. Innlent 5.3.2024 12:20 Rennsli af kviku svipað og í Elliðaánum Kvika streymir inn undir Svartsengi á svipuðum krafti og Elliðaárnar. Prófessor í jarðeðlisfræði segir hugsanlegt að atburðurinn í þessari lotu á Reykjanesskaga sé hálfnaður. Mikilvægt sé að að skipuleggja umhverfi þannig að þol gegn náttúruvá sé sem mest, meðal annars með því að byggja ekki á svæðum sem útsett eru fyrir hraunrennsli. Innlent 5.3.2024 09:01 Bláa lónið opnað á ný Allar starfsstöðvar Bláa lónsins hafa verið opnaðar á ný eftir lokun og rýmingu síðdegis á laugardag þegar allt benti til þess að eldgos væri yfirvofandi. Innlent 4.3.2024 13:08 Dregur líklega til tíðinda í vikunni Líklegt er að það dragi til tíðinda á ný á Reykjanesi í vikunni að mati Benedikts Ófeigssonar jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Kvikuhólfið undir Svartsengi heldur áfram að fyllast en á morgun verður staðan líklega orðin eins og fyrir síðast kvikuhlaup. Innlent 4.3.2024 12:16 Tíðindalaust á gosstöðvunum Það hefur verið rólegt yfir öllum mælum Veðurstofunnar á gosstöðvunum á Reykjanesi í nótt. Innlent 4.3.2024 07:17 „Við getum búist við að þetta endurtaki sig“ Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast en virkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur minnkað síðan í gær. Jarðeðlisfræðingur segir líkurnar á eldgosi fara minnkandi með tímanum en það geti samt enn gosið. Hann á von á því að kvikuinnskot endurtaki sig á næstu viku eða dögum. Innlent 3.3.2024 23:27 Aflétta rýmingu í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að opna aftur fyrir aðgengi að Grindavík eftir að svæðið var rýmt í gær í kjölfar kvikuhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 3.3.2024 15:52 Endurmeta rýmingu í kvöld Lögreglan á Suðurnesjum hyggst endurmeta aðgengi að rýmdum svæðum í og við Grindavík í kvöld klukkan 19:00. Beðið er eftir því að Veðurstofan vinni úr gögnum af svæðinu. Innlent 3.3.2024 15:33 Hættustig lækkað á tveimur svæðum Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Í ljósi þróunar á virkninni frá því í gær hefur hættustig verið lækkað á tveimur svæðum. Á öðrum svæðum er hættumatið það sama og var í gildi fyrir atburðarás gærkvöldsins. Innlent 3.3.2024 12:14 Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. Innlent 3.3.2024 11:49 Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Innlent 3.3.2024 10:37 Ástandið að verða „eins eðlilegt og getur verið“ Dregið hefur töluvert úr jarðskjálftavirkni yfir nóttina að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Sömuleiðis hefur dregið talsvert úr líkum á eldgosi síðan í gær. Innlent 3.3.2024 08:39 Dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos en ekkert hægt að útiloka Jarðeðlisfræðingur sem flaug yfir svæðið þar sem kvikuhlaupið fór af stað segir enga virkni sjáanlega úr lofti. Hins vegar séu dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos þegar kvika fer af stað. Hegðunin sé svipuð og í fyrri eldgosum en það sé ekkert hægt að útiloka. Innlent 2.3.2024 18:44 Uppfært hættumat Veðurstofa Íslands hefur uppfært nýtt hættumat og fylgir því hættumatskort sem skiptist upp í sjö hættusvæði. Hættan er talin mjög mikil á tveimur þeirra, lengju sem nær frá Klifhólahrauni norðan við Grindavík yfir Sundhnúksgíga og norður að Kálffellsheiði handan við hraunið frá því í desember í fyrra. Innlent 2.3.2024 17:34 Líkur á minna eldgosi Aflögunin sem nú mælist er mun minni en hefur áður mælst í aðdraganda eldgosa. Það gæti bent til þess að minni kvika sé á ferðinni nú en í fyrri eldgosum. Innlent 2.3.2024 17:28 Bein útsending frá skjálftasvæðinu Kvikuhlaup hófst austan Sýlingarfells síðdegis 2. mars síðastliðinn. Talið er að gos sé yfirvofandi á næstu dögum. Innlent 2.3.2024 17:00 Bein útsending frá Reykjanesskaga Kvikuhlaup er hafið skammt frá Sýlingarfelli, rúmum einum kílómetra austan við fellið. Öflug og skyndileg skjálftavirkni er hafin við Stóra-Skógfell og við Sýlingarfell á Reykjanesi. Í fyrri eldgosum á Reykjanesi hafa slíkar hrinur verið undanfari eldgoss. Svæðið í kringum Grindavík hefur verið rýmt. Innlent 2.3.2024 16:55 Fimm til átta hundruð manns í Bláa lóninu Unnið er að því að rýma Grindavík, Bláa lónið og svæðið í kringum Svartsengi vegna þeirrar skjálftavirkni sem tók sig upp á Sundhnúkagígsröðinni um klukkan 16 í dag. Mörg hundruð manns voru í Bláa lóninu þegar viðvörunarlúðrarnir fóru í gang. Innlent 2.3.2024 16:50 Vaktin: Kvikuhlaup skammt frá Sýlingarfelli Kvikuhlaup sem hófst skammt frá Sýlingarfelli um 16 í dag virðist hafa stöðvast í bili þar sem smáskjálftavirkni á svæðinu er hætt. Enn er þó of snemmt að fullyrða að kvikuhlaupinu sé lokið og að ekki komi til eldgoss. Innlent 2.3.2024 16:11 Tíu milljónir rúmmetra af kviku Rólegt hefur verið yfir Reykjanesi í dag. Enn eru þó miklar líkur á að af eldgosi verði og er kerfið tilbúið í gos og heldur kvikumagn áfram að aukast. Innlent 2.3.2024 14:01 „Þetta er komið að þolmörkum“ Líklega mun gjósa á næstu þremur dögum að sögn eldfjallafræðingsins Þorvaldar Þórðarsonar. Hann spáir kraftmiklu eldgosi sem detti hratt niður og endist stutt. Á Veðurstofunni fylgjast sérfræðingar grannt með mælum og vefmyndavélum til að geta brugðist sem hraðast við. Innlent 1.3.2024 20:32 Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. Innlent 1.3.2024 12:03 Grindvíkingar fá forgang í lóðir í Ölfusi Grindvíkingar fá forgang við úthlutun lóða í Ölfusi. Um er að ræða lóðir fyrir allt að 127 íbúðir. Innlent 1.3.2024 10:13 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. Innlent 1.3.2024 09:44 Ekki í boði að þreytast á varnaðarorðum um eldgos Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir enn auknar líkur á eldgosi í og/eða við Svartsengi. Hún segist helst óttast að fólk verði værukært vegna reglulegra frétta af auknum líkum á eldgosi. Innlent 1.3.2024 09:06 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 133 ›
„Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ „Við búum á Þórsgötunni í húsi með fjórum íbúðum og erum þar öll nema dóttirin sem býr í Bandaríkjunum. Þar ætlum við að anda í eitt ár en ég skal alveg viðurkenna að það hefur bjargað okkur alveg sálfræðilega að geta verið svona saman fjölskyldan,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Atvinnulíf 10.3.2024 08:01
Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. Innlent 8.3.2024 17:16
Opnað á sölu húsa í Grindavík Fólk sem vill selja íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík til ríkissjóðs getur nú gert það. Eigendur um níu hundruð íbúða í Grindavík geta nýtt sér úrræði þetta sem fer í gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu. Innlent 8.3.2024 11:53
Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. Innlent 7.3.2024 10:48
„Samræðurnar sem ég hef átt við sumt fólkið eru algjörlega fáránlegar“ Eigendur húss í Grindavík sem eyðilagðist í eldgosinu í janúar þurfa sjálf að hreinsa járn og rusl af húsgrunninum til að geta leyst út förgunargjald frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þau þurfa sárlega á fjármununum að halda til að geta gengið frá kaupum á nýju húsnæði. Bæjaryfirvöld ætlast til þess að lóðin sé hreinsuð en vilja á sama tíma ekki að eigendur séu á staðnum, þar sem Grindavík er skilgreint hættusvæði. Innlent 5.3.2024 13:43
Virknin meiri við Fagradalsfjall en við kvikuganginn Skjálftavirkni yfir kvikuganginum í Svartsengi hefur verið með minnsta móti síðan kvikuhlaupinu lauk á laugardag. Heldur meiri virkni er við Fagradalsfjall en þar hafa mælst um tuttugu skjálftar síðasta sólarhringinn. Innlent 5.3.2024 12:20
Rennsli af kviku svipað og í Elliðaánum Kvika streymir inn undir Svartsengi á svipuðum krafti og Elliðaárnar. Prófessor í jarðeðlisfræði segir hugsanlegt að atburðurinn í þessari lotu á Reykjanesskaga sé hálfnaður. Mikilvægt sé að að skipuleggja umhverfi þannig að þol gegn náttúruvá sé sem mest, meðal annars með því að byggja ekki á svæðum sem útsett eru fyrir hraunrennsli. Innlent 5.3.2024 09:01
Bláa lónið opnað á ný Allar starfsstöðvar Bláa lónsins hafa verið opnaðar á ný eftir lokun og rýmingu síðdegis á laugardag þegar allt benti til þess að eldgos væri yfirvofandi. Innlent 4.3.2024 13:08
Dregur líklega til tíðinda í vikunni Líklegt er að það dragi til tíðinda á ný á Reykjanesi í vikunni að mati Benedikts Ófeigssonar jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Kvikuhólfið undir Svartsengi heldur áfram að fyllast en á morgun verður staðan líklega orðin eins og fyrir síðast kvikuhlaup. Innlent 4.3.2024 12:16
Tíðindalaust á gosstöðvunum Það hefur verið rólegt yfir öllum mælum Veðurstofunnar á gosstöðvunum á Reykjanesi í nótt. Innlent 4.3.2024 07:17
„Við getum búist við að þetta endurtaki sig“ Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast en virkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur minnkað síðan í gær. Jarðeðlisfræðingur segir líkurnar á eldgosi fara minnkandi með tímanum en það geti samt enn gosið. Hann á von á því að kvikuinnskot endurtaki sig á næstu viku eða dögum. Innlent 3.3.2024 23:27
Aflétta rýmingu í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að opna aftur fyrir aðgengi að Grindavík eftir að svæðið var rýmt í gær í kjölfar kvikuhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 3.3.2024 15:52
Endurmeta rýmingu í kvöld Lögreglan á Suðurnesjum hyggst endurmeta aðgengi að rýmdum svæðum í og við Grindavík í kvöld klukkan 19:00. Beðið er eftir því að Veðurstofan vinni úr gögnum af svæðinu. Innlent 3.3.2024 15:33
Hættustig lækkað á tveimur svæðum Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Í ljósi þróunar á virkninni frá því í gær hefur hættustig verið lækkað á tveimur svæðum. Á öðrum svæðum er hættumatið það sama og var í gildi fyrir atburðarás gærkvöldsins. Innlent 3.3.2024 12:14
Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. Innlent 3.3.2024 11:49
Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Innlent 3.3.2024 10:37
Ástandið að verða „eins eðlilegt og getur verið“ Dregið hefur töluvert úr jarðskjálftavirkni yfir nóttina að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Sömuleiðis hefur dregið talsvert úr líkum á eldgosi síðan í gær. Innlent 3.3.2024 08:39
Dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos en ekkert hægt að útiloka Jarðeðlisfræðingur sem flaug yfir svæðið þar sem kvikuhlaupið fór af stað segir enga virkni sjáanlega úr lofti. Hins vegar séu dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos þegar kvika fer af stað. Hegðunin sé svipuð og í fyrri eldgosum en það sé ekkert hægt að útiloka. Innlent 2.3.2024 18:44
Uppfært hættumat Veðurstofa Íslands hefur uppfært nýtt hættumat og fylgir því hættumatskort sem skiptist upp í sjö hættusvæði. Hættan er talin mjög mikil á tveimur þeirra, lengju sem nær frá Klifhólahrauni norðan við Grindavík yfir Sundhnúksgíga og norður að Kálffellsheiði handan við hraunið frá því í desember í fyrra. Innlent 2.3.2024 17:34
Líkur á minna eldgosi Aflögunin sem nú mælist er mun minni en hefur áður mælst í aðdraganda eldgosa. Það gæti bent til þess að minni kvika sé á ferðinni nú en í fyrri eldgosum. Innlent 2.3.2024 17:28
Bein útsending frá skjálftasvæðinu Kvikuhlaup hófst austan Sýlingarfells síðdegis 2. mars síðastliðinn. Talið er að gos sé yfirvofandi á næstu dögum. Innlent 2.3.2024 17:00
Bein útsending frá Reykjanesskaga Kvikuhlaup er hafið skammt frá Sýlingarfelli, rúmum einum kílómetra austan við fellið. Öflug og skyndileg skjálftavirkni er hafin við Stóra-Skógfell og við Sýlingarfell á Reykjanesi. Í fyrri eldgosum á Reykjanesi hafa slíkar hrinur verið undanfari eldgoss. Svæðið í kringum Grindavík hefur verið rýmt. Innlent 2.3.2024 16:55
Fimm til átta hundruð manns í Bláa lóninu Unnið er að því að rýma Grindavík, Bláa lónið og svæðið í kringum Svartsengi vegna þeirrar skjálftavirkni sem tók sig upp á Sundhnúkagígsröðinni um klukkan 16 í dag. Mörg hundruð manns voru í Bláa lóninu þegar viðvörunarlúðrarnir fóru í gang. Innlent 2.3.2024 16:50
Vaktin: Kvikuhlaup skammt frá Sýlingarfelli Kvikuhlaup sem hófst skammt frá Sýlingarfelli um 16 í dag virðist hafa stöðvast í bili þar sem smáskjálftavirkni á svæðinu er hætt. Enn er þó of snemmt að fullyrða að kvikuhlaupinu sé lokið og að ekki komi til eldgoss. Innlent 2.3.2024 16:11
Tíu milljónir rúmmetra af kviku Rólegt hefur verið yfir Reykjanesi í dag. Enn eru þó miklar líkur á að af eldgosi verði og er kerfið tilbúið í gos og heldur kvikumagn áfram að aukast. Innlent 2.3.2024 14:01
„Þetta er komið að þolmörkum“ Líklega mun gjósa á næstu þremur dögum að sögn eldfjallafræðingsins Þorvaldar Þórðarsonar. Hann spáir kraftmiklu eldgosi sem detti hratt niður og endist stutt. Á Veðurstofunni fylgjast sérfræðingar grannt með mælum og vefmyndavélum til að geta brugðist sem hraðast við. Innlent 1.3.2024 20:32
Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. Innlent 1.3.2024 12:03
Grindvíkingar fá forgang í lóðir í Ölfusi Grindvíkingar fá forgang við úthlutun lóða í Ölfusi. Um er að ræða lóðir fyrir allt að 127 íbúðir. Innlent 1.3.2024 10:13
Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. Innlent 1.3.2024 09:44
Ekki í boði að þreytast á varnaðarorðum um eldgos Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir enn auknar líkur á eldgosi í og/eða við Svartsengi. Hún segist helst óttast að fólk verði værukært vegna reglulegra frétta af auknum líkum á eldgosi. Innlent 1.3.2024 09:06