Herinn varar við stríði á Gaza verði ekki gerðar breytingar Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2019 23:00 240 eldflaugar og sprengjur voru skotnar niður með loftvarnarkerfi ísrael. AP/Ariel Schalit Her Ísraels varar við því að komið gæti til stríðs á Gaza á næstu vikum verði ekki gripið til breytinga til að bæta hag íbúa þar. Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. Þá kom fram að hernum hefði verið skipað að binda enda á átökin fyrir hátíðir í Ísrael og Eurovision. 25 Palestínumenn og fjórir Ísraelsmenn féllu í átökum um helgina, samkvæmt BBC, sem voru þau umfangsmestu í áraraðir. Ísraelsher segir að 690 eldflaugum og sprengjum hafi verið skotið að suðurhluta Ísrael og þar af hafi 240 verið skotnar niður. Ísraelsmenn segjast hafa gert árásir á 350 skotmörk á Gasa.Times of Israel segir fregnir hafa borist af viðleitni hersins til að bæta aðbúnað íbúa Gaza en ríkisstjórn Ísraels hafi ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og starfandi varnarmálaráðherra, hikað. Meðlimir ríkisstjórnarinnar vilji ekki líta út fyrir að sýna hryðjuverkamönnum linkind og sérstaklega í ljósi þess að Hamas-liðar haldi ísraelskum gíslum og líkamsleifum hermanna.Herinn sagði einnig að um helgina hafi ríkisstjórn Netanyahu skipað hernum að bregðast við eldflaugaárásum af hörku en halda þó aftur af sér til að koma í veg fyrir stríð. Binda ætti enda á átökin í fyrir komandi hátíðir og Eurovision í næstu viku. Ráðherrar hafa þó sagt að hátíðarnar og söngvakeppnin hafi ekki komið að stefnumótun. Einn ráðherra, sem er í þjóðaröryggisráði Ísrael, sagði blaðamannafund hersins hafa komið ríkisstjórninni á óvart og að ummæli sem þar hafi verið látin falla séu ekki í takt við raunveruleikann. Herinn sé að reyna að koma sök á ríkisstjórnina. Samkvæmt TOI hófust átök helgarinnar á föstudaginn með því að meðlimir samtakanna Islamic Jihad, sem studd eru af Íran, skutu á ísraelska hermenn. Í kjölfar þess að gerði ísraelski herinn loftárás á eftirlitsstöð Hamas og felldi þar Hamas-liða. Á lagardagsmorgun hófu Hamas og Islamic Jihad eldflauga- og sprengjuvörpuárásir á Ísrael. Gerðar voru fjölmargar árásir á afmörkuð svæði Ísrael á skömmum tíma með því markmiði að koma skotum í gegnum loftvarnarkerfi Ísrael, sem kallast Iron Dome, og Hamas liðar segja það hafa heppnast. Gasa Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Her Ísraels varar við því að komið gæti til stríðs á Gaza á næstu vikum verði ekki gripið til breytinga til að bæta hag íbúa þar. Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. Þá kom fram að hernum hefði verið skipað að binda enda á átökin fyrir hátíðir í Ísrael og Eurovision. 25 Palestínumenn og fjórir Ísraelsmenn féllu í átökum um helgina, samkvæmt BBC, sem voru þau umfangsmestu í áraraðir. Ísraelsher segir að 690 eldflaugum og sprengjum hafi verið skotið að suðurhluta Ísrael og þar af hafi 240 verið skotnar niður. Ísraelsmenn segjast hafa gert árásir á 350 skotmörk á Gasa.Times of Israel segir fregnir hafa borist af viðleitni hersins til að bæta aðbúnað íbúa Gaza en ríkisstjórn Ísraels hafi ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og starfandi varnarmálaráðherra, hikað. Meðlimir ríkisstjórnarinnar vilji ekki líta út fyrir að sýna hryðjuverkamönnum linkind og sérstaklega í ljósi þess að Hamas-liðar haldi ísraelskum gíslum og líkamsleifum hermanna.Herinn sagði einnig að um helgina hafi ríkisstjórn Netanyahu skipað hernum að bregðast við eldflaugaárásum af hörku en halda þó aftur af sér til að koma í veg fyrir stríð. Binda ætti enda á átökin í fyrir komandi hátíðir og Eurovision í næstu viku. Ráðherrar hafa þó sagt að hátíðarnar og söngvakeppnin hafi ekki komið að stefnumótun. Einn ráðherra, sem er í þjóðaröryggisráði Ísrael, sagði blaðamannafund hersins hafa komið ríkisstjórninni á óvart og að ummæli sem þar hafi verið látin falla séu ekki í takt við raunveruleikann. Herinn sé að reyna að koma sök á ríkisstjórnina. Samkvæmt TOI hófust átök helgarinnar á föstudaginn með því að meðlimir samtakanna Islamic Jihad, sem studd eru af Íran, skutu á ísraelska hermenn. Í kjölfar þess að gerði ísraelski herinn loftárás á eftirlitsstöð Hamas og felldi þar Hamas-liða. Á lagardagsmorgun hófu Hamas og Islamic Jihad eldflauga- og sprengjuvörpuárásir á Ísrael. Gerðar voru fjölmargar árásir á afmörkuð svæði Ísrael á skömmum tíma með því markmiði að koma skotum í gegnum loftvarnarkerfi Ísrael, sem kallast Iron Dome, og Hamas liðar segja það hafa heppnast.
Gasa Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19
Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57