Erlent

Leit að flugvélinni hætt í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Myndir úr tælenskum gervihnetti, sem teknar voru þann 24. mars, sýna 300 hluti fljótandi á svæðinu þar sem leitað er týndu flugvélarinnar frá Malasíu. Leit hefur verið hætt vegna lélegs skyggnis og veðurskilyrða.

Sagt er frá þessu á vef BBC.

Myndirnar voru teknar degi eftir að myndir frá frönskum gervihnetti sýndu 122 hluti fljótandi í sjónum. Um 200 kílómetrar eru á milli staðanna.

Þrátt fyrir að leit úr flugvélum hefur verið hætt, eru skip enn við leit, en veður gerir þeim erfitt fyrir. Gert er ráð fyrir að veðrinu muni slota á morgun.

Þesis gervihnattamynd sýnir mikinn fjölda fljótandi hluta í suður Indlandshafi.Vísir/AFP

Tengdar fréttir

Fengu fréttirnar í smáskilaboðum

Aðstandendur farþeganna 239 um borð í vél Malaysia Airlines, sem talin er hafa hrapað í Indlandshaf, eru sorgmæddir og reiðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×