Búseturétthafar í Grindavík losna undan samningum Árni Sæberg skrifar 15. júlí 2024 16:28 Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að styrkja búseturétthafa í Grindavík um 95 prósent af framreiknuðu búseturéttargjaldi þeirra. Búseturétthöfum í um þrjátíu íbúðum í bænum stendur nú til boða að losna undan samningi án uppsagnarfrestar. í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að á undanförnum vikum hafi staðið yfir viðræður milli Fasteignafélagsins Þórkötlu og húsnæðissamvinnufélagsins Búmanna um útfærslu á kaupum á búseturétti í íbúðarhúsnæði Búmanna í Grindavík, í samræmi við ákvæði laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Náðu ekki saman og hringdu í ráðuneytið Þrátt fyrir vilja beggja hafi samningar ekki náðst um kaup félagsins á búseturéttinum. Fasteignafélagið Þórkatla, í samráði við Búmenn, hafi því leitað til fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna málsins þar sem lagt hafi verið til að málefni búseturéttarhafa í Grindavík yrðu leyst með vísan til bráðabirgðaákvæðis laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík, þar sem ráðherra er veitt heimild til þess að styrkja þá búseturéttarhafa sem falla undir gildissvið laganna. Eftir mat á tillögu félagsins hafi fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að búseturéttarhöfum í Grindavík verði veittur styrkur sem nemur 95 prósent af framreiknuðu búseturéttargjaldi búseturéttarhafa, líkt og heimild er fyrir í áðurnefndum lögum. Samhliða því muni Búmenn bjóða búseturétthöfum í Grindavík að segja upp búseturétti sínum án uppsagnarfrests og losna þar með undan þeim langtíma skuldbindingum sem í honum felast. Kostar 275 milljónir króna Í tilkynningu segir að ætlað sé að um þrjátíu íbúðir muni falla undir gildissvið úrræðisins. Samtals sé áætlað að kostnaður nemi um 275 milljónum króna fyrir allar þrjátíu eignirnar. Kostnaður vegna úrræðisins verði fjármagnaður úr ríkissjóði. Fasteignafélagið Þórkatla muni annast samskipti við umsækjendur og þeim búseturéttarhöfum sem kjósa sé bent á að skila inn umsókn í gegnum vef Þórkötlu á island.is. Þá megi búseturéttarhafar sem þegar hafa skilað inn umsókn um kaup til Þórkötlu búast við því að fá sendar nánari upplýsingar í ágúst, en stefnt sé að því að þessi mál komi til framkvæmda seinni hluta ágústmánaðar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að á undanförnum vikum hafi staðið yfir viðræður milli Fasteignafélagsins Þórkötlu og húsnæðissamvinnufélagsins Búmanna um útfærslu á kaupum á búseturétti í íbúðarhúsnæði Búmanna í Grindavík, í samræmi við ákvæði laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Náðu ekki saman og hringdu í ráðuneytið Þrátt fyrir vilja beggja hafi samningar ekki náðst um kaup félagsins á búseturéttinum. Fasteignafélagið Þórkatla, í samráði við Búmenn, hafi því leitað til fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna málsins þar sem lagt hafi verið til að málefni búseturéttarhafa í Grindavík yrðu leyst með vísan til bráðabirgðaákvæðis laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík, þar sem ráðherra er veitt heimild til þess að styrkja þá búseturéttarhafa sem falla undir gildissvið laganna. Eftir mat á tillögu félagsins hafi fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að búseturéttarhöfum í Grindavík verði veittur styrkur sem nemur 95 prósent af framreiknuðu búseturéttargjaldi búseturéttarhafa, líkt og heimild er fyrir í áðurnefndum lögum. Samhliða því muni Búmenn bjóða búseturétthöfum í Grindavík að segja upp búseturétti sínum án uppsagnarfrests og losna þar með undan þeim langtíma skuldbindingum sem í honum felast. Kostar 275 milljónir króna Í tilkynningu segir að ætlað sé að um þrjátíu íbúðir muni falla undir gildissvið úrræðisins. Samtals sé áætlað að kostnaður nemi um 275 milljónum króna fyrir allar þrjátíu eignirnar. Kostnaður vegna úrræðisins verði fjármagnaður úr ríkissjóði. Fasteignafélagið Þórkatla muni annast samskipti við umsækjendur og þeim búseturéttarhöfum sem kjósa sé bent á að skila inn umsókn í gegnum vef Þórkötlu á island.is. Þá megi búseturéttarhafar sem þegar hafa skilað inn umsókn um kaup til Þórkötlu búast við því að fá sendar nánari upplýsingar í ágúst, en stefnt sé að því að þessi mál komi til framkvæmda seinni hluta ágústmánaðar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent