Vilja alþjóðlegan dómstól til að rétta yfir ISIS-liðum Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2019 14:45 Þúsundir ISIS-liða, fjölskyldumeðlimir þeirra og stuðningsmenn hafa gefist upp í og nærri Baghouz í Sýrlandi. AP/Felipe Dana Sýrlenskir Kúrdar vilja að myndaður verði alþjóðadómstóll sem nota megi til að rétta yfir vígamönnum Íslamska ríkisins. Syrian Democratic Forces, regnhlífarsamtök Kúrda og bandamanna þeirra í norðausturhluta Sýrlands, eru með þúsundir ISIS-liða í haldi og þar af eru um þúsund erlendir vígamenn. Þúsundir ISIS-liða, fjölskyldumeðlimir þeirra og stuðningsmenn hafa gefist upp í og nærri Baghouz í Sýrlandi. Það var síðasti bær kalífadæmis Íslamska ríkisins en féll í hendur SDF í síðustu viku. AFP fréttaveitan hafði eftir embættismönnum um helgina að rúmlega níu þúsund erlendir aðilar væru í haldi SDF. Þar af væru fjölmörg börn vígamanna og eiginkonur þeirra. Öllu þessu fólki er haldið í sérstökum búðum í norðurhluta Sýrlands. Aðstæður þar eru þó verulega slæmar og hafa versnað til muna á síðustu vikum. Kúdar eiga erfitt með að útvega þessu fólki nauðsynjar. Búðirnar voru byggðar með tuttugu þúsund manns í huga en þar eru nú um 70 þúsund manns.Hafa ekki burði til að rétta yfir vígamönnum Yfirvöld Kúrda segja nauðsynlegt að mynda alþjóðadómstól til að rétta fyrir vígamönnunum. Kúrdar stjórna stórum hluta Sýrlands en eru ekki viðurkenndi af öðrum ríkjum og hafa ekki burði til að rétta yfir né fangelsa vígamenn til lengri tíma. Því þurfi sérstakan dómstól svo hægt sé að tryggja þeim réttlæt réttarhöld í samræmi við alþjóðalög og mannréttindi. Í samtali við BBC sagði Abdul Karim, yfirmaður utanríkismála sýrlenskra Kúrda að það að svo fá ríki hafi viljað taka á móti ríkisborgurum sínum sem gengu til liðs við ISIS hafi gert Kúrdum erfiðara fyrir. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að forsvarsmenn heimaríkja þessa manna og kvenna óttast að taka við þeim. Sú helsta er að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þar að auki er stundum ómögulegt að opinbera sönnunargögn sem hafa verið fengin með njósnum eða öðrum hætti, þar sem slíkar uppljóstranir gætu komið upp um heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi.Kúrdar sitja uppi með vandann Þetta hefur valdið Kúrdum verulegum vonbrigðum sem kvarta yfir því að þeir sitji uppi með mikinn kostnað og vandræði og engin virðist vita hvað eigi að gera við þetta fólk. Abdul Karim segir hættulegt að skilja ISIS-liða eftir á þessu óstöðuga svæði þar sem yfirvöld eiga erfitt með að halda þeim. Þar að auki sé ótækt að yfirgefa börn í höndum þessa fólks. Þau hafi fæðst inn í skaðsama hugmyndafræði og að halda þeim innan þeirrar hugmyndafræði muni leiða til vandræða seinna meir. Erindreki Bandaríkjanna gagnvart Sýrlandi sagði BBC þó að ekki væri verið að íhuga alþjóðlegan dómstól til að rétta yfir ISIS-liðum og sérfræðingar sem blaðamenn ræddu við sögðu það óraunhæft. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Baráttunni gegn ISIS „alls ekki lokið“ Paul LaCamera, æðsti hershöfðingi bandalagsins gegn Íslamska ríkinu, segir það sögulegan áfanga að hafa sigrað kalífadæmi ISIS. 23. mars 2019 19:45 ISIS-liðar gefast upp í massavís Vígamenn Íslamska ríkisins gefast nú upp í hundraðatali í Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis hryðjuverkasamtakanna. 12. mars 2019 23:00 Hvíta húsið segir kalífadæmi ISIS heyra sögunni til Enn standa þó yfir stakir bardagar á milli ISIS-liða og sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í austurhluta Sýrlands. 22. mars 2019 16:54 „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. 24. febrúar 2019 08:54 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar vilja að myndaður verði alþjóðadómstóll sem nota megi til að rétta yfir vígamönnum Íslamska ríkisins. Syrian Democratic Forces, regnhlífarsamtök Kúrda og bandamanna þeirra í norðausturhluta Sýrlands, eru með þúsundir ISIS-liða í haldi og þar af eru um þúsund erlendir vígamenn. Þúsundir ISIS-liða, fjölskyldumeðlimir þeirra og stuðningsmenn hafa gefist upp í og nærri Baghouz í Sýrlandi. Það var síðasti bær kalífadæmis Íslamska ríkisins en féll í hendur SDF í síðustu viku. AFP fréttaveitan hafði eftir embættismönnum um helgina að rúmlega níu þúsund erlendir aðilar væru í haldi SDF. Þar af væru fjölmörg börn vígamanna og eiginkonur þeirra. Öllu þessu fólki er haldið í sérstökum búðum í norðurhluta Sýrlands. Aðstæður þar eru þó verulega slæmar og hafa versnað til muna á síðustu vikum. Kúdar eiga erfitt með að útvega þessu fólki nauðsynjar. Búðirnar voru byggðar með tuttugu þúsund manns í huga en þar eru nú um 70 þúsund manns.Hafa ekki burði til að rétta yfir vígamönnum Yfirvöld Kúrda segja nauðsynlegt að mynda alþjóðadómstól til að rétta fyrir vígamönnunum. Kúrdar stjórna stórum hluta Sýrlands en eru ekki viðurkenndi af öðrum ríkjum og hafa ekki burði til að rétta yfir né fangelsa vígamenn til lengri tíma. Því þurfi sérstakan dómstól svo hægt sé að tryggja þeim réttlæt réttarhöld í samræmi við alþjóðalög og mannréttindi. Í samtali við BBC sagði Abdul Karim, yfirmaður utanríkismála sýrlenskra Kúrda að það að svo fá ríki hafi viljað taka á móti ríkisborgurum sínum sem gengu til liðs við ISIS hafi gert Kúrdum erfiðara fyrir. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að forsvarsmenn heimaríkja þessa manna og kvenna óttast að taka við þeim. Sú helsta er að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þar að auki er stundum ómögulegt að opinbera sönnunargögn sem hafa verið fengin með njósnum eða öðrum hætti, þar sem slíkar uppljóstranir gætu komið upp um heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi.Kúrdar sitja uppi með vandann Þetta hefur valdið Kúrdum verulegum vonbrigðum sem kvarta yfir því að þeir sitji uppi með mikinn kostnað og vandræði og engin virðist vita hvað eigi að gera við þetta fólk. Abdul Karim segir hættulegt að skilja ISIS-liða eftir á þessu óstöðuga svæði þar sem yfirvöld eiga erfitt með að halda þeim. Þar að auki sé ótækt að yfirgefa börn í höndum þessa fólks. Þau hafi fæðst inn í skaðsama hugmyndafræði og að halda þeim innan þeirrar hugmyndafræði muni leiða til vandræða seinna meir. Erindreki Bandaríkjanna gagnvart Sýrlandi sagði BBC þó að ekki væri verið að íhuga alþjóðlegan dómstól til að rétta yfir ISIS-liðum og sérfræðingar sem blaðamenn ræddu við sögðu það óraunhæft.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Baráttunni gegn ISIS „alls ekki lokið“ Paul LaCamera, æðsti hershöfðingi bandalagsins gegn Íslamska ríkinu, segir það sögulegan áfanga að hafa sigrað kalífadæmi ISIS. 23. mars 2019 19:45 ISIS-liðar gefast upp í massavís Vígamenn Íslamska ríkisins gefast nú upp í hundraðatali í Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis hryðjuverkasamtakanna. 12. mars 2019 23:00 Hvíta húsið segir kalífadæmi ISIS heyra sögunni til Enn standa þó yfir stakir bardagar á milli ISIS-liða og sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í austurhluta Sýrlands. 22. mars 2019 16:54 „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. 24. febrúar 2019 08:54 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30
Baráttunni gegn ISIS „alls ekki lokið“ Paul LaCamera, æðsti hershöfðingi bandalagsins gegn Íslamska ríkinu, segir það sögulegan áfanga að hafa sigrað kalífadæmi ISIS. 23. mars 2019 19:45
ISIS-liðar gefast upp í massavís Vígamenn Íslamska ríkisins gefast nú upp í hundraðatali í Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis hryðjuverkasamtakanna. 12. mars 2019 23:00
Hvíta húsið segir kalífadæmi ISIS heyra sögunni til Enn standa þó yfir stakir bardagar á milli ISIS-liða og sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í austurhluta Sýrlands. 22. mars 2019 16:54
„Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. 24. febrúar 2019 08:54