Klukkan 21:15 í kvöld varð jarðskjálfti að stærð 3,5 rétt norðaustan við Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið og samkvæmt tilkynningu fannst hann vel í bænum.
Jarðskjálfti að stærð 3,5 fannst vel í Grindavík
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
