Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Almenningi áfram bannað að nálgast eldstöðina

Eyjafjallajökull er enn að þenjast út og meðan svo er verður fólki áfram bannað að nálgast gosstöðvarnar, segir sýslumaður Rangæinga og yfirmaður almannavarna á svæðinu. Yfirvöld eru þó að skoða hvort unnt sé að veita almenningi betri aðgang að svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hraunfossinn stórkostlegt náttúrufyrirbæri

Stórfenglegt náttúrufyrirbæri, glóandi hraunfoss, um tvöhundruð metra hár, sést nú á eldsstöðvunum í Eyjafjallajökli þegar hrauneðjan steypist niður í hið hrikalega Hrunagil við Heljarkamb.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn skoða gosið

Þingmenn Suðurkjördæmis eru að fara upp á Fimmvörðuháls að skoða eldgosið í Eyjafjallajökli. Fjölmargir hafa farið þangað í dag en Landsbjörg býst við því að margir muni fara að skoða gosið næstu daga og um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Vísindamenn komnir að eldstöðinni

Vísindamenn komust fyrir stundu upp að gosinu á Fimmvörðuhálsi og eru nú að taka sýni. Óróinn undir gosstöðvunum var heldur meiri í nótt en í gærdag þannig að gosvirknin er ekki að minnka.

Innlent
Fréttamynd

Vefmyndavélar vakta eldfjallið

Fjarskiptafyrirtækið Míla hefur sett upp tvær myndbands­tökuvélar í nánd við gossvæðið á Fimmvörðuhálsi og opnað fyrir beina útsendingu í gegnum vefsíðu fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Um tugur jarðskjálfta undir Eyjafjallajökli

Um tugur jarðskjálfta hafa mælst undir Eyjafjallajökli frá miðnætti en þeir hafa allir verið minni en 2 að stærð. Almannavarnanefnd lögreglustjórans á Hvolsvelli fundar með Vísindamönnum kukkan fjögur í dag. Ekkert hefur verið flogið yfir eldstöðarnar í dag vegna veðurs.

Innlent
Fréttamynd

Vilja hleypa ferðamönnum að gosinu

„Það gengur vel, núna erum við að skoða aðgengi ferðmanna að svæðinu og hvernig má gera það betra,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna, en stefnt er að því að hleypa ferðamönnum nálægt gosinu til þess að skoða það. Ef öryggið verður tryggt þá er það mögulegt að sögn Víðis.

Innlent
Fréttamynd

Eldgosið eyðilagði heimsmetstilraun

Eldgosið við Fimmvörðuháls eyðilagði aðra af tveimur heimsmetstilraunum svissneska flugmannsins Riccardo Mortara. Mortara hugðist slá met ævintýramannsins Steves Fossett með því að fljúga hringinn í kringum hnöttinn á innan við 67 klukkustundum.

Lífið
Fréttamynd

Buguðu foreldrarnir

Um daginn var frétt í þessu ágæta blaði um konu sem var gífurlega ósátt við að komast ekki með níu mánaða barn sitt á háværa teknóglaða Latabæjarhátíð nema að borga miðann fullu verði. Þessi frétt leiddi huga minn að þeirri algengu tilhneigingu íslenskra foreldra til að fara með kornung börn út um allar trissur vegna einhvers konar skandinavískrar hippafílósófíu þar sem börnin eiga að ráða öllu. Þessi tilhneiging er stundum einkar óviðeigandi og bæði tillitslaus við stórt fólk og smátt.

Bakþankar
Fréttamynd

Allir í viðbragðsstöðu

„Það eru allir í viðbragðsstöðu,“ sagði Agnar Már Agnarsson, bóndi í Hallgeirseyjarhjáleigu í Austur-Landeyjum, þegar Fréttablaðið spurði hann um búfjárhald nærri gosstöðvunum.

Innlent
Fréttamynd

Gosið á Fimmvörðuhálsi í dag - myndskeið

Þrátt fyrir að vera lítið á mælikvarða íslenska hálendisins er hraungosið á Fimmvörðuhálsi mikið sjónarspil. Sigríður Mogensen, fréttamaður Stöðvar 2, og myndatökumaðurinn Egill Aðalsteinsson flugu yfir svæðið eftir hádegi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Krafturinn fer vaxandi

Gosið á Fimmvörðuhálsi hefur færst í aukana í dag. Hraunbreiðan á hálsinum hefur tvöfaldast frá því í gær. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Hann á von á því að gosið haldi áfram næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Íbúar fá að snúa heim - rýmingu aflétt

Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, segir að rýmingu hafi verið aflétt og að íbúar sem þurftu að yfirgefa hús sín eftir að eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi fái að snúa heim. Þetta var á ákveðið á fundi almannavarnarnefndar í dag. Eigendur sumarhúsa á svæðinu eru beðnir um að vera ekki í húsunum. „Við munum hins vegar auka löggæslueftirlit þannig að við verðum fljótir að bregðast við eitthvað kemur upp á.“

Innlent
Fréttamynd

Fréttamaður í miðju öskufallinu nálægt Fimmvörðuhálsinum

„Ég er kominn upp á Fimmvörðuháls við Baldvinsskála. Öskustrókurinn er yfir okkur, við erum í öskufalli en snjórinn er orðinn grár,“ sagði Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar tvö sem var staddur aðeins örfáum kílómetrum fyrir neðan gosið í Eyjafjallajökli. Strókarnir eru um einum kílómeter frá Fimmvörðuhálsinum sjálfum.

Innlent
Fréttamynd

Var illa við að skilja dýrin eftir á bænum

„Auðvitað bregður manni fyrst en við urðum strax rórri þegar okkur var tjáð að þetta væri lítið gos,“ segir Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi í Hvítanesi í Vestur-Landeyjum, þegar henni var tilkynnt að byrjað væri að gjósa.

Innlent
Fréttamynd

Tengsl gosa í Eyjafjallajökli við Kötlugos

„Það hefur ekki gosið á Fimmvörðuhálsi í fleiri þúsund ár, og ekki hægt að skýra af hverju gýs þarna núna en ekki beint þaðan sem kvikan safnast saman undir háfjallinu,“ segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. „Það eru gossprungur bæði vestan og austan úr Eyjafjallajökli, fyrir ofan Seljalandsfoss og þar sem gýs núna. Fjallið er jú um 700 þúsund ára gamalt þannig að gríðarlegur fjöldi gosa hefur komið upp á svæðinu. Bæði í háfjallinu og sprungunum í hlíðum þess.“ Að minnsta kosti þrjár gossprungur liggja um Fimmvörðuháls, en sú sem nú gýs liggur öðruvísi en hinar tvær.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er helvíti gaman

„Þetta er bara helvíti gaman,“ sagði Gabríel Björnsson, fjórtán ára, sem þurfti að verja aðfaranótt sunnudags í fjöldahjálparmiðstöðinni í grunnskólanum á Hvolsvelli. Hann var vakinn með þeim fregnum að gos væri hafið og þurfti undir eins að yfirgefa bæinn Lindartún í Vestur-Landeyjum ásamt fjölskyldu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Eldgosið ekki í rénun

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi er ekki í rénun, sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í rannsóknarflugi með flugvél Landhelgisgæslunnar

Innlent
Fréttamynd

Hvetur menn til að passa upp á dýrin

„Það sem maður hefur verið að leggja til við bændur í dag er að það reyni hver fyrir sig að vera með eigin athuganir," segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir.

Innlent
Fréttamynd

Segir eldgosið ekki koma á óvart

Búast má við því að mikið flúóríð og brennisteinskoltvísýringur fari í loftið vegna eldgossins. Þannig geti loftslagið breyst um tíma, segir Henning Andersen, danskur jarðfræðingur, í samtali við Danmarks Radio.

Innlent