Innlent

Talað um að Landsbankamenn hefðu auglýst ríkisábyrgð á Icesave

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist ekki vita hvort stjórnendur Landsbankans hafi litið svo á að ríkisábyrgð væri á Icesave-reikningunum. Þetta sagði Árni fyrir Landsdómi í dag þegar saksóknari spurði hann út í afstöðu hans.

„Það var talað um að þeir hefðu auglýst það þannig," sagði Árni þegar hann var spurður hvort Landsbankamenn hafi talið að það væri ríkisábyrgð á reikningunum. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, gekk þá á hann og spurði hvort hann héldi að þeir hefðu litið svo á málið. „Ég bara veit það ekki," svaraði Árni þá.

Árni segir það alveg skýrt að það hafi verið afstaða íslenskra yfirvalda að það væri ekki ríkisábyrgð á þessum reikningum. „Það útilokaði þó ekki að það myndi einhver gera kröfu á okkur," sagði Árni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×