Viðskipti erlent

Malaysia Airlines segir upp þriðjungi starfsfólks

Atli Ísleifsson skrifar
Atburðir síðustu mánaða hafa leikið malasíska flugfélagið grátt.
Atburðir síðustu mánaða hafa leikið malasíska flugfélagið grátt. Vísir/AFP
Malasíska flugfélagið Malaysia Airlines hyggst segja upp sex þúsund starfsmönnum sínum. Ákvörðunin er liður í aðgerðum til að bregðast við gríðarlega erfiðum rekstaraðstæðum þar sem tvær farþegavélar flugfélagsins hafa farist það sem af er ári.

Sagt er frá fyrirhuguðum breytingum á rekstri flugfélagsins í frétt BBC, en þær voru kynntar á fréttamannafundi í morgun.

Uppsagnirnar þýða að starfsmönnum félagsins mun fækka um 30 prósent. Malaysia Airlines verður nú að fullu í eigu malasíska ríkisins, en ríkið átti áður 69 prósenta hlut. Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn til að halda utan um rekstur félagsins.

Hvarf vélarinnar MH370 í mars og árásin á MH17 í júlí hafa leikið félagið grátt, en búist er við að sérstök aðgerðaáætlun til að bjarga flugfélaginu komi til með að kosta tæpa tvo milljarða Bandaríkjadala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×