

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hefði rætt við Benjamin Netanyahu. forsætisráðherra Ísraels, um ástandið á Gaza.
Stjórnvöld í Ísrael hafa greint frá því að herinn muni herða sókn á Gazasvæðinu og hefur átján þúsund manna varalið hefur verið kallað út. Fjöldi hermanna Ísraelshers er því komin í sextíu og fimm þúsund.
sraelsmenn hafa hafið innrás á Gaza-ströndina og her þeirra fram af landi, sjó og úr lofti. Eitt helsta markmið innrásarinnar er að eyðileggja jarðgöng sem liðsmenn Hamas hafa notað til að komast inn í Ísrael.
Fljótt eftir að fimm klukkustunda vopnahlé Hamas og Ísraelshers var aflétt í dag hófust árásir á ný og 3 börn biðu bana í Gaza borg. Um 227 hafa fallið á Gaza í loftárásum Ísraels, samkvæmt palestínskum yfirvöldum, á síðustu tíu dögum.
Ísraelsforseti hefur beðist afsökunar vegna dauða fjögurra palestínskra barna sem létust í loftárás Ísraelshers á strönd á Gaza í gær.
Hamas-liðar hafa skotið þremur eldflaugum á Ísrael í miðju fimm stunda vopnahléi sem samið var um.
Enn einu sinni hefur ófriður blossað upp á milli Ísraela og Palestínumanna. Enn eina ferðina ofbýður fólki um allan heim framganga Ísraela, sem hafa yfirhöndina í krafti yfirgnæfandi hernaðarmáttar og hafa fellt tugi óbreyttra borgara í árásum sínum á Hamas-hreyfinguna, þar á meðal fjölda kvenna og barna.
Ísraelsmenn hafa lýst því yfir að hlé verði gert á árásum á Gaza á morgun og mun það standa yfir í fimm klukkustundir, frá klukkan 10 að morgni til klukkan 15.
Skilyrði Hamas snúa að lausn fanga og opnun landamæra og hafna á Gaza.
Framganga ISIS, sem sækir nú æ lengra inn í Sýrland, hefur riðlað öllum valdahlutföllum í heimshlutanum.
Ísraelsher hóf aftur loftárásir á Gaza í dag eftir að stuttri tilraun til vopnahlés var mætt með flugskeytum af hálfu vopnaðs arms Hamas-samtakanna. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir brot Hamas á umsömdu vopnahléi.
Ísraelsmenn hefja loftárásir á Gaza-svæðið að nýju eftir að Hamas-samtökin samþykktu ekki tillögur Egypta um vopnahlé.
„Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir forsætisráðherra Ísrael. Um þrettán hundruð eru særðir og 175 hafa látist.
Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér.
Forsætisráðherra Ísraels segir "hryðjuverkamenn“ Hamas reyna að drepa eins marga og þeir geta í Ísrael með flugskeytaárásum sínum. Enginn fallinn í Ísrael en 170 á Gaza.
Útifundur félagsins Ísland-Palestína hófst nú klukkan 17 á Lækjartorgi, þar sem aðgerðum Ísraelshers á Gaza-svæðinu undanfarið er mótmælt. Um 1700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og hefur hópur fólks safnast saman fyrir framan hús Héraðsdóms Reykjavíkur.
Það er morgun í Palestínu og sólin er rétt að skríða upp á himininn.
Hundrað sjötíu og tveir liggja nú í valnum og yfir þúsund eru særðir. Þá hafa um sautján þúsund Palestínumenn flúið svæðin í norðurhluta Gaza, en þangað færist vígvöllur mestu blóðsúthellinga sem átt hafa sér stað milli Palestínu og Ísraels í tvö ár.
Mikill fjöldi fólks mun koma saman í dag til að krefjast þess að blóðbaðinu á Gaza ljúki.
Fólk er yfirleitt heldur gott – svona þegar því er sjálfrátt og það er óbrjálað af lygum og hóprógi. Manneskjur eru upp til hópa forvitnar, óáreitnar og greiðviknar, hafi þær á annað borð óskerta hæfileika til samlíðunar;
Ísraelsher hefur dreift tilkynningu um að hver sá sem ekki flýr svæðin í norðurhluta Gasa sé að hætta lífi sínu. Um 160 Palestínumenn hafa látist.
Yfir 160 hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza síðast liðna fimm daga. Sautján manns úr einni og sömu fjölskyldunni féllu í dag.
Þúsundir Palestínumanna flýja nú norðurhluta Gaza-strandarinnar eftir að Ísraelsstjórn varaði við að herinn myndi ráðast gegn stöðum á svæðinu í tilraun til að stöðva eldflaugaárásir á landið.
Danskur fréttamaður birti í vikunni mynd af hópi Ísraelsmanna fagnandi og borðandi poppkorn á meðan þeir fylgdust með sprengjum Ísraelshers rigna yfir Gaza-ströndina.
Ísraelsher sendi hermenn á Gaza svæðið í nótt í fyrsta sinn síðan átökin byrjuðu fyrir viku.
Hershöfðinginn Motti Almoz segir að árásum muni fjölga og þá sérstaklega á norðurhluta Gaza svæðisins.
Fátt bendir til þess að átökunum linni á næstunni.
Þetta er í fyrsta sinn sem ráðið sendir frá sér yfirlýsingu vegna átakana, en Palestínumenn segja 133 hafa fallið á fimm dögum.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lýst yfir þungum áhyggjum af átökum fyrir botni Miðjarðarhafs og harmar að almennir borgarar, þar á meðal fjöldi barna, hafi látið lífið í árásum Ísraela á Gaza.
Sextán Palestínumenn hið minnsta féllu í loftárásum Ísraelshers í nótt og hafa nú utanríkisráðherrar arabaríkja ákveðið að boða til fundar vegna deilunnar milli Ísraelsstjórnar og Hamas á Gazaströndinni.