Lúðvík Geirsson þingmaður Samfylkingarinnar hvatti í dag til þess á Alþingi að þingið beiti sér fyrir því að upptökur úr Landsdómi verði gerðar opinberar um leið og dómsmálinu ljúki. Hann segir það skýlaus kröfu að almenningur fái aðgang að upptökunum, ótækt sé að þurfa að reiða sig á endursögn á málinu í fjölmiðlum.
Því lagði hann til að Alþingi sjái til þess að upptökurnar sem um ræðir verði gerðar opinberar svo fljótt sem auðið er.
Innlent