Leitin að braki flugvélar Malaysian Airlines sem hvarf af radar áttunda mars síðastliðinn verður efld til muna í dag í þeirri von að hafa upp á flugrita vélarinnar. Rafhlöður flugritans endast í mánuð frá flugtaki.
Þrettán flugvélar taka þátt í leitinni yfir suður Indladshafi en sem fyrr er hér um að ræða alþjóðleg átak. Alls verða ellefu leitarskip á svæðinu.
Flug MH370 hvarf af radar um fjörutíu mínútum eftir flugtak í Kúala Lúmpur en förinni var heitið til Peking. Líklegt þykir að vélin hafi sveigt af leið og hafnað í suður Indlandshafi.
Leitarsvæðið er á við þrefalt flatarmál Íslands. Farþegar flugvélarinnar voru samtals 239.
Leit flugvélarinnar verður efld til muna í dag
Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar