„Hann vill drepa hana“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2019 09:43 Skjáskot úr myndbandi sem birt var á Twitter. Í því segist Mohammed al-Qunun ekki ætla að yfirgefa hótelherbergið fyrr en hún fái að ræða við fulltrúa frá Sameinuðu þjóðunum. Skjáskot/Twitter Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. Hún segist hafa flúið fjölskyldu sína og óttast að hún verði myrt verði henni gert að snúa aftur. Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að Mohammed al-Qunun hafi verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Kúveit er hún flúði til Tælands fyrir tveimur dögum. Hún freistaði þess að fljúga áfram til Ástralíu frá Bangkok en segir að vegabréf sitt hafi verið gert upptækt á flugvellinum, þrátt fyrir að hún væri með vegabréfsáritun fyrir áframhaldandi ferðalag. Hér að neðan má sjá bæði mynd og myndband af Mohammad al-Qunun inni á hótelherberginu í Bangkok, þar sem hún dvelur enn.Kuwait Air officials, #Thai Immigration officials and others are outside #Rahaf's door, demanding she open it. She is refusing, saying that she wants to see UN #Refugee Agency @Refugees & demanding #Thailand let her seek asylum. Time ticking down, flight leaves in 29 minutes. pic.twitter.com/wQ266wWFwX— Phil Robertson (@Reaproy) January 7, 2019 Video from @rahaf84427714 just sent from her hotel room at the #Bangkok airport. She has barricaded herself in the room & says she will not leave until she is able to see #UNHCR. Why is #Thailand not letting @Refugees see her for refugee status determination? @hrw #SaveRahaf pic.twitter.com/3lb2NDRsVG— Phil Robertson (@Reaproy) January 7, 2019 Samkvæmt upplýsingum frá sendiráði Sáda í Bangkok var Mohammed al-Qunun meinað að fara til Ástralíu þar sem hún hafi aðeins haft flugmiða aðra leið í fórum sínum. Hún verði send aftur til Kúveit þar sem þorri fjölskyldu hennar er búsettur. Þá hafi sendiráðið verið í sambandi við föður hennar. Mohammed al-Qunun vakti sjálf athygli á máli sínu á Twitter um helgina og biðlaði til erlendra yfirvalda að veita sér hæli. Hún segir í samtali við BBC að faðir hennar sé henni afar reiður. Þá segist hún hvorki mega mennta sig né vinna í heimalandinu og því sækist hún eftir frelsi. „Bræður mínir og fjölskylda og sendiráð Sáda munu bíða komu minnar í Kúveit. Þau munu drepa mig. Líf mitt er í hættu. Fjölskylda mín hótar að drepa mig fyrir hina smávægilegustu hluti,“ sagði Mohammed al-Qunun í samtali við Reuters-fréttaveituna.Morðhótun frá frænda Ónafngreind vinkona Mohammed al-Qunun staðfestir ótta hennar við fjölskylduna í samtali við breska dagblaðið The Guardian. „Hún er fyrrverandi múslimi og á mjög stranga fjölskyldu, þau beita hana ofbeldi og það var brotið á henni kynferðislega. Hún fékk hótun frá frænda sínum, hann sagðist vilja sjá blóð hennar, hann vill drepa hana,“ segir vinkonan sem er sádiarabískur hælisleitandi í Ástralíu. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir þungum áhyggjum af máli Mohammed al-Qunun. Haft er eftir talsmanni samtakanna Human Rights Watch að stjórnvöld í Tælandi og Sádi Arabíu hafi lagt saman á ráðin um að sitja fyrir Mohammed al-Qunun við komu hennar til Tælands. Þá er mál Mohammed al-Qunun sagt sambærilegt máli hinnar sádiarabísku Dinu Ali Lasloom sem flúði fjölskyldu sína frá Kúveit til Filippseyja í apríl árið 2017. Hún var send til Sádi-Arabíu frá flugvellinum í Manila en ekki er vitað um afdrif hennar. Eins og staðan er núna hefur Mohammed al-Qunun óskað eftir lögfræðingi og beðið um að fá að hitta fulltrúa flóttamannaráðs Sameinuðu þjóðanna í Tælandi en hvorugt fengið. Þá átti að draga hana með valdi um borð í flugvél á leiðinni til Kúveit um klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma. Snemma í morgun var þó staðfest á Twitter-reikningi hennar að hún hefði ekki farið með fluginu og væri örugg í Tælandi sem stendur.For all people who support RahafShe's in her room If there is any update, I will tweet— Rahaf Mohammed رهف محمد القنون (@rahaf84427714) January 7, 2019 Asía Ástralía Kúveit Mið-Austurlönd Sádi-Arabía Taíland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Rahaf Mohammed al-Qunun, átján ára sádiarabísk kona, hefur læst sig inni á hótelherbergi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Tælandi. Hún segist hafa flúið fjölskyldu sína og óttast að hún verði myrt verði henni gert að snúa aftur. Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að Mohammed al-Qunun hafi verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Kúveit er hún flúði til Tælands fyrir tveimur dögum. Hún freistaði þess að fljúga áfram til Ástralíu frá Bangkok en segir að vegabréf sitt hafi verið gert upptækt á flugvellinum, þrátt fyrir að hún væri með vegabréfsáritun fyrir áframhaldandi ferðalag. Hér að neðan má sjá bæði mynd og myndband af Mohammad al-Qunun inni á hótelherberginu í Bangkok, þar sem hún dvelur enn.Kuwait Air officials, #Thai Immigration officials and others are outside #Rahaf's door, demanding she open it. She is refusing, saying that she wants to see UN #Refugee Agency @Refugees & demanding #Thailand let her seek asylum. Time ticking down, flight leaves in 29 minutes. pic.twitter.com/wQ266wWFwX— Phil Robertson (@Reaproy) January 7, 2019 Video from @rahaf84427714 just sent from her hotel room at the #Bangkok airport. She has barricaded herself in the room & says she will not leave until she is able to see #UNHCR. Why is #Thailand not letting @Refugees see her for refugee status determination? @hrw #SaveRahaf pic.twitter.com/3lb2NDRsVG— Phil Robertson (@Reaproy) January 7, 2019 Samkvæmt upplýsingum frá sendiráði Sáda í Bangkok var Mohammed al-Qunun meinað að fara til Ástralíu þar sem hún hafi aðeins haft flugmiða aðra leið í fórum sínum. Hún verði send aftur til Kúveit þar sem þorri fjölskyldu hennar er búsettur. Þá hafi sendiráðið verið í sambandi við föður hennar. Mohammed al-Qunun vakti sjálf athygli á máli sínu á Twitter um helgina og biðlaði til erlendra yfirvalda að veita sér hæli. Hún segir í samtali við BBC að faðir hennar sé henni afar reiður. Þá segist hún hvorki mega mennta sig né vinna í heimalandinu og því sækist hún eftir frelsi. „Bræður mínir og fjölskylda og sendiráð Sáda munu bíða komu minnar í Kúveit. Þau munu drepa mig. Líf mitt er í hættu. Fjölskylda mín hótar að drepa mig fyrir hina smávægilegustu hluti,“ sagði Mohammed al-Qunun í samtali við Reuters-fréttaveituna.Morðhótun frá frænda Ónafngreind vinkona Mohammed al-Qunun staðfestir ótta hennar við fjölskylduna í samtali við breska dagblaðið The Guardian. „Hún er fyrrverandi múslimi og á mjög stranga fjölskyldu, þau beita hana ofbeldi og það var brotið á henni kynferðislega. Hún fékk hótun frá frænda sínum, hann sagðist vilja sjá blóð hennar, hann vill drepa hana,“ segir vinkonan sem er sádiarabískur hælisleitandi í Ástralíu. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir þungum áhyggjum af máli Mohammed al-Qunun. Haft er eftir talsmanni samtakanna Human Rights Watch að stjórnvöld í Tælandi og Sádi Arabíu hafi lagt saman á ráðin um að sitja fyrir Mohammed al-Qunun við komu hennar til Tælands. Þá er mál Mohammed al-Qunun sagt sambærilegt máli hinnar sádiarabísku Dinu Ali Lasloom sem flúði fjölskyldu sína frá Kúveit til Filippseyja í apríl árið 2017. Hún var send til Sádi-Arabíu frá flugvellinum í Manila en ekki er vitað um afdrif hennar. Eins og staðan er núna hefur Mohammed al-Qunun óskað eftir lögfræðingi og beðið um að fá að hitta fulltrúa flóttamannaráðs Sameinuðu þjóðanna í Tælandi en hvorugt fengið. Þá átti að draga hana með valdi um borð í flugvél á leiðinni til Kúveit um klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma. Snemma í morgun var þó staðfest á Twitter-reikningi hennar að hún hefði ekki farið með fluginu og væri örugg í Tælandi sem stendur.For all people who support RahafShe's in her room If there is any update, I will tweet— Rahaf Mohammed رهف محمد القنون (@rahaf84427714) January 7, 2019
Asía Ástralía Kúveit Mið-Austurlönd Sádi-Arabía Taíland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira