Innlent

Vinstri grænir eru enn næst stærstir

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð er enn næststærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri Capacent-Gallup skoðanakönnun sem birt var í dag og greint var frá í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Sem fyrr mælist Samfylkingin stærsti flokkur landsins.

Samfylkingin fær 0,6% minna en fyrir viku, nú 29,4%. Vinstri-græn fá 27,7%, þau bæta við sig einu og hálfu prósentustigi. Sjálfstæðisflokkurinn bætir einnig við sig, fer úr 24,4 í 25,4%.

Fylgi Framsóknarflokksins minnkar, hann fær nú 10,7%. Borgarahreyfingin mælist með 3%, L-listinn 1,5% og Frjálslyndi flokkurinn 1,4%.

Núverandi ríkisstjórn fengi traustan meirihluta samkvæmt könnuninni eða 39 þingmenn af 63.

Könnunin var gerð dagana 25.-31. mars, heildarúrtak var tæplega 2500 og svarhlutfall liðlega 61%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×