Umsagnaraðilum um frumvarp um breytingar á stjórnskipunarlögum var stillt upp við vegg vegna tímaskorts, að sögn Björns Bjarnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Önnur umræða um stjórnskipunarfrumvarpið hófst eftir hádegi og má búast við að hún standi langt fram á kvöld. Björn Bjarnason benti á í ræðu sinni að fjölmargir aðilar sem hefðu verið beðnir um að gefa umsögn um frumvarpið hefðu varla treyst sér til þess vegna tímaskorts.
Nefndi Björn meðal annars Reykjavíkurakademíuna og Ágúst Þór Árnason kennara við Háskólann á Akureyri sem dæmi.