Landsdómur

Fréttamynd

Dómur Landsdóms - fyrri hluti

Hinn 23. apríl sl. kvað Landsdómur upp dóm í máli fyrrverandi forsætisráðherra. Hann markar tímamót í íslenskri réttarsögu, enda fyrsti dómurinn sem kveðinn er upp á grundvelli laga um ráðherraábyrgð. Í þessari grein og þeirri næstu verður til fróðleiks leitast við að gera almenna grein fyrir efni dómsins auk þess sem farið verður nokkrum orðum um fordæmisgildi hans.

Fastir pennar
Fréttamynd

Landsdómur sögunnar

Pólitísk réttarhöld tíðkast því miður víða. Fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, Júlía Týmosjenko, situr í fangelsi fyrir að hafa gert vondan gassamning við Rússa. Staðan í Hvíta-Rússlandi er jafnvel verri. En þar í landi enda pólitísk réttarhöld ekki með því að sakborningar fá að fara heim, eftir að hafa verið sýknaðir af langstærstum hluta ákæruatriðanna og ríkið hefur greitt þeim málsvarnarkostnaðinn. Þar með er ekki sagt að um dóm Landsdóms megi ekki deila, eða mótmæla því að hann sé oftúlkaður. Eftirfarandi setning úr dómsorðinu, kristallar það sem dæmt er fyrir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólíkar áherslur í fyrirsögnum

Fjölmiðlar Í frásögnum erlendra fjölmiðla af úrskurði Landsdóms er í fyrirsögnum ýmist lögð áhersla á að Geir Haarde hafi verið sakfelldur í einum ákærulið af fjórum, eða að dómstóllinn hafi ekki séð ástæðu til að gera honum refsingu.

Innlent
Fréttamynd

Efast um afleiðingar hrunsins ef ráðherrar hefðu fundað

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, efast um að bankahrunið hefði skollið á með þeim hætti sem það gerði ef ráðherrar hefðu fundað reglulega um stöðu efnahagsmála í aðdraganda hrunsins. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Telur óheppilegt að núverandi ríkisstjórn breyti lögum um Landsdóm

"Ég held að það sé óheppilegt að þeir sem virkjuðu lögin afnemi þau einnig svo þeir sömu sem nýttu sér lögin komi sér undan því að vera mældir út frá þessum sömu lögum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann kallaði eftir því að ferlið fyrir undirritun fyrstu Icesavesamninganna yrði rannsakað sérstaklega.

Innlent
Fréttamynd

Atli telur að rétt hafi verið að ákæra Geir

Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sem skrifaði ákæru gegn Geir H. Haarde, segir að niðurstaða Landsdóms í gær hafi ekki komið sér á óvart. Af sex upphaflegum ákæruliðum var Geir dæmdur fyrir einn. Það var brot á stjórnarskránni, fyrir að hafa látið fyrir farast að halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál. "Ég get ekki sagt að þetta hafi komið flatt upp á mig. Ég var farinn að vænta þessa,“ segir Atli í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Sakfelling kom ekki á óvart

Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, segir að hann hafi alltaf gert ráð fyrir að það gæti myndast meirihluti í Landsdómi sem ekki myndi vilja sýkna alveg í málinu. Geir var í gær sakfelldur fyrir brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar um að hafa látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var sýknaður í þremur liðum ákærunnar

Innlent
Fréttamynd

Var sakfelldur fyrir alvarlegasta liðinn

"Ég taldi alltaf að þessi liður væri sá skýrasti og jafnframt alvarlegasti liður ákærunnar. Stjórnarskránni var einfaldlega ekki fylgt og afleiðingin var sú að mikilvægum upplýsingum var haldið frá ríkisstjórninni sem ógnaði efnahagnum, stjórnskipuninni og lýðræðinu í landinu. Undir það tel ég að Landsdómur sé að taka,“ segir Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, um þann ákærulið sem Geir var sakfelldur fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Þörf á endurskoðun

Nú þegar Landsdómur hefur lokið störfum sínum í fyrsta skipti, með úrskurði í máli Geirs Haarde, telur Róbert Spanó, lagaprófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, tilefni til að endurskoða fyrirkomulag málshöfðunar til Landsdóms.

Innlent
Fréttamynd

Fædd lítil mús

Um málareksturinn gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er óhætt að segja að fjallið hafi tekið jóðsótt og fæðzt lítil mús.

Fastir pennar
Fréttamynd

Höfum þegar brugðist við gagnrýninni

"Það er mjög gott að komin sé niðurstaða í þetta erfiða mál. Hún kom mér aðeins á óvart, en ég hafði ekki séð ástæðu til þess að ákæra Geir. Hann er sýknaður í þremur af fjórum atriðum og það má kannski segja að það sem hann er sakfelldur fyrir sé það sem kom fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar var verulegur áfellisdómur á stjórnsýsluna og skort á formfestu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Geir H. Haarde: Dómurinn pólitísk málamiðlun

"Dómararnir vildu ná pólitískri málamiðlun gagnvart fólkinu á Alþingi sem stóðu fyrir þessu gönuhlaupi,“ sagði Geir H. Haarde í viðtali við Þorbjörn Þórðarson í Íslandi í dag. Geir segir málið há-pólitískt, hann sé eldri en tvævetur í pólitík, "og ég finn lyktina af pólitík þar sem hana er að finna,“ sagði Geir.

Innlent
Fréttamynd

Segir niðurstöðuna stórsigur fyrir Geir

"Ég held að þetta sé stórsigur fyrir Geir,“ segir Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, um niðurstöðu Landsdóms í máli gegn Geir H. Haarde. Til stóð einnig að ákæra Árna auk tveggja annarra ráðherra, vegna sama máls, en niðurstaðan á Alþingi var sú að Geir einn skyldi verða ákærður.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægast að vera sýknaður í öllum helstu efnisatriðum

"Ég taldi að Geir yrði sýknaður af öllum ákæruatriðum. Ég er ekki sammála því að það sé tilefni til sakfellingar að hafa ekki haldið formlega ráðherrafundi af því að verkhefðin í öllum ríkisstjórnum hefur verið með þessum hætti,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um niðurstöður Landsdóms í máli Alþingis gegn Geir Haarde. Geir var sýknaður í þremur ákæruliðum af fjórum en sakfelldur í einum. Honum er ekki gerð refsing.

Innlent
Fréttamynd

Þór Saari: Hann brást algjörlega í starfi sínu

"Hann er sakfelldur fyrir að hafa brugðist sem forsætisráðherra,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, um niðurstöðu Landsdóms þar sem Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var dæmdur fyrir brot gegn stjórnarskránni í dag. Þór segir brotin alvarleg og að dómurinn væri áfellidsómur yfir íslenskri stjórnsýslu í heild sinni og íslenskri stjórnmálamenningu.

Innlent
Fréttamynd

Jóhanna: Allir fegnir því að málinu sé lokið

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist telja, aðspurð um viðbrögð sín við dómi Landsdóms frá því í dag, að allir séu fegnir því að málinu sé lokið enda hafi það reynst öllum erfitt. "Þessi niðurstaða kom mér á óvart. Ég var í hópi þeirra sem taldi ekki ástæðu til að ákæra Geir H. Haarde.“

Innlent
Fréttamynd

Bjarni: Nær algjör fullnaðarsigur hjá Geir

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir meginniðustöðu dómsins yfir Geir Haarde í dag vera þá að þeir ákæruliðir sem báru uppi umræðuna á Alþingi í aðdraganda málsins og eiga rætur að rekja til rannsóknarskýrslunar, séu þeir liðir sem Geir er sýknaður af. "Þetta eru liðirnir sem voru taldir hafa átt með fall bankakerfisins að gera.“

Innlent
Fréttamynd

Steingrímur telur að málið hafi átt erindi í Landsdóm

Það var ekki undan því vikist að takast á við þetta mál og mér sýnist niðurstaðan sýna að þetta mál átti erindi þangað sem það fór, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um niðurstöðu Landsdóms í dag. "Meira er ekki um það að segja,“ segir Steingrímur.

Innlent
Fréttamynd

Ekki bara brot á formreglu

Sú háttsemi Geirs að láta farast fyrir að hlíta fyrirmælum 17. greinar stjórnarskrárinnar um að halda ráðherrafundi um þau mikilvægu stjórnarmálefni varð ekki eingöngu til þess að brotin væri formregla, heldur stuðlaði hún að því að ekki var á vettvangi ríkisstjórnarinnar mörkuð pólitísk stefna til að takast á við þann mikla vanda, sem ákærða hlaut að vera ljós í febrúar 2008.

Innlent
Fréttamynd

Geir átti að upplýsa Björgvin um fundinn

Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bar að upplýsa Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, um fund sem Geir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, og Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra áttu með bankastjórn Seðlabankans. Þetta er niðurstaða meirihluta Landsdóms sem kvað upp dóm sinn í dag. Samkvæmt dómnum er Geir sýknaður af þremur ákæruliðum af fjórum. Hann var aftur á móti fundinn sekur um að hafa ekki haldið fundi um mikilvæg málefni.

Innlent
Fréttamynd

Geir átti að bregðast við fundi með bankastjórum Seðlabankans

Á meðal þess sem Landsdómur telur að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hefði átt að gera ríkisstjórninni grein fyrir á fundi er fundur sem hann, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, og Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, áttu með bankastjórum Landsbankans. Landsdómur telur að það mat Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans, sem kom fram á umræddum fundi að íslensku bankarnir þrír væru í mikilli hættu og þar með íslenskt efnahagslíf hafi verið rétt.

Innlent
Fréttamynd

Inga Jóna ánægð með sýknu í þremur ákæruliðum

"Ég ætla ekki að tjá mig við fjölmiðla um þetta," segir Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona Geirs H. Haarde, í samtali við Vísi. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum, en sá liður snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni.

Innlent
Fréttamynd

Björn Valur: Dómurinn sýnir að ástæða var til að fara í málarekstur

"Ég held að dómurinn hafi sýnt fram á það, að það var full ástæða af hálfu Alþingis að fara í þennan málarekstur í samræmi við niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis og síðan þingmannanefndarinnar undir stjórn Atla Gíslasonar,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Geir heitt í hamsi: Dómurinn fáránlegur og sprenghlægilegur

"Ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með þennan dóm," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra við fréttamenn eftir dómsuppkvaðninguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum og snýr sá liður að því að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni.

Innlent