Landsdómur

Fréttamynd

Yfirlýsing vegna gjaldmiðlaskipta týnd í ráðuneytinu

Steingrímur J. Sigfússon, sem tók við sem fjármálaráðherra eftir kosningar vorið 2009, sagðist fyrir Landsdómi í gær ekki hafa verið upplýstur um yfirlýsingu um aðgerðir íslenskra stjórnvalda vegna gjaldmiðlaskiptasamnings við Noreg, Danmörku og Svíþjóð við komuna í ráðuneytið. Hann sagði það hafa verið afar auðmýkjandi að komast að tilvist plaggsins, sem hann kallaði samkomulag, í samræðum við sænska fjármálaráðherrann og sænska seðlabankastjórann nokkrum mánuðum eftir að hann hefði tekið við embætti fjármálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Bankastjórar í mjög djúpri afneitun

Seðlabanki Íslands gaf ekki út heilbrigðisvottorð fyrir íslenska bankakerfið vorið 2008 heldur varaði við án þess að valda sjálfur fjármálaáfalli. Neyðarlögin skiluðu góðri niðurstöðu og það eina sem frekari undirbúningur hefði skilað væru mögulega betri endurheimtur fyrir kröfuhafa bankanna. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir Tryggva Pálssyni fyrir Landsdómi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Steingrími var brugðið

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir að sér hafi verið brugðið þegar hann áttaði sig á því að innlánssöfnun Landsbankans væri í útibúi en ekki dótturfélagi.

Innlent
Fréttamynd

Hafði efasemdir um heilindi breska fjármálaeftirlitsins

Árni Mathiesen segist hafa verulegar efasemdir um heilindi breska fjármálaeftirlitsins í samskiptum við Íslendinga þegar til stóð að koma Icesave inn í dótturfélag Landsbankans í Bretlandi. "Ég hef miklar efasemdir um heilindi breska fjármálaeftirlitsins við okkur á þessum tíma,“ sagði Árni fyrir Landsdómi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vill gera upptökur úr Landsdómi aðgengilegar fyrir almenning

Lúðvík Geirsson þingmaður Samfylkingarinnar hvatti í dag til þess á Alþingi að þingið beiti sér fyrir því að upptökur úr Landsdómi verði gerðar opinberar um leið og dómsmálinu ljúki. Hann segir það skýlaus kröfu að almenningur fái aðgang að upptökunum, ótækt sé að þurfa að reiða sig á endursögn á málinu í fjölmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Eiginfjárstaðan virtist góð

Allar vísbendingar bentu til þess að eiginfjárstaða bankanna væri í lagi fyrir hrun, sagði Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, fyrir Landsdómi í dag. Árni hóf að gefa skýrslu í dag, en hann er næstsíðasta vitnið sem kemur fyrir dóminn.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn fékk ekki upplýsingar um krosseignatengsl

Fjármálaeftirlitið neitaði að láta Seðlabankann hafa upplýsingar um einstaka lántakendur bankanna í aðdraganda hrunsins vegna bankaleyndar. Af þessum sökum gat Seðlabankinn ekki áttað sig á krosseignatengslum í bankakerfinu. Þetta sagði Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, þegar hann bar vitni fyrir Landsdómi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fyrrverandi bankastjórar í djúpri afneitun

"Fyrrverandi bankastjórar sem halda því fram að þeir hafi mögulega getað lifað af eru í mjög djúpri afneitun," sagði Tryggvi Pálsson, ritari samráðshóps um fjármálastöðugleika og forstöðumaður fjármálasviðs Seðlabankans, fyrir Landsdómi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Strax merki um vandamál árið 2003

Það er þumalputtaregla að ef banki eykur útlán um meira en 15 prósent á ári, þá er það merki um of mikla áhættu. Þetta sagði Tryggvi Pálsson, sem var ritari samráðshóps um fjármálastöðugleika, þegar hann bar vitni í Landsdómi í dag. Tryggvi sagði að íslensku bankarnir hefðu vaxið miklu meira en þetta. Bankarnir hefðu einkum vaxið á árunum 2003 – 2004 og þá hefði ör vöxtur þeirra strax verið farinn að valda þeim vandræðum.

Innlent
Fréttamynd

Sameining bankanna var áhugamál JP Morgan

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Landsdómi í gær að viðbrögð Seðlabankans í aðdraganda "Glitnishelgarinnar“ hafi verið "gríðarleg vonbrigði“. Seðlabankinn tók 75% hlut í Glitni þá helgi sem markaði upphaf hins formlega bankahruns á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Fernt felldi Kaupþing

Fyrrverandi starfandi stjórnarformaður Kaupþings sagði fjórar ástæður fyrir falli Kaupþings, og að yfirtakan á Glitni væri ekki ein þeirra. Hann var látinn sverja drengskaparheit fyrir Landsdómi að kröfu verjanda Geirs H. Haarde og er sá eini sem hefur gert slíkt í réttarhöldunum.

Innlent
Fréttamynd

Umbótaáætlun fellur í skuggann

Athygli almennings beinist þessa dagana að Þjóðmenningarhúsinu, þar sem vissulega fara fram söguleg réttarhöld fyrir Landsdómi. Segja má að vitnaleiðslurnar séu gagnleg upprifjun á ýmsu sem áður var komið fram, ekki sízt í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar hafa hins vegar ekki komið fram neinar upplýsingar sem varpa nýju ljósi á einhverja þætti bankahrunsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Átti að minnka kerfið 2006 til 2007

Grípa hefði átt til aðgerða til að minnka íslenska bankakerfið á seinni hluta ársins 2006, ef vilji var fyrir hendi að gera það. Fundargerðir Seðlabanka voru einhliða upplifun þeirra sem þær rituðu á atburðum sem þeir vildu að hefðu átt sér stað. Þetta sagði Sigurjón Þ. Árnason fyrir Landsdómi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Skýrslutökum lokið í dag

Skýrslutökum er lokið í dag í máli saksóknara Alþingis gegn Geir Haarde. Sex vitni komu fyrir dóminn og var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar fyrst þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Ætluðu með Icesave til fleiri landa

Til stóð að hefja innlánasöfnun á Icesave-reikningum víðar en í Bretlandi og Hollandi eftir því sem tíminn leið. Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, fullyrti þetta þegar hann gaf skýrslu fyrir Landsdómi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Of seint að minnka bankana 2008

Hafi menn haft áhuga á þvi að minnka íslenskt bankakerfi, þá átti það átti að gerast á seinni hluta ársins 2006 og á árinu 2007. Þetta sagði Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, fyrir Landsdómi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Landsdómur: Sjötta samantekt - myndskeið

Fréttamennirnir Þorbjörn Þórðarson og Breki Logason fylgjast með framvindu mála í Landsdómi í beinum sjónvarpsútsendingum á Vísi í allan dag. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá síðustu samantekt þeirra þar sem þeir fara yfir stöðuna klukkan 15 og þegar Sigurjón Þ. Árnason mætir í Þjóðmenningarhúsið.

Innlent
Fréttamynd

Vinnur að greinargerð um ársreikninga bankanna fyrir hrun

Stefán Svavarsson, aðalendurskoðandi Seðlabankans sagði fyrir Landsdómi í dag að orð sín eins og þau koma fram í Rannsóknarskýrslu bankanna hafi verið slitin úr samhengi. Stefán sagði að orð sín um alls kyns sviðsmyndir hefðu farið inn í skýrsluna eins og hann hafi verið að tala um bankana. "Sem mér, satt best að segja, fannst ekki gott.“

Innlent
Fréttamynd

Vonuðu að lausafjárkreppan væri að baki

Landsdómur hringdi í Halldór J. Kristjánsson, annan af fyrrverandi bankastjórum Landsbankans, á öðrum tímanum í dag. Halldór er í Kanada vegna starfa sinna og átti ekki heimangengt í dóminn.

Innlent
Fréttamynd

Halldór: Ekki hægt að verja sameiningu Landsbankans og Glitnis

Lausafjárvandi Glitnis á árinu 2008 var miklu meiri en lausafjárvandi Landsbankans. Stjórnendur bankans töldu það því ekki forsvaranlegt að sameina Landsbankann og Glitni nema að til kæmi lausafé í formi langtímaláns frá ríkinu. Þetta kom fram í máli Halldórs J. Kristjánsson fyrir Landsdómi í dag. Halldór er búsettur erlendis. Hann kom ekki til landsins heldur gaf hann skýrslu í gegnum síma.

Innlent