Vonast til að geta stöðvað flæði yfir varnargarð fyrir lok dags Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2024 12:08 Myndin er tekin klukkan 10 í morgun og sést vel hversu vel hefur gengið að stöðva annan tauminn frá í gær. Mynd/Ari Guðmundsson Enn er glóð í gíg eldgossins við Sundhnúk. Hraunflæðið er nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarðana við orkuverið í Svartsengi en síðustu daga hefur runnið nokkuð stöðugt yfir varnargarðinn á nokkrum stöðum. „Það tókst í nótt að kæla annan af tveimur meginstraumunum sem eru enn að renna yfir varnargarðinn. Í morgun var annar straumurinn nánast hættur. Þannig það er einn eftir,“ segir Ari Guðmundsson sviðstjóri hjá verkfræðistofunni Verkís. Hann segir að í nótt hafi einnig verið unnið að því að safna fyllingarefni upp á garðinn. „Til þess að í dag eigum við von á því að ýta því ofan í hinn tauminn. Það er von okkar að fyrir lok dags getum við stoppað það yfirflæði sem hefur verið yfir garðinn.“ Myndin er tekin klukkan 22 í gær af hrauninu sem rennur yfir varnargarðinn.Mynd/Ari Guðmundsson Fyrir innan varnargarðinn er einnig búið að koma fyrir minni varnargarði til að stöðva það hraun sem þegar var þangað komið. Ari segir að hraunið sé komið að honum, en ekki honum öllum. „Það er raunverulega bara svo við missum hraunstrauminn ekki neðar inn á svæðið.“ Ari segir enn nokkra fjarlægð í orkuverið og enga hættu eins og er. Hraunflæðið sé enn nokkuð lítið. „Það er auðvitað töluvert hraun í kerfinu og það er þrýstingur á hraunstraumnum niður eftir. Það hefur áhrif á þetta að það er að renna, eða hefur tilhneigingu til að renna, yfir garðinn,“ segir Ari. Léttir á álagi að hraun renni út á fleiri stöðum Hann segir hraunið renna út á fleiri stöðum, eins og norðan megin við garðinn og það hjálpi til við að létta álagið. Ari segir menn orðna nokkuð vana að vinna í návígi við hraunið en það sé alltaf gætt að fyllst öryggi. „Þetta er auðvitað reynsla sem safnast upp í hópnum sem við erum að nýta.“ Hraunið rennur stöðugt.Mynd/Ari Guðmundsson Fram undan í dag er að halda áfram hraunkælingu og reyna að stöðva tauminn sem enn rennur yfir. „Við erum enn þá að kæla. Þó þetta sé nánast alveg stopp annar taumurinn viljum við tryggja örugglega að hann fari ekki af stað aftur. Við kælum enn og meira þetta svæði í dag.“ Hann segir erfiðara að koma kælibúnaði að hinum taumnum. „Þess vegna ætlum við að safna fyllingarefni þar og eigum von á því í dag að við verðumkomin með nægt fyllingarefni upp að til þess að geta ýtt ofan í strauminn og stíflað hann með þeim hætti.“ Slökkvilið dælir vatni á hraunið.Mynd/Ari Guðmundsson Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Enn glóð í gígnum og unnið að hraunkælingu Enn er glóð í gígnum í eldgosinu við Sundhnúk. Órói hefur minnkað en hraunflæðið virðist nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarða. 22. júní 2024 08:02 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
„Það tókst í nótt að kæla annan af tveimur meginstraumunum sem eru enn að renna yfir varnargarðinn. Í morgun var annar straumurinn nánast hættur. Þannig það er einn eftir,“ segir Ari Guðmundsson sviðstjóri hjá verkfræðistofunni Verkís. Hann segir að í nótt hafi einnig verið unnið að því að safna fyllingarefni upp á garðinn. „Til þess að í dag eigum við von á því að ýta því ofan í hinn tauminn. Það er von okkar að fyrir lok dags getum við stoppað það yfirflæði sem hefur verið yfir garðinn.“ Myndin er tekin klukkan 22 í gær af hrauninu sem rennur yfir varnargarðinn.Mynd/Ari Guðmundsson Fyrir innan varnargarðinn er einnig búið að koma fyrir minni varnargarði til að stöðva það hraun sem þegar var þangað komið. Ari segir að hraunið sé komið að honum, en ekki honum öllum. „Það er raunverulega bara svo við missum hraunstrauminn ekki neðar inn á svæðið.“ Ari segir enn nokkra fjarlægð í orkuverið og enga hættu eins og er. Hraunflæðið sé enn nokkuð lítið. „Það er auðvitað töluvert hraun í kerfinu og það er þrýstingur á hraunstraumnum niður eftir. Það hefur áhrif á þetta að það er að renna, eða hefur tilhneigingu til að renna, yfir garðinn,“ segir Ari. Léttir á álagi að hraun renni út á fleiri stöðum Hann segir hraunið renna út á fleiri stöðum, eins og norðan megin við garðinn og það hjálpi til við að létta álagið. Ari segir menn orðna nokkuð vana að vinna í návígi við hraunið en það sé alltaf gætt að fyllst öryggi. „Þetta er auðvitað reynsla sem safnast upp í hópnum sem við erum að nýta.“ Hraunið rennur stöðugt.Mynd/Ari Guðmundsson Fram undan í dag er að halda áfram hraunkælingu og reyna að stöðva tauminn sem enn rennur yfir. „Við erum enn þá að kæla. Þó þetta sé nánast alveg stopp annar taumurinn viljum við tryggja örugglega að hann fari ekki af stað aftur. Við kælum enn og meira þetta svæði í dag.“ Hann segir erfiðara að koma kælibúnaði að hinum taumnum. „Þess vegna ætlum við að safna fyllingarefni þar og eigum von á því í dag að við verðumkomin með nægt fyllingarefni upp að til þess að geta ýtt ofan í strauminn og stíflað hann með þeim hætti.“ Slökkvilið dælir vatni á hraunið.Mynd/Ari Guðmundsson
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Enn glóð í gígnum og unnið að hraunkælingu Enn er glóð í gígnum í eldgosinu við Sundhnúk. Órói hefur minnkað en hraunflæðið virðist nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarða. 22. júní 2024 08:02 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Enn glóð í gígnum og unnið að hraunkælingu Enn er glóð í gígnum í eldgosinu við Sundhnúk. Órói hefur minnkað en hraunflæðið virðist nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarða. 22. júní 2024 08:02