Boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarpið 2. apríl 2009 19:05 Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. Sjálfstæðismenn leggjast alfarið gegn þremur af fjórum breytingum í stjórnlagafrumvarpi því sem fjórir flokkar á Alþingi standa á bakvið, en geta fallist á að breyta þeirri grein stjórnarskrárinnar sem auðveldar breytingar á henni. Sú breyting fæli í sér að ekki þyrfti að kjósa strax að loknum breytingum og allar breytingar færu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það þarf að ræða aðgerðir til að bjarga heimilum og fyrirtækjum. Jafnvel þótt að við séum þeirra skoðunar að stjórnarskráin þarfnist endurskoðunar þá er bara ákveðin tímasekkja að fara að taka það mál á dagskrá hér á þinginu í ágreiningi stjórnmálaflokkanna," sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Undanfarin 50 ár hefði það verið venja að gera ekki breytingar á stjórnarskrá nema um það sé sátt milli allra flokka. Sjálfstæðismenn hafa óskað eftir tvöföldum ræðutíma um stjórnlagafrumvarið sem kom til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn hafa eytt löngum tíma í að ræða mál sem alger samstaða væri um og tefðu þannig nauðsynleg mál. „Og við höfum komið verulega til móts við Sjálfstæðisflokkinn sem vill ekki sjá þessar lýðræðisumbætur sem við viljum ná fram," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir nánast alla sérfræðinga sem komið hefðu fyrir nefnd um málið, vöruðu við því að breyta stjórnarskránni með þeim hætti sem stjórnvöld ætluðu sér. Sjálfstæðismenn geti sætt sig við stjórnlagaþing sem yrði ráðgefandi, en valdið yrði áfram hjá Alþingi. Á þeim 20 dögum sem eftir væri af kjörtímabilinu lægi meira á að ræða aðgerðir fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. „Pólitíska skýringin er mjög einföld. Hér er að störfum minnihlutastjórn sem styðst við Framsóknarflokkinn til að halda völdum. Framsóknarflokkurinn setur þetta sem skilyrði og hinir flokkarnir hafa engan valkost," sagði Bjarni. Kosningar 2009 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. Sjálfstæðismenn leggjast alfarið gegn þremur af fjórum breytingum í stjórnlagafrumvarpi því sem fjórir flokkar á Alþingi standa á bakvið, en geta fallist á að breyta þeirri grein stjórnarskrárinnar sem auðveldar breytingar á henni. Sú breyting fæli í sér að ekki þyrfti að kjósa strax að loknum breytingum og allar breytingar færu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það þarf að ræða aðgerðir til að bjarga heimilum og fyrirtækjum. Jafnvel þótt að við séum þeirra skoðunar að stjórnarskráin þarfnist endurskoðunar þá er bara ákveðin tímasekkja að fara að taka það mál á dagskrá hér á þinginu í ágreiningi stjórnmálaflokkanna," sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Undanfarin 50 ár hefði það verið venja að gera ekki breytingar á stjórnarskrá nema um það sé sátt milli allra flokka. Sjálfstæðismenn hafa óskað eftir tvöföldum ræðutíma um stjórnlagafrumvarið sem kom til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn hafa eytt löngum tíma í að ræða mál sem alger samstaða væri um og tefðu þannig nauðsynleg mál. „Og við höfum komið verulega til móts við Sjálfstæðisflokkinn sem vill ekki sjá þessar lýðræðisumbætur sem við viljum ná fram," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir nánast alla sérfræðinga sem komið hefðu fyrir nefnd um málið, vöruðu við því að breyta stjórnarskránni með þeim hætti sem stjórnvöld ætluðu sér. Sjálfstæðismenn geti sætt sig við stjórnlagaþing sem yrði ráðgefandi, en valdið yrði áfram hjá Alþingi. Á þeim 20 dögum sem eftir væri af kjörtímabilinu lægi meira á að ræða aðgerðir fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. „Pólitíska skýringin er mjög einföld. Hér er að störfum minnihlutastjórn sem styðst við Framsóknarflokkinn til að halda völdum. Framsóknarflokkurinn setur þetta sem skilyrði og hinir flokkarnir hafa engan valkost," sagði Bjarni.
Kosningar 2009 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira