Átján bornir til grafar á Gaza í dag Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2014 23:19 Ísraelsmenn gerðu hörðustu loftárásir sínar á Gaza frá því átökin hófust á þriðjudag síðastliðna nótt. Sautján manns úr sömu fjölskyldunni féllu í einni árásinni. Palestínumenn með útlensk vegabréf reyna nú að komast burt frá Gaza. Jarðarfarir fallinna borgara hafa verið daglegt brauð á Gaza frá því Ísraelsmenn hófu sprengjuárásir sínar á þriðjudag. Í dag fór fram fjöldajarðarför þar sem 18 manns voru bornir til grafar. Nú hafa um eða yfir 160 manns fallið á svæðinu en Sameinuðu þjóðirnar segja um 80 prósent þeirra vera óbreytta borgara, þar af um 30 börn. Hundruð eldflauga hefur verið skotið á um eitt þúsund skotmörk á Gaza sem er á litlu stærra landsvæði en Reykjavík og þetta ástand hefur sín áhrif á börnin sem sjást grátandi á götum og torgum. Síðast liðna nótt lagði Ísraelsher áherslu á að sprengja upp höfuðstöðvar öryggissveitar Hamas og heimili háttsettra manna í hernaðararmi Hamas. Í einni árásinni féllu 17 manns úr einni og sömu fjölskyldunni. Erfitt getur reynst að komast til og frá Gaza en í dag komst fjöldi Palestínumanna með bandarísk vegabréf yfir landamærin. Diana Mushtaha, palestínukona með bandarískt vegabréf, segir að það versta við þetta ástand sé að hún sé í lífshættu á Gaza vegna 3,1 milljarða fjárhagsaðstoðar Bandaríkjamanna við Ísrael á hverju ári. Hún hafi árangurslaust reynt að ná sambandi við bandaríska konsúlatið í sex daga til að koma þeim skilaboðum áleiðis að Palestínumönnum sé gert daglegt líf ómögulegt. Hamasliðar halda áfram eldflaugaárásum sínum á Ísrael, en eldflaugar þeirra eru mun minni og ófullkomnari en nákvæmar og tölvustýrðar eldflaugar ísraelshers og sprengjur F-15 orrustuþotna. Í sumum tilvikum hringja Ísraelsmenn í fólk og vara það við að innan skamms verði hús þeirra sprengd í loft upp af mikilli nákvæmni. Lofvarnaflautur eru reglulega þandar í Tel Aviv og víðar í Ísrael sem truflar daglegt líf fólks sem leitar skjóls í loftvarnarbirgjum. Enginn hefur fallið í þessum árásum og Ísraelsmenn ná að skjóta margar flauganna niður, en þó slasaðist ungur maður alvarlega þegar hann fékk í sig sprengjubrot í dag. Bráðaliðinn Uri Shaham í Tel Aviv segir að 16 ára unglingspiltur hafi fengið spregjubrot í höfuðið og fótlegg og sé illa særður. Þá sé nokkrir aðrir minna særðir og margir þjáist af streitu vegna eldflaugaárása Hamas. Félagið Ísland Palestína boðar til mótmælafundar á Lækjartorgi klukkan fimm síðdegis á morgun. Gasa Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Ísraelsmenn gerðu hörðustu loftárásir sínar á Gaza frá því átökin hófust á þriðjudag síðastliðna nótt. Sautján manns úr sömu fjölskyldunni féllu í einni árásinni. Palestínumenn með útlensk vegabréf reyna nú að komast burt frá Gaza. Jarðarfarir fallinna borgara hafa verið daglegt brauð á Gaza frá því Ísraelsmenn hófu sprengjuárásir sínar á þriðjudag. Í dag fór fram fjöldajarðarför þar sem 18 manns voru bornir til grafar. Nú hafa um eða yfir 160 manns fallið á svæðinu en Sameinuðu þjóðirnar segja um 80 prósent þeirra vera óbreytta borgara, þar af um 30 börn. Hundruð eldflauga hefur verið skotið á um eitt þúsund skotmörk á Gaza sem er á litlu stærra landsvæði en Reykjavík og þetta ástand hefur sín áhrif á börnin sem sjást grátandi á götum og torgum. Síðast liðna nótt lagði Ísraelsher áherslu á að sprengja upp höfuðstöðvar öryggissveitar Hamas og heimili háttsettra manna í hernaðararmi Hamas. Í einni árásinni féllu 17 manns úr einni og sömu fjölskyldunni. Erfitt getur reynst að komast til og frá Gaza en í dag komst fjöldi Palestínumanna með bandarísk vegabréf yfir landamærin. Diana Mushtaha, palestínukona með bandarískt vegabréf, segir að það versta við þetta ástand sé að hún sé í lífshættu á Gaza vegna 3,1 milljarða fjárhagsaðstoðar Bandaríkjamanna við Ísrael á hverju ári. Hún hafi árangurslaust reynt að ná sambandi við bandaríska konsúlatið í sex daga til að koma þeim skilaboðum áleiðis að Palestínumönnum sé gert daglegt líf ómögulegt. Hamasliðar halda áfram eldflaugaárásum sínum á Ísrael, en eldflaugar þeirra eru mun minni og ófullkomnari en nákvæmar og tölvustýrðar eldflaugar ísraelshers og sprengjur F-15 orrustuþotna. Í sumum tilvikum hringja Ísraelsmenn í fólk og vara það við að innan skamms verði hús þeirra sprengd í loft upp af mikilli nákvæmni. Lofvarnaflautur eru reglulega þandar í Tel Aviv og víðar í Ísrael sem truflar daglegt líf fólks sem leitar skjóls í loftvarnarbirgjum. Enginn hefur fallið í þessum árásum og Ísraelsmenn ná að skjóta margar flauganna niður, en þó slasaðist ungur maður alvarlega þegar hann fékk í sig sprengjubrot í dag. Bráðaliðinn Uri Shaham í Tel Aviv segir að 16 ára unglingspiltur hafi fengið spregjubrot í höfuðið og fótlegg og sé illa særður. Þá sé nokkrir aðrir minna særðir og margir þjáist af streitu vegna eldflaugaárása Hamas. Félagið Ísland Palestína boðar til mótmælafundar á Lækjartorgi klukkan fimm síðdegis á morgun.
Gasa Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira