Óttast pólitískan leik með stjórnarskrána Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. apríl 2009 09:09 Ragnhildur Helgadóttir segir að almenn sátt verði að vera um stjórnarskrárbreytingar. Mynd/ GVA. Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, segist telja að breið samstaða verði að vera um breytingar á stjórnarskránni eigi þær að ganga í gegn. Þetta kemur fram í umsögn sem Ragnhildur sendi sérnefnd um stjórnarskrármál vegna stjórnskipunarfrumvarpsins sem liggur fyrir nefndinni. „Það er mín skoðun, að með því að naumur meirihluti á þingi samþykki stjórnarskrárbreytingar í andstöðu við stóran stjórnmálaflokk, sé stjórnarskráin færð inn í hringiðju stjórnmálanna: Þess má þá vænta að næsti meirihluti geri þær breytingar sem honum hugnast án þess að takmarka sig við það sem næst almenn sátt um á þingi og þannig koll af kolli. Þannig getur stjórnarskráin orðið óstöðugri og pólitískari en verið hefur, sem er óæskileg þróun," segir Ragnhildur í umsögninni. Ragnhildur segir þó að sé það vilji Alþingis að samþykkja breytingar á stjórnarskránni án þess að samstaða hafi náðst um þær leggi hún til að breytingarnar verið takmarkaðar við ákvæðin um breytingar á stjórnarskránni og stjórnlagaþing. Ákvæði frumvarpsins sem lúta að eignaskilgreiningum á náttúruauðlindum annars vegar og þjóðaratkvæðagreiðslum hins vegar, verði ekki tekin í stjórnskipunarlög núna nema um þau náist sátt allra flokka. Að öðrum kosti sé opnað fyrir pólitískan leik með stjórnarskrána, sem ekki hafi tíðkast áður á Íslandi, og ástæða sé til að vara við. Sem kunnugt er hafa sjálfstæðismenn lagst gegn stjórnskipunarfrumvarpinu. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir því að fulltrúar stjórnarflokkanna í sérnefndinni hafi ætlað sér að taka málið úr nefnd í gærkvöld en sjálfstæðismenn hótað að tefja frumvarp um gjaldeyrishöft ef af því yrði. Kosningar 2009 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, segist telja að breið samstaða verði að vera um breytingar á stjórnarskránni eigi þær að ganga í gegn. Þetta kemur fram í umsögn sem Ragnhildur sendi sérnefnd um stjórnarskrármál vegna stjórnskipunarfrumvarpsins sem liggur fyrir nefndinni. „Það er mín skoðun, að með því að naumur meirihluti á þingi samþykki stjórnarskrárbreytingar í andstöðu við stóran stjórnmálaflokk, sé stjórnarskráin færð inn í hringiðju stjórnmálanna: Þess má þá vænta að næsti meirihluti geri þær breytingar sem honum hugnast án þess að takmarka sig við það sem næst almenn sátt um á þingi og þannig koll af kolli. Þannig getur stjórnarskráin orðið óstöðugri og pólitískari en verið hefur, sem er óæskileg þróun," segir Ragnhildur í umsögninni. Ragnhildur segir þó að sé það vilji Alþingis að samþykkja breytingar á stjórnarskránni án þess að samstaða hafi náðst um þær leggi hún til að breytingarnar verið takmarkaðar við ákvæðin um breytingar á stjórnarskránni og stjórnlagaþing. Ákvæði frumvarpsins sem lúta að eignaskilgreiningum á náttúruauðlindum annars vegar og þjóðaratkvæðagreiðslum hins vegar, verði ekki tekin í stjórnskipunarlög núna nema um þau náist sátt allra flokka. Að öðrum kosti sé opnað fyrir pólitískan leik með stjórnarskrána, sem ekki hafi tíðkast áður á Íslandi, og ástæða sé til að vara við. Sem kunnugt er hafa sjálfstæðismenn lagst gegn stjórnskipunarfrumvarpinu. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir því að fulltrúar stjórnarflokkanna í sérnefndinni hafi ætlað sér að taka málið úr nefnd í gærkvöld en sjálfstæðismenn hótað að tefja frumvarp um gjaldeyrishöft ef af því yrði.
Kosningar 2009 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira