Ekkert lát á árásum á Gasa eftir sjö daga Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júlí 2014 06:30 Eldflaugar Ísraelsmanna hafa gereyðilagt byggingar á Gasa-svæðinu. Árásirnar héldu áfram í gær. Fréttablaðið/AP Yfirvöld í Palestínu segja 175 einstaklinga hafa látist í árásum Ísraelsmanna á Gasa-svæðið sem hafa nú staðið yfir í sjö daga. Sagt er að um 77 prósent þeirra séu almennir borgarar. Tala særðra er um þrettán hundruð. Í gær lenti eldflaug Ísraelsmanna á þremur þjálfunarbúðum Hamas-liða en enginn slasaðist í þeirri árás. Ekki fór eins vel um helgina þegar sprengja frá Ísrael lenti á heimili fyrir fatlaða og varð tveimur konum að aldurtila. Önnur orsakaði dauða átján manna fjölskyldu á einu andartaki. Ísraelar dreifðu tilkynningum yfir Gasa-svæðið úr lofti yfir helgina þar sem íbúum þess er gert að yfirgefa svæðið ellegar láta lífið. Hamas-liðar, sem stjórna Gasa, sögðu hins vegar íbúum að vera um kyrrt. „Ég þarf ekki að hlýða þeim,“ sagði Ahmed, íbúi á svæðinu, í samtali við fréttastofu CNN um skipanir Hamas. Hann fór með fjölskyldu sína í leigubíl á öruggari stað á svæðinu. „Ég geri það sem er best fyrir okkur.“ Sautján þúsund flóttamenn hafa leitað skjóls í tuttugu skólum á svæðinu samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Ísraelsk yfirvöld neita að hætta árásum þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi ítrekað beðið um vopnahlé. Þau halda því fram að Hamas-samtökin feli vopn á sjúkrahúsum, á heimilum Palestínumanna, í moskum og skólum og hætta ekki á meðan Hamas-samtökin halda áfram að senda flugskeyti á Ísrael. Enginn Ísraeli hefur látist í þessum árásum samkvæmt upplýsingum frá AP-fréttastofunni en nokkrir hafa slasast alvarlega. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, segir að árásirnar muni aðeins aukast á komandi dögum. „Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir hann. Gasa Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Yfirvöld í Palestínu segja 175 einstaklinga hafa látist í árásum Ísraelsmanna á Gasa-svæðið sem hafa nú staðið yfir í sjö daga. Sagt er að um 77 prósent þeirra séu almennir borgarar. Tala særðra er um þrettán hundruð. Í gær lenti eldflaug Ísraelsmanna á þremur þjálfunarbúðum Hamas-liða en enginn slasaðist í þeirri árás. Ekki fór eins vel um helgina þegar sprengja frá Ísrael lenti á heimili fyrir fatlaða og varð tveimur konum að aldurtila. Önnur orsakaði dauða átján manna fjölskyldu á einu andartaki. Ísraelar dreifðu tilkynningum yfir Gasa-svæðið úr lofti yfir helgina þar sem íbúum þess er gert að yfirgefa svæðið ellegar láta lífið. Hamas-liðar, sem stjórna Gasa, sögðu hins vegar íbúum að vera um kyrrt. „Ég þarf ekki að hlýða þeim,“ sagði Ahmed, íbúi á svæðinu, í samtali við fréttastofu CNN um skipanir Hamas. Hann fór með fjölskyldu sína í leigubíl á öruggari stað á svæðinu. „Ég geri það sem er best fyrir okkur.“ Sautján þúsund flóttamenn hafa leitað skjóls í tuttugu skólum á svæðinu samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Ísraelsk yfirvöld neita að hætta árásum þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi ítrekað beðið um vopnahlé. Þau halda því fram að Hamas-samtökin feli vopn á sjúkrahúsum, á heimilum Palestínumanna, í moskum og skólum og hætta ekki á meðan Hamas-samtökin halda áfram að senda flugskeyti á Ísrael. Enginn Ísraeli hefur látist í þessum árásum samkvæmt upplýsingum frá AP-fréttastofunni en nokkrir hafa slasast alvarlega. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, segir að árásirnar muni aðeins aukast á komandi dögum. „Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir hann.
Gasa Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira