Viðskipti erlent

Malaysian Airlines segir upp sex þúsund

Samúel Karl Ólason skrifar
Chris Mueller segir að MA gæti byrjað að skila aftur hagnaði eftir 2018 og gæti komið aftur sem fremsta flugfélag suðaustur Asíu.
Chris Mueller segir að MA gæti byrjað að skila aftur hagnaði eftir 2018 og gæti komið aftur sem fremsta flugfélag suðaustur Asíu. Vísir/AFP
Nýr framkvæmdastjóri Malaysian Airlines segir fyrirtækið vera, „tæknilega séð, gjaldþrota“. Sex þúsund af 20 þúsund starfsmönnum fyrirtækisins verðu sagt upp störfum og einhver hluti flugvéla félagsins verða seldar. Hinum 14 þúsund starfsmönnunum hefur verið boðið starf í nýju fyrirtæki sem leysa á Malaysian Airlines af hólmi.

Chris Mueller segir að MA gæti byrjað að skila aftur hagnaði eftir 2018 og gæti komið aftur sem fremsta flugfélag suðaustur Asíu. Fyrirtækið var þjóðnýtt í fyrra eftir tvö fyrirferðarmikil og mannskæð flugslys sem vöktu gífurlega athygli.

Christophe Mueller, nýr framkvæmdastjóri Malysian Airlines.Vísir/AFP
Þann 8. mars hvarf MH370 með 239 farþega og starfsmenn um borð á leiðinni til Peking í Kína. Í júlí var flugvél félagsins skotin niður yfir Úkraínu með alls 298 manns um borð. Samkvæmt AP fréttaveitunni vil Mueller ekkert segja til um hvort að til stæði að breyta um nafn á fyrirtækinu eða skipta út merki þess.

Niðursveifla fyrirtækisins var þó hafin löngu áður en þessi slys urðu samkvæmt Mueller. MA hafði skilað tapi undanfarin ár í kjölfar aukinnar samkeppni á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×