Innlent

Jarðskjálfti að stærð 4,1 í Bárðarbungu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bárðarbunga. Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að engin merki séu um gosóróa.
Bárðarbunga. Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að engin merki séu um gosóróa. Vísir/Magnús Tumi
Jarðskjálfti að stærð 4,1 varð í Bárðarbungu í gærkvöldi, á Þorláksmessu, klukkan 23:28. Varð skjálftinn í norðanverðri öskjunni.

Hafa fáir eftirskjálftar fylgt í kjölfarið og samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem send var í nótt eru engin merki um gosóróa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×