Innlent

Þór Saari: Hann brást algjörlega í starfi sínu

Þór Saari.
Þór Saari.
„Hann er sakfelldur fyrir að hafa brugðist sem forsætisráðherra," segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, um niðurstöðu Landsdóms þar sem Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var dæmdur fyrir brot gegn stjórnarskránni í dag. Þór segir brotin alvarleg og að dómurinn væri áfellidsómur yfir íslenskri stjórnsýslu í heild sinni og íslenskri stjórnmálamenningu.

„Hann verður að sætta sig við að hann brást algjörlega í starfi sínu," segir Þór um Geir. Þór segir þær þrjár greinar sem Geir var sýknaður fyrir hafi verið minnháttar og í rauninni huglægar.

Þór er sammála Landsómi með að Geir hafi ekki verið gerð sérstök refsing í málinu, „en hann hefði átt að greiða sinn hluta málskostnaðar," bætir Þór við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×