Segja Grindavík alls ekki ónýta og vilja hleypa fólki inn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júlí 2024 15:53 Þormar og Ómar segja stóran meirihluta bygginga í bænum óskemmdan. Vísir/Samsett Grindvíkingarnir Ómar Davíð Ólafsson og Þormar Ómarsson sem reka báðir fyrirtæki í Grindavík segja bæinn miklu heillegri en almenningur haldi. Þeir hvetja yfirvöld til að fjarlægja lokunarpósta og hleypa fólki inn í bæinn. Ómar sem rekur vélsmiðju í Grindavík segir sjávarútveginn ekki á leið úr bænum. Staðan í Grindavík sé miklu betri en landsmenn halda og stór hluti bæjarins óskemmdur. „Í fyrsta lagi eru sjávarútvegsfyrirtækin ekki að fara. Í öðru lagi er þetta spurning um hvernig þú lítur á þetta. Hvort þú ert með glasið hálffullt eða hálftómt. Við sjáum tækifæri þegar hægist á náttúrunni og við getum farið að byggja aftur upp. Við höfum verið að kalla eftir því líka núna að við förum að pjakka í sprungur. Af því að bærinn er tiltölulega heill,“ segir Ómar. „Áttatíu prósent af húsum í Grindavík eru í lagi. Það er búið að setja þetta jarðskönnunarverkefni í gang og allir vesturhluti bæjarins er bara stráheill. Þetta vita landsmenn til dæmis ekki. Ég tala við fólk sem býr úti á landi og það halda allir að Grindavík sé ónýt sem hún er bara alls ekki,“ bætir hann við. Girða sprungurnar af og opna inn Ómar segir tímann til kominn að hleypa fólki inn í bæinn og sér jafnvel tækifæri í að selja bæinn sem áfangastað eldgosaferðamanna. Fólk vilji sjá hvernig ástatt sé í bænum. „Það sem við erum búnir að kalla eftir núna er að opna lokunarpóstana. Hleypum fólki inn í bæinn, fáum túristana og landsmenn og leyfum fólki að koma að sjá. Girðum bara af þessar sprungur og opnum bæinn. Þannig hleypum við súrefni til fyrirtækjanna,“ segir Ómar. Þormar,annar eigenda Papa's Pizzeria í Grindavík, sér bjarta framtíð fyrir sér í bænum. Hann spáir því að bærinn verði fullur af fólki á nýjan leik eftir fjögur til fimm ár, þó það komi kannski til með að vera nýtt fólk. „Það eru tvö ár eftir af forgangsréttinum, þá fara menn að reyna að selja húsin eða leigja þau út. Ég hugsa að það taki tvö ár, kannski þrjú. Eftir svona fjögur til fimm ár verður þessi bær fullur af fólki aftur. Það verður kannski áttatíu prósent nýtt fólk,“ segir hann. Svarta myndin af bænum eigi sér ekki stoð „Því betur sem okkur gengur að hafa bæinn opinn og líf í verslun og þjónustu þá verður bærinn meira aðlaðandi,“ bætir hann við. Þormar segist vilja koma þeim skilaboðum til landsmanna að sú svarta mynd sem máluð hefur verið upp af bænum eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. Hann sé búsettur í Grindavík um þessar mundir og uni sér vel þar. Hann hvetur landsmenn einnig til að bóka tíma í golfi á golfvellinum þar í bæ sem er opinn þrátt fyrir smávægilegar sprungur hér og þar. Hann segist einnig vera vonsvikinn út í þingmenn Suðurkjördæmis sem honum finnst ekki sinna grindvísku atvinnulífi nægilega. „Aðstæður fólks og fyrirtækja eru mismunandi. Það eru fyrirtæki þarna sem eru í vandræðum, geta ekki verið án fólks. Mér finnst að þingmennirnir okkar í Suðurkjördæmi. Þeir mættu sýna þessu meiri áhuga. Þetta er leiðindamál. Menn nenna ekki að ræða þetta, komnir með leið á þessu. En það er ekkert búið að leysa öll vandamál,“ segir hann. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Atvinnurekendur Verslun Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Sjá meira
Ómar sem rekur vélsmiðju í Grindavík segir sjávarútveginn ekki á leið úr bænum. Staðan í Grindavík sé miklu betri en landsmenn halda og stór hluti bæjarins óskemmdur. „Í fyrsta lagi eru sjávarútvegsfyrirtækin ekki að fara. Í öðru lagi er þetta spurning um hvernig þú lítur á þetta. Hvort þú ert með glasið hálffullt eða hálftómt. Við sjáum tækifæri þegar hægist á náttúrunni og við getum farið að byggja aftur upp. Við höfum verið að kalla eftir því líka núna að við förum að pjakka í sprungur. Af því að bærinn er tiltölulega heill,“ segir Ómar. „Áttatíu prósent af húsum í Grindavík eru í lagi. Það er búið að setja þetta jarðskönnunarverkefni í gang og allir vesturhluti bæjarins er bara stráheill. Þetta vita landsmenn til dæmis ekki. Ég tala við fólk sem býr úti á landi og það halda allir að Grindavík sé ónýt sem hún er bara alls ekki,“ bætir hann við. Girða sprungurnar af og opna inn Ómar segir tímann til kominn að hleypa fólki inn í bæinn og sér jafnvel tækifæri í að selja bæinn sem áfangastað eldgosaferðamanna. Fólk vilji sjá hvernig ástatt sé í bænum. „Það sem við erum búnir að kalla eftir núna er að opna lokunarpóstana. Hleypum fólki inn í bæinn, fáum túristana og landsmenn og leyfum fólki að koma að sjá. Girðum bara af þessar sprungur og opnum bæinn. Þannig hleypum við súrefni til fyrirtækjanna,“ segir Ómar. Þormar,annar eigenda Papa's Pizzeria í Grindavík, sér bjarta framtíð fyrir sér í bænum. Hann spáir því að bærinn verði fullur af fólki á nýjan leik eftir fjögur til fimm ár, þó það komi kannski til með að vera nýtt fólk. „Það eru tvö ár eftir af forgangsréttinum, þá fara menn að reyna að selja húsin eða leigja þau út. Ég hugsa að það taki tvö ár, kannski þrjú. Eftir svona fjögur til fimm ár verður þessi bær fullur af fólki aftur. Það verður kannski áttatíu prósent nýtt fólk,“ segir hann. Svarta myndin af bænum eigi sér ekki stoð „Því betur sem okkur gengur að hafa bæinn opinn og líf í verslun og þjónustu þá verður bærinn meira aðlaðandi,“ bætir hann við. Þormar segist vilja koma þeim skilaboðum til landsmanna að sú svarta mynd sem máluð hefur verið upp af bænum eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. Hann sé búsettur í Grindavík um þessar mundir og uni sér vel þar. Hann hvetur landsmenn einnig til að bóka tíma í golfi á golfvellinum þar í bæ sem er opinn þrátt fyrir smávægilegar sprungur hér og þar. Hann segist einnig vera vonsvikinn út í þingmenn Suðurkjördæmis sem honum finnst ekki sinna grindvísku atvinnulífi nægilega. „Aðstæður fólks og fyrirtækja eru mismunandi. Það eru fyrirtæki þarna sem eru í vandræðum, geta ekki verið án fólks. Mér finnst að þingmennirnir okkar í Suðurkjördæmi. Þeir mættu sýna þessu meiri áhuga. Þetta er leiðindamál. Menn nenna ekki að ræða þetta, komnir með leið á þessu. En það er ekkert búið að leysa öll vandamál,“ segir hann.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Atvinnurekendur Verslun Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Sjá meira