Flóðbylgjuviðvörun eftir skjálfta 7,9 að stærð við Alaska Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2018 09:56 Skjálftinn varð á tíu kílómetra dýpi. USGS Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Alaska og allri vesturströnd Kanada vegna gríðarmikils skjálfta, 7,9 að stærð, sem varð suður af strönd Alaska í morgun. Viðvörunin var afturkölluð um klukkan 13 að íslenskum tíma. Á síðu Bandarísku jarðfræðistofnunarinnar (USGS) segir að upptök skjálftans hafi verið 278 kílómetrum suðaustur af Kodiak og á tíu kílómetra dýpi. Skjálftinn varð klukkan 9:31 að íslenskum tíma, eða um hálf eitt að nóttu til að staðartíma. Fólk á hættusvæðum, eins og á Kodiak, var hvatt til að halda inn til landsins, og halda þar kyrru fyrir. A Tsunami Watch is in effect for California, the Coast from the Cal/Mexico Boarder to the Oregon/Cal Border including the San Francisco Bay. Updates will be provided as soon as we have them#CAwx— NWS Bay Area (@NWSBayArea) January 23, 2018 Vel er fylgst með gangi mögulegum áhrifum skjálftans bæði í Bresku Kólumbíu, Alaska og víða annars staðar í norðanverðu Kyrrahafi og var fólk hvatt til að leita til fjalla af ótta við flóðbylgju. Öflugasti skjálftinn frá 1965Skjálftinn er sá öflugasti í eða við Alaska frá árinu 1986 þegar skjálfti 8,0 að stærð reið yfir. Þann 27. mars 1964, varð skjálfti 9,2 að stærð, sem varð 139 manns að bana vegna flóðbylgju og þegar byggingar eyðilögðust. Fjölmiðlar í Alaska segja að víða hafi fundist fyrir skjálftanum. Kodiak er stærsti bærinn á samnefndri eyju, en árið 2010 bjuggu þar um 13.400 manns.Að neðan má sjá tíst fréttamanns fjölmiðils í Alaska. Just called the Kodiak police departmentUnprompted: "If this is about the tsunami, going to ask you to get to higher ground.""Can you talk to a reporter?" "Keith, do we have time for a reporter right now." "No""We're going to have to call you back. Lives at stake."— Nat Herz (@Nat_Herz) January 23, 2018 Varað hefur verið við að fyrstu bylgjurnar kunni að skella á Alaska um klukkan tvö að staðartíma, eða ellefu að íslenskum tíma. A #tsunami warning is in effect for the outer coast of SE #Alaska. First waves may arrive around 2:00 AM, according to Tsunami Warning Center. Further updates may be found at https://t.co/FIgKd7XW5Y or via NOAA wx radio. #akwx— NWS Juneau (@NWSJuneau) January 23, 2018 Tue Jan 23 09:38:01 UTC 2018 event picture pic.twitter.com/AHbKZ8xPuJ— NWS Tsunami Alerts (@NWS_NTWC) January 23, 2018 Upphaflega mældist styrkur skjálftans 8,2, en á síðu USGS hefur styrkurinn nú verið lækkaður í 7,9. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá öflugasti 5,0 að stærð.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:42. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Alaska og allri vesturströnd Kanada vegna gríðarmikils skjálfta, 7,9 að stærð, sem varð suður af strönd Alaska í morgun. Viðvörunin var afturkölluð um klukkan 13 að íslenskum tíma. Á síðu Bandarísku jarðfræðistofnunarinnar (USGS) segir að upptök skjálftans hafi verið 278 kílómetrum suðaustur af Kodiak og á tíu kílómetra dýpi. Skjálftinn varð klukkan 9:31 að íslenskum tíma, eða um hálf eitt að nóttu til að staðartíma. Fólk á hættusvæðum, eins og á Kodiak, var hvatt til að halda inn til landsins, og halda þar kyrru fyrir. A Tsunami Watch is in effect for California, the Coast from the Cal/Mexico Boarder to the Oregon/Cal Border including the San Francisco Bay. Updates will be provided as soon as we have them#CAwx— NWS Bay Area (@NWSBayArea) January 23, 2018 Vel er fylgst með gangi mögulegum áhrifum skjálftans bæði í Bresku Kólumbíu, Alaska og víða annars staðar í norðanverðu Kyrrahafi og var fólk hvatt til að leita til fjalla af ótta við flóðbylgju. Öflugasti skjálftinn frá 1965Skjálftinn er sá öflugasti í eða við Alaska frá árinu 1986 þegar skjálfti 8,0 að stærð reið yfir. Þann 27. mars 1964, varð skjálfti 9,2 að stærð, sem varð 139 manns að bana vegna flóðbylgju og þegar byggingar eyðilögðust. Fjölmiðlar í Alaska segja að víða hafi fundist fyrir skjálftanum. Kodiak er stærsti bærinn á samnefndri eyju, en árið 2010 bjuggu þar um 13.400 manns.Að neðan má sjá tíst fréttamanns fjölmiðils í Alaska. Just called the Kodiak police departmentUnprompted: "If this is about the tsunami, going to ask you to get to higher ground.""Can you talk to a reporter?" "Keith, do we have time for a reporter right now." "No""We're going to have to call you back. Lives at stake."— Nat Herz (@Nat_Herz) January 23, 2018 Varað hefur verið við að fyrstu bylgjurnar kunni að skella á Alaska um klukkan tvö að staðartíma, eða ellefu að íslenskum tíma. A #tsunami warning is in effect for the outer coast of SE #Alaska. First waves may arrive around 2:00 AM, according to Tsunami Warning Center. Further updates may be found at https://t.co/FIgKd7XW5Y or via NOAA wx radio. #akwx— NWS Juneau (@NWSJuneau) January 23, 2018 Tue Jan 23 09:38:01 UTC 2018 event picture pic.twitter.com/AHbKZ8xPuJ— NWS Tsunami Alerts (@NWS_NTWC) January 23, 2018 Upphaflega mældist styrkur skjálftans 8,2, en á síðu USGS hefur styrkurinn nú verið lækkaður í 7,9. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá öflugasti 5,0 að stærð.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:42.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira