Innlent

Inga Jóna ánægð með sýknu í þremur ákæruliðum

Boði Logason skrifar
Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona Geirs H. Haarde, eftir dómsuppsöguna í dag.
Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona Geirs H. Haarde, eftir dómsuppsöguna í dag. mynd/Villi
„Ég ætla ekki að tjá mig við fjölmiðla um þetta," segir Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona Geirs H. Haarde, í samtali við Vísi. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum, en sá liður snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni.

Þegar Vísir heyrði í Ingu Jónu nú fyrir stundu vildi hún ekki tjá sig um málið en sagði þó að hún væri ánægð með að hann hafi verið sýknaður að stærstum hluta. „Það er meginniðurstaða Landsdóms, og ég er auðvitað ánægð með það," sagði hún og vildi ekki svara fleiri spurningum blaðamanns.

Geir sagði við blaðamenn eftir dómsuppkvaðninguna að það væri fáránlegt og sprenghlægilegt að Landsdómur hafi sakfellt hann fyrir þennan eina lið. Hann væri formsatriði. Þá sagði hann jafnframt að allir forsætisráðherra landsins frá lýðveldisstofnun hefðu gerst sekir um það sama. Hann þakkaði Ingu Jónu fyrir stuðninginn síðustu tvö ár og minntist á hún hefði aldrei bognað. Það þakkaði hann fjölskyldu sinni og vinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×