Yfirlýsing vegna gjaldmiðlaskipta týnd í ráðuneytinu 14. mars 2012 08:00 Steingrímur J. Sigfússon sagðist í Landsdómi í gær hafa það skjalfest meðal annars með ræðum og frumvörpum frá Alþingi að hann hafi talið efnahagsmálin stefna í óefni frá árinu 2005. Fréttablaðið/GVA Steingrímur J. Sigfússon, sem tók við sem fjármálaráðherra eftir kosningar vorið 2009, sagðist fyrir Landsdómi í gær ekki hafa verið upplýstur um yfirlýsingu um aðgerðir íslenskra stjórnvalda vegna gjaldmiðlaskiptasamnings við Noreg, Danmörku og Svíþjóð við komuna í ráðuneytið. Hann sagði það hafa verið afar auðmýkjandi að komast að tilvist plaggsins, sem hann kallaði samkomulag, í samræðum við sænska fjármálaráðherrann og sænska seðlabankastjórann nokkrum mánuðum eftir að hann hefði tekið við embætti fjármálaráðherra. Skjalið, sem Steingrímur kallaði samkomulag en Geir H. Haarde hefur kallað yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda, fannst ekki í fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir mikla leit, sagði Steingrímur. Þó var það undirritað af fjármálaráðherra, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og seðlabankastjóra. Á endanum sagðist Steingrímur hafa þurft að fá afrit af samkomulaginu frá Seðlabankanum þar sem frumrit hefðu ekki fundist í ráðuneytinu. Í skjalinu lýsa íslensk stjórnvöld því yfir einhliða að þau muni grípa til aðgerða, meðal annars til að minnka bankakerfið. Norrænu seðlabankarnir settu slíka yfirlýsingu sem skilyrði fyrir því að opna lánalínur til Íslands í aðdraganda hrunsins. Steingrímur sagði fyrir Landsdómi í gær að í ferð sinni til Svíþjóðar hefði fjármálaráðherra og seðlabankastjóri Svíþjóðar kvartað yfir því að stjórnvöld hafi ekki efnt efni yfirlýsingarinnar. Spurður af Andra Árnasyni, verjanda Geirs, hvað nákvæmlega Svíarnir hefðu talið óefnt gat Steingrímur ekki svarað. Hann sagði að ekki hefði verið farið í skjalið lið fyrir lið heldur aðeins minnst á það í heild, enda hefði hann á þeim tíma ekki séð skjalið. Í samtali við Fréttablaðið að vitnaleiðslum loknum sagði Steingrímur það sinn skilning að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins hefði átt að vekja athygli sína á skjalinu þegar hann tók við ráðherradómi. Spurður hvort ekki væri alvarlegt að þessi yfirlýsing eða samningur hefði horfið úr ráðuneytinu sagði Steingrímur ekki víst að skjalið væri horfið, en vissulega hefði það ekki enn fundist. Landsdómur Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, sem tók við sem fjármálaráðherra eftir kosningar vorið 2009, sagðist fyrir Landsdómi í gær ekki hafa verið upplýstur um yfirlýsingu um aðgerðir íslenskra stjórnvalda vegna gjaldmiðlaskiptasamnings við Noreg, Danmörku og Svíþjóð við komuna í ráðuneytið. Hann sagði það hafa verið afar auðmýkjandi að komast að tilvist plaggsins, sem hann kallaði samkomulag, í samræðum við sænska fjármálaráðherrann og sænska seðlabankastjórann nokkrum mánuðum eftir að hann hefði tekið við embætti fjármálaráðherra. Skjalið, sem Steingrímur kallaði samkomulag en Geir H. Haarde hefur kallað yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda, fannst ekki í fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir mikla leit, sagði Steingrímur. Þó var það undirritað af fjármálaráðherra, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og seðlabankastjóra. Á endanum sagðist Steingrímur hafa þurft að fá afrit af samkomulaginu frá Seðlabankanum þar sem frumrit hefðu ekki fundist í ráðuneytinu. Í skjalinu lýsa íslensk stjórnvöld því yfir einhliða að þau muni grípa til aðgerða, meðal annars til að minnka bankakerfið. Norrænu seðlabankarnir settu slíka yfirlýsingu sem skilyrði fyrir því að opna lánalínur til Íslands í aðdraganda hrunsins. Steingrímur sagði fyrir Landsdómi í gær að í ferð sinni til Svíþjóðar hefði fjármálaráðherra og seðlabankastjóri Svíþjóðar kvartað yfir því að stjórnvöld hafi ekki efnt efni yfirlýsingarinnar. Spurður af Andra Árnasyni, verjanda Geirs, hvað nákvæmlega Svíarnir hefðu talið óefnt gat Steingrímur ekki svarað. Hann sagði að ekki hefði verið farið í skjalið lið fyrir lið heldur aðeins minnst á það í heild, enda hefði hann á þeim tíma ekki séð skjalið. Í samtali við Fréttablaðið að vitnaleiðslum loknum sagði Steingrímur það sinn skilning að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins hefði átt að vekja athygli sína á skjalinu þegar hann tók við ráðherradómi. Spurður hvort ekki væri alvarlegt að þessi yfirlýsing eða samningur hefði horfið úr ráðuneytinu sagði Steingrímur ekki víst að skjalið væri horfið, en vissulega hefði það ekki enn fundist.
Landsdómur Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira