Kosningar 2009 Lýðræðishreyfingin býður Magnús Ólafsson velkominn Ekki er farið í manngreinarálit hjá xP Lýðræðishreyfingunni. Hjá xP eru allir velkomnir. Það eru síðan kjósendur sjálfir sem velja sína þingmenn af lista xP í persónukjöri og engin önnur uppröðun fer fram á listum Lýðræðishreyfingarinnar. Innlent 3.4.2009 09:28 Óttast áform um ríkisumsjá fyrirtækja Innlent 2.4.2009 22:18 Segir forsætisráðherra sýna ábyrgðarleysi „Forsætisráðherra sagði það afdráttarlaust að það ætti að fara í aðgerðirnar en er alveg áhyggjulaus um afleiðingarnar og það er eins óábyrgt og það getur orðið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Innlent 2.4.2009 22:19 Fallast ekki á valdaafsal Alþingis Hart var tekist á um breytingar á stjórnarskránni við aðra umræðu málsins á Alþingi í gær. Óánægja sjálfstæðismanna með frumvarp hinna stjórnmálaflokkanna fjögurra er megn. Hófu formaður og varaformaður flokksins gærdaginn á að útskýra viðhorf sitt á fundi með blaðamönnum. Sögðust þau geta fallist á eina grein frumvarpsins; þá er fjallar um hvernig breyta á stjórnarskránni. Annað vildu þingmenn flokksins ekki sjá að svo stöddu enda tíminn knappur fram að kosningum og vert að nýta hann til umræðna um brýnni viðfangsefni stjórnmálanna. Innlent 2.4.2009 22:18 Verið að traðka á stjórnarskránni í boði Framsóknar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum á Alþingi í kvöld að ekki væri hægt að tala um málþóf þegar stjórnarskráin væri til umræðu. Hún sagði að ekki einungis aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar væri í boði Framsóknarflokksins heldur væri einnig verið að traðka á stjórnarskránni í boði flokksins. Innlent 2.4.2009 21:02 Boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarpið Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. Innlent 2.4.2009 19:05 Vinstri grænir eru enn næst stærstir Vinstrihreyfingin - grænt framboð er enn næststærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri Capacent-Gallup skoðanakönnun sem birt var í dag og greint var frá í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Sem fyrr mælist Samfylkingin stærsti flokkur landsins. Innlent 2.4.2009 18:21 Hægt að samþykja frumvarp um persónukjör Lögfræðingar telja að ekki þurfi aukin meirihluta þingmanna til að breyta ákvæðum kosningalaga er lúta að persónukjöri. Áður hefur komið fram í áliti lögfræðings Alþingis um að atkvæði 2/3 hluta þingmanna þurfi til að breyta lögunum. Tekist hefur verið á um málið undanfarna daga, meðal annars í sölum Alþingis. Innlent 2.4.2009 18:05 Umsagnaraðilum stillt upp við vegg Umsagnaraðilum um frumvarp um breytingar á stjórnskipunarlögum var stillt upp við vegg vegna tímaskorts, að sögn Björns Bjarnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Innlent 2.4.2009 15:45 Tónlistarhús tilbúið 2011 - kostar 14,5 milljarða króna Stefnt er að því að taka Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð í notkun í apríl 2011. Í tilkynningu frá Austurhöfn-TR kemur fram að framhald verkefnisins hafi verið tryggt með því Austurhöfn-TR hafi eignast Innlent 2.4.2009 15:31 Blásið til nýrrar Búsáhaldabyltingar Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið í dag og fram á kvöld þar sem mótmæla á málþófi og andstöðu Sjálfstæðisflokksins við frumvarpi um stjórnlagaþing. Heiða B. Heiðarsdóttir ætlar að taka þátt í mótmælunum og bendir á að 70% þjóðarinnar vilji fá stjórnlagaþing og krafan um nýja stjórnarskrá sé hávær. Heiða tilheyrir Borgarahreyfingunni sem setur markið hátt í komandi þingkosningum. Innlent 2.4.2009 14:09 Söng í ræðustól á Alþingi - myndband Árni Johnsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins kemur sífellt á óvart. Hann hefur stjórnað brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fjölda mörg ár og svo virðist sem hann hafi fært það hlutverk sinn inn á Alþingi. Rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi kvað Árni sér hljóðs í umræðum um endrugreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, þar sem hann söng lítinn lagstúf. Innlent 2.4.2009 12:42 Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hækka í 20 prósent Frumvarp um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hér á landi var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í dag. Breytingin mun hafa það í för með sér að endurgreiðsluhlutfall vegna erlendrar kvikmyndagerðar hér á landi mun hækka úr 14 prósentum í 20 prósent. Innlent 2.4.2009 11:41 Auglýsir eftir þingmönnum Lýðræðishreyfingin undir forystu Ástþórs Magnússonar hefur auglýst stöður þingmanna og ráðherra laustar til umsóknar. Í tilkynningu frá hreyfingunni segir að stöðurnar séu auglýstar á vefsíðunni xp.is. Þar kemur einnig fram að launakjör séu frá 600.000 krónum á mánuði auk ýmissa fríðinda. Eftir að hafa árangurslaust reynt að ná sambandi við fólk í atvinnuleit í gegnum atvinnumiðlun Vinnumálastofnunar voru störf á vegum Lýðræðishreyfingarinnar auglýstar á vefnum job.is að því er kemur fram í tilkynningunni. Innlent 2.4.2009 09:42 Segir fyrningarleið ávísun á gjaldþrot Fyrning aflaheimilda sem stjórnarflokkarnir hafa boðað myndi þýða að skuldir sjávarútvegsins upp á 500 milljarða lentu á bönkunum og knésettu þá. Þetta er niðurstaða úttektar sem útgerðarmaður gerði á áhrifum fyrningarleiðar. Innlent 1.4.2009 22:33 Sjálfstæðismenn hræddir við þjóðina Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, telur að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina og gráir fyrir járnum að formsástæðum þegar kemur að breytingum á stjórnarskránni. Ekki sé um efnislega ágreining að ræða í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrárfrumvarp sem forystumenn allra flokka standa að fyrir utan Sjálfstæðisflokk. Atli og Birgir Ármannsson tókust á um stjórnarskrárbreytingar í Kastljósi í kvöld. Innlent 1.4.2009 20:12 Framboðslisti samþykktur - Sturla í heiðurssæti Framsboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisþingi nýverið. Ásbjörn Óttarsson, útgerðarmaður frá Rifi, er nýr oddviti flokksins í kjördæminu. Heiðurssæti listans skipar Sturla Böðvarsson, fyrrverandi forseti Alþingis. Fimm konur eiga sæti á lista flokksins af 18. Innlent 1.4.2009 19:51 AGS gerir ekki athugasemdir við áherslubreytingar ríkisstjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir ekki athugasemdir við áherslubreytingar nýrrar ríkisstjórnar, meðan hún heldur sig innan ramma samkomulags stjórnvalda við sjóðinn. Þetta sagði fjármálaráðherra á fundi fjárlaganefndar í morgun. Ingimar Karl Helgason. Innlent 1.4.2009 12:22 Óttast pólitískan leik með stjórnarskrána Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, segist telja að breið samstaða verði að vera um breytingar á stjórnarskránni eigi þær að ganga í gegn. Þetta kemur fram í umsögn sem Ragnhildur sendi sérnefnd um stjórnarskrármál vegna stjórnskipunarfrumvarpsins sem liggur fyrir nefndinni. Innlent 1.4.2009 09:09 Framboðslistar Samfylkingarinnar samþykktir Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavík norður og suður voru samþykktir í kvöld. Það var fulltrúaráð Samfylkingarinnar sem samþykktu þá á Grand Hótel í kvöld. Ranghermt var fyrr í kvöld að Baldur þórhallsson, stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands væri í framboði í Reykjavík suður, hann er í sjötta sæti í norðurkjördæmi. Innlent 31.3.2009 23:43 Baldur Þórhallsson: Á framboðslista Samfylkingarinnar Stjórnmálaprófessorinn Baldur Þórhallsson mun taka sjötta sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður samkvæmt fullyrðingum fréttamannsins Sigurjóns M. Egilssonar sem bloggar á eyjunni. Innlent 31.3.2009 20:42 Framsóknarmenn gegn stjórnarfrumvarpi Framsóknarmenn lýsa andstöðu við frumvarp ríkisstjórnarinnar um sérstakt eignaumsýslufélag. Innlent 31.3.2009 17:01 Aðgerðaáætlun stjórnvalda um velferð kynnt Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag aðgerðaáætlun stjórnvalda um velferð sem ríkisstjórnin hefur samþykkt í kjölfar áfangaskýrslu velferðarvaktar. Innlent 31.3.2009 15:40 Afþakkar ekki ráðherrastól fyrirfram Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra útilokar ekki að hann haldi áfram á ráðherrastól eftir kosningar, fari svo að honum bjóðist stóllinn. Innlent 31.3.2009 11:34 Verður án ráðherralauna út árið Ögmundur Jónasson segir að þegar hann hafi tekið sæti heilbrigðisráðherra hafi hann skrifað fjármáladeild stjórnarráðsins og farið fram á að hann fengi ekki greidd ráðherralaun út árið 2009 að minnsta kosti. Hann ætlar því ekki að þiggja ráðherralaun að loknum kosningum fari svo að hann sitji í Innlent 31.3.2009 10:47 Björn gagnrýnir Guðbjart forseta Björn Bjarnason gagnrýnir Guðbjart Hannesson, forseta Alþingis, og segir hann hafa gleymt sjálfsögðum heillaóskum til nýrra formanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við upphaf þingfundar í dag. Auk þess hafi Guðbjartur ekki vitað að fyrir 60 árum hafi Alþingi samþykkt aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Innlent 30.3.2009 23:33 Borgarafundur um breytingar „Eftir efnahagshrun og ógöngur síðustu mánuða krefjast kjósendur breyttra vinnuaðferða af hálfu ráðamanna. Vilja frambjóðendur breytingar? Fáum við breytingar eða verður allt við það sama eftir kosningar?" segir í tilkynning um borgarafund sem haldinn verður í Deiglunni á Akureyri næstkomandi fimmtudag. Innlent 30.3.2009 22:07 Bjarni: Við erum ekki frjálshyggjuflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er ekki frjálshyggjuflokkur, að mati Bjarni Benediktssonar nýkjörins formanns flokksins. „Við erum hægriflokkur. Hægriflokkur vill ekki stjórna með boðum með bönnum. Hann vill treysta á atvinnulífið og vill halda skattheimtu í lágmarki. Við erum hinsvegar enginn frjálshyggjuflokkur,“ sagði Bjarni sem var gestur Íslands í dag fyrr í kvöld. Innlent 30.3.2009 19:59 L-listinn gagnrýnir Sjálfstæðisflokk og VG L-listi fullveldissinna hafnar því alfarið að hægt sé að starfa með Samfylkingunni á grunni þeirrar stefnu sem flokkurinn setur nú í öndvegi að sækja um aðild að ESB. Framboðið varar við tækifærispólitík og hentistefnu gömlu stjórnmálaflokkanna sem hvergi verði átakanalegri en í orðræðu Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um Evrópumál, að fram kemur í tilkynningu L-listans. Innlent 30.3.2009 17:55 Greiðsluaðlögun samþykkt samhljóða Í dag voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti svonefnda greiðsluaðlögun sem taka gildi 1. apríl. Með þessari breytingu á lögunum er skuldara gert kleift að leita nauðasamnings til greiðsluaðlögunar við kröfuhafa sína með aðstoð umsjónarmanns. Frumvarpið var samþykkt samhljóða með 46 atkvæðum. Innlent 30.3.2009 17:25 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 16 ›
Lýðræðishreyfingin býður Magnús Ólafsson velkominn Ekki er farið í manngreinarálit hjá xP Lýðræðishreyfingunni. Hjá xP eru allir velkomnir. Það eru síðan kjósendur sjálfir sem velja sína þingmenn af lista xP í persónukjöri og engin önnur uppröðun fer fram á listum Lýðræðishreyfingarinnar. Innlent 3.4.2009 09:28
Segir forsætisráðherra sýna ábyrgðarleysi „Forsætisráðherra sagði það afdráttarlaust að það ætti að fara í aðgerðirnar en er alveg áhyggjulaus um afleiðingarnar og það er eins óábyrgt og það getur orðið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Innlent 2.4.2009 22:19
Fallast ekki á valdaafsal Alþingis Hart var tekist á um breytingar á stjórnarskránni við aðra umræðu málsins á Alþingi í gær. Óánægja sjálfstæðismanna með frumvarp hinna stjórnmálaflokkanna fjögurra er megn. Hófu formaður og varaformaður flokksins gærdaginn á að útskýra viðhorf sitt á fundi með blaðamönnum. Sögðust þau geta fallist á eina grein frumvarpsins; þá er fjallar um hvernig breyta á stjórnarskránni. Annað vildu þingmenn flokksins ekki sjá að svo stöddu enda tíminn knappur fram að kosningum og vert að nýta hann til umræðna um brýnni viðfangsefni stjórnmálanna. Innlent 2.4.2009 22:18
Verið að traðka á stjórnarskránni í boði Framsóknar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum á Alþingi í kvöld að ekki væri hægt að tala um málþóf þegar stjórnarskráin væri til umræðu. Hún sagði að ekki einungis aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar væri í boði Framsóknarflokksins heldur væri einnig verið að traðka á stjórnarskránni í boði flokksins. Innlent 2.4.2009 21:02
Boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarpið Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. Innlent 2.4.2009 19:05
Vinstri grænir eru enn næst stærstir Vinstrihreyfingin - grænt framboð er enn næststærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri Capacent-Gallup skoðanakönnun sem birt var í dag og greint var frá í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Sem fyrr mælist Samfylkingin stærsti flokkur landsins. Innlent 2.4.2009 18:21
Hægt að samþykja frumvarp um persónukjör Lögfræðingar telja að ekki þurfi aukin meirihluta þingmanna til að breyta ákvæðum kosningalaga er lúta að persónukjöri. Áður hefur komið fram í áliti lögfræðings Alþingis um að atkvæði 2/3 hluta þingmanna þurfi til að breyta lögunum. Tekist hefur verið á um málið undanfarna daga, meðal annars í sölum Alþingis. Innlent 2.4.2009 18:05
Umsagnaraðilum stillt upp við vegg Umsagnaraðilum um frumvarp um breytingar á stjórnskipunarlögum var stillt upp við vegg vegna tímaskorts, að sögn Björns Bjarnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Innlent 2.4.2009 15:45
Tónlistarhús tilbúið 2011 - kostar 14,5 milljarða króna Stefnt er að því að taka Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð í notkun í apríl 2011. Í tilkynningu frá Austurhöfn-TR kemur fram að framhald verkefnisins hafi verið tryggt með því Austurhöfn-TR hafi eignast Innlent 2.4.2009 15:31
Blásið til nýrrar Búsáhaldabyltingar Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið í dag og fram á kvöld þar sem mótmæla á málþófi og andstöðu Sjálfstæðisflokksins við frumvarpi um stjórnlagaþing. Heiða B. Heiðarsdóttir ætlar að taka þátt í mótmælunum og bendir á að 70% þjóðarinnar vilji fá stjórnlagaþing og krafan um nýja stjórnarskrá sé hávær. Heiða tilheyrir Borgarahreyfingunni sem setur markið hátt í komandi þingkosningum. Innlent 2.4.2009 14:09
Söng í ræðustól á Alþingi - myndband Árni Johnsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins kemur sífellt á óvart. Hann hefur stjórnað brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fjölda mörg ár og svo virðist sem hann hafi fært það hlutverk sinn inn á Alþingi. Rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi kvað Árni sér hljóðs í umræðum um endrugreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, þar sem hann söng lítinn lagstúf. Innlent 2.4.2009 12:42
Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hækka í 20 prósent Frumvarp um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hér á landi var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í dag. Breytingin mun hafa það í för með sér að endurgreiðsluhlutfall vegna erlendrar kvikmyndagerðar hér á landi mun hækka úr 14 prósentum í 20 prósent. Innlent 2.4.2009 11:41
Auglýsir eftir þingmönnum Lýðræðishreyfingin undir forystu Ástþórs Magnússonar hefur auglýst stöður þingmanna og ráðherra laustar til umsóknar. Í tilkynningu frá hreyfingunni segir að stöðurnar séu auglýstar á vefsíðunni xp.is. Þar kemur einnig fram að launakjör séu frá 600.000 krónum á mánuði auk ýmissa fríðinda. Eftir að hafa árangurslaust reynt að ná sambandi við fólk í atvinnuleit í gegnum atvinnumiðlun Vinnumálastofnunar voru störf á vegum Lýðræðishreyfingarinnar auglýstar á vefnum job.is að því er kemur fram í tilkynningunni. Innlent 2.4.2009 09:42
Segir fyrningarleið ávísun á gjaldþrot Fyrning aflaheimilda sem stjórnarflokkarnir hafa boðað myndi þýða að skuldir sjávarútvegsins upp á 500 milljarða lentu á bönkunum og knésettu þá. Þetta er niðurstaða úttektar sem útgerðarmaður gerði á áhrifum fyrningarleiðar. Innlent 1.4.2009 22:33
Sjálfstæðismenn hræddir við þjóðina Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, telur að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina og gráir fyrir járnum að formsástæðum þegar kemur að breytingum á stjórnarskránni. Ekki sé um efnislega ágreining að ræða í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrárfrumvarp sem forystumenn allra flokka standa að fyrir utan Sjálfstæðisflokk. Atli og Birgir Ármannsson tókust á um stjórnarskrárbreytingar í Kastljósi í kvöld. Innlent 1.4.2009 20:12
Framboðslisti samþykktur - Sturla í heiðurssæti Framsboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisþingi nýverið. Ásbjörn Óttarsson, útgerðarmaður frá Rifi, er nýr oddviti flokksins í kjördæminu. Heiðurssæti listans skipar Sturla Böðvarsson, fyrrverandi forseti Alþingis. Fimm konur eiga sæti á lista flokksins af 18. Innlent 1.4.2009 19:51
AGS gerir ekki athugasemdir við áherslubreytingar ríkisstjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir ekki athugasemdir við áherslubreytingar nýrrar ríkisstjórnar, meðan hún heldur sig innan ramma samkomulags stjórnvalda við sjóðinn. Þetta sagði fjármálaráðherra á fundi fjárlaganefndar í morgun. Ingimar Karl Helgason. Innlent 1.4.2009 12:22
Óttast pólitískan leik með stjórnarskrána Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, segist telja að breið samstaða verði að vera um breytingar á stjórnarskránni eigi þær að ganga í gegn. Þetta kemur fram í umsögn sem Ragnhildur sendi sérnefnd um stjórnarskrármál vegna stjórnskipunarfrumvarpsins sem liggur fyrir nefndinni. Innlent 1.4.2009 09:09
Framboðslistar Samfylkingarinnar samþykktir Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavík norður og suður voru samþykktir í kvöld. Það var fulltrúaráð Samfylkingarinnar sem samþykktu þá á Grand Hótel í kvöld. Ranghermt var fyrr í kvöld að Baldur þórhallsson, stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands væri í framboði í Reykjavík suður, hann er í sjötta sæti í norðurkjördæmi. Innlent 31.3.2009 23:43
Baldur Þórhallsson: Á framboðslista Samfylkingarinnar Stjórnmálaprófessorinn Baldur Þórhallsson mun taka sjötta sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður samkvæmt fullyrðingum fréttamannsins Sigurjóns M. Egilssonar sem bloggar á eyjunni. Innlent 31.3.2009 20:42
Framsóknarmenn gegn stjórnarfrumvarpi Framsóknarmenn lýsa andstöðu við frumvarp ríkisstjórnarinnar um sérstakt eignaumsýslufélag. Innlent 31.3.2009 17:01
Aðgerðaáætlun stjórnvalda um velferð kynnt Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag aðgerðaáætlun stjórnvalda um velferð sem ríkisstjórnin hefur samþykkt í kjölfar áfangaskýrslu velferðarvaktar. Innlent 31.3.2009 15:40
Afþakkar ekki ráðherrastól fyrirfram Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra útilokar ekki að hann haldi áfram á ráðherrastól eftir kosningar, fari svo að honum bjóðist stóllinn. Innlent 31.3.2009 11:34
Verður án ráðherralauna út árið Ögmundur Jónasson segir að þegar hann hafi tekið sæti heilbrigðisráðherra hafi hann skrifað fjármáladeild stjórnarráðsins og farið fram á að hann fengi ekki greidd ráðherralaun út árið 2009 að minnsta kosti. Hann ætlar því ekki að þiggja ráðherralaun að loknum kosningum fari svo að hann sitji í Innlent 31.3.2009 10:47
Björn gagnrýnir Guðbjart forseta Björn Bjarnason gagnrýnir Guðbjart Hannesson, forseta Alþingis, og segir hann hafa gleymt sjálfsögðum heillaóskum til nýrra formanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við upphaf þingfundar í dag. Auk þess hafi Guðbjartur ekki vitað að fyrir 60 árum hafi Alþingi samþykkt aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Innlent 30.3.2009 23:33
Borgarafundur um breytingar „Eftir efnahagshrun og ógöngur síðustu mánuða krefjast kjósendur breyttra vinnuaðferða af hálfu ráðamanna. Vilja frambjóðendur breytingar? Fáum við breytingar eða verður allt við það sama eftir kosningar?" segir í tilkynning um borgarafund sem haldinn verður í Deiglunni á Akureyri næstkomandi fimmtudag. Innlent 30.3.2009 22:07
Bjarni: Við erum ekki frjálshyggjuflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er ekki frjálshyggjuflokkur, að mati Bjarni Benediktssonar nýkjörins formanns flokksins. „Við erum hægriflokkur. Hægriflokkur vill ekki stjórna með boðum með bönnum. Hann vill treysta á atvinnulífið og vill halda skattheimtu í lágmarki. Við erum hinsvegar enginn frjálshyggjuflokkur,“ sagði Bjarni sem var gestur Íslands í dag fyrr í kvöld. Innlent 30.3.2009 19:59
L-listinn gagnrýnir Sjálfstæðisflokk og VG L-listi fullveldissinna hafnar því alfarið að hægt sé að starfa með Samfylkingunni á grunni þeirrar stefnu sem flokkurinn setur nú í öndvegi að sækja um aðild að ESB. Framboðið varar við tækifærispólitík og hentistefnu gömlu stjórnmálaflokkanna sem hvergi verði átakanalegri en í orðræðu Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um Evrópumál, að fram kemur í tilkynningu L-listans. Innlent 30.3.2009 17:55
Greiðsluaðlögun samþykkt samhljóða Í dag voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti svonefnda greiðsluaðlögun sem taka gildi 1. apríl. Með þessari breytingu á lögunum er skuldara gert kleift að leita nauðasamnings til greiðsluaðlögunar við kröfuhafa sína með aðstoð umsjónarmanns. Frumvarpið var samþykkt samhljóða með 46 atkvæðum. Innlent 30.3.2009 17:25