Flugvélahvarf MH370

Fréttamynd

Ástvinir halda enn í vonina

Ár er liðið frá því malasíska flugvélin MH370 hvarf. Aðstandendur farþega gagnrýna rannsóknarskýrslu um hvarfið. Þeir vona enn að einhverjir séu á lífi.

Erlent
Fréttamynd

Leit að MH370 hefst að nýju

Enn á ný er hafin leit að flaki Malasísku farþegaþotunnar sem hvarf með manni og mús þann áttunda mars síðastliðinn, einhversstaðar á milli Malasíu og Víetnam. Nú hefur leitarskipið GO Phoenix verið sent á svæðið þar sem líklegast er talið að vélin hafi hrapað og hófst neðansjávarleit í morgun. Talið er að aðgerðin geti þó tekið allt að einu ári enda er um gríðarlegt flæmi að ræða sem til stendur að leita á en það eru áströlsk yfirvöld sem skipuleggja leitina.

Erlent
Fréttamynd

Birta gervihnattargögn opinberlega

Malasísk stjórnvöld og breska gervihnattarfyrirtækið Inmarsat birtu í dag opinberlega óunnar upplýsingar úr gervitunglinu Inmarsat-3 sem hefur verið miðpunkturinn í leitinni að vélinni MH370 sem hvarf þann 8. mars.

Erlent
Fréttamynd

Leitað á nýjum stað á Indlandshafi

Leitarsvæðið á Indlandshafi þar sem talið er að farþegaþota Malaysina Airlines hafi hrapað í sjóinn hefur verið fært til og er það nú mun nær Ástralíu en áður.

Innlent