
Jólafréttir

Dýfist í mjólk - Rúsínukökur ömmu
"Rúsínukökurnar eru í uppáhaldi af því að pabbi heitinn bakaði þær alltaf á jólunum og þær tengjast öllum fallegu minningunum um hann. Að dýfa rúsínuköku í mjólkurglas um miðja nótt yfir Lord of the Rings-maraþoni er algerlega málið,“ segir Svavar Knútur Kristinsson tónlistarmaður um uppáhaldssmákökurnar sínar.

Fifties-jól
Tískan fer í hringi. Það er alkunna. Sumt skýtur þó upp kollinum oftar en annað og er fifties-tískan, eða tíska sjötta áratugarins, þar á meðal. Væntanlega eru það hinar kvenlegu línur sem heilla.

Er þetta ljótasta jólatré í heimi? - Íbúar í Brussel brjálaðir
Íbúar í Brussel í Belgíu eru alls ekki sáttir við nýja jólatréð í borginni og hafa yfir 25 þúsund manns skrifað nafn sitt á undskriftarlista þess efnis að tréð verði fjarlægt sem allra fyrst. Jólatréð er heldur ekki venjulegt heldur er þetta einhverskonar nútíma-jólatré. Tréð er 25 metrar á hæð. Þeir sem hafa skrifað nafn sitt á listann vilja fá "alvöru“ jólatré - ekta grenitré.

Flottar borðskreytingar fyrir aðventuboðin
Aðventan er gengin í garð með tilheyrandi jólaboðum og gleði. Fyrir þá sem eru í því að bjóða vinum og vandamönnum heim í glögg og hlaðborð getur verið gaman að skoða fallegar myndir af ólíkum veisluborðum og fá svolítinn innblástur.

Mömmukökur bestar
„Mér finnst jólin æðisleg og finnst gaman að undirbúa þau. Ég baka allavega fimm til sex sortir af smákökum og stundum fleiri. Það er svo gaman að prófa eitthvað nýtt og erfitt að sleppa þessum gömlu góðu," segir Lilja Sólrún.

Grýla, Leppalúði með Gunna og Felix í Þjóðminjasafni Íslands
Sunnudaginn 9. desember kl. 14 munu Gunni og Felix skemmta gestum Þjóðminjasafnsins ásamt Grýlu og Leppalúða.

Innbökuð nautalund á hátíðarborðið
Margir borða nautalund á jólum eða um áramót. Wellington-naut er þekktur veislumatur víða um heim. Gott er að skipuleggja sig vel svo veislan heppnist sem best. Uppskriftin miðast við sex manns.

Blandaður jólamatur - Gæsabollur og reykt gæsasalat
Yairina Rodriguez, matreiðslumaður á Forréttabarnum, verður hér á Íslandi yfir jólin í annað sinn. Hún er frá Dóminíska lýðveldinu en hefur búið hérna síðastliðin átta ár. "Ég ætla að kynna manninn minn fyrir íslenskum jólamat,“ segir Yairina.

Jólatré sótt út í skóg
Ekki eru mörg ár síðan Íslendingar hófu að sækja jólatré sjálfir út í skóg með skipulögðum hætti. Í ár eru tuttugu ár síðan P. Samúelsson, umboðsaðili Toyota á Íslandi, bauð starfsmönnum sínum að höggva tré í Brynjudal í Hvalfirði.

Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi
Jólaljósin verða íburðameiri með hverju árinu sem líður. Skreytingin sem tveir feðgar settu upp í Bandaríkjunum slær aftur á móti öllum við.

Dádýrasteik með rósmarínkartöfluköku og saltfiskur með sætri kartöflumús
Á ítalska veitingastaðnum Uno í Hafnarstræti ræður matreiðslumaðurinn Kjartan Ísak Guðmundsson ríkjum. Hann bjó og starfaði sem matreiðslumaður í New York um nokkurra ára skeið og þar sem hann bjó í ítalska hverfinu í borginni segist hann eðlilega hafa orðið fyrir miklum ítölsk-bandarískum áhrifum á meðan hann bjó þar.

Ferðatæki, tölvupopp og fótanuddtæki
Vinsælasta jólagjöf ársins, og um leið ein frægasta jólagjöf Íslandssögunnar, var danska fótanuddtækið Clairol Foot Spa.

Jóla-Jóna er mesta jólabarnið á Ísafirði
Jóla-Jóna er ekki bara í jólaskapi heima heldur einnig í vinnunni. Á aðventunni verður hún með „julefrokost" í Faktorshúsinu í Hæstakaupstað fyrir hópa en Jóna er danskur konsúll. Boðið verður upp á norrænan og grænlenskan jólamat.

Haldið í hefðirnar á Hrafnistu
Ingvar Jakobsson, yfirmatreiðslumaður á Hrafnistu, segir að ekkert hefðbundið jólahlaðborð sé á heimilinu en reynt sé að skapa hina einu sönnu jólastemningu.

Engin jól eins
Það má með sanni segja að ég sé ekki föst í einhverjum hefðum,“ segir Halla Hjördís Eyjólfsdóttir leikskólakennari og hlær. "Fyrstu jólin sem ég man eftir að voru ólík þeim sem ég hafði áður upplifað voru þegar pabbi var að vinna á aðfangadagskvöld en hann var þá matreiðslumeistari á Hótel Esju.

Engin aðventa
Guðlaug Erlendsdóttir upplifði öðruvísi jól en hún er vön þegar hún eyddi jólunum í fyrra í Frakklandi. Þar bjó hún í tíu mánuði sem skiptinemi. Hún bjó í litlu sveitaþorpi hjá fjögurra manna fjölskyldu. "Það sem var ólíkast við jólin í Frakklandi og jólin hér var í raun undirbúningurinn fyrir jólin.

Látlaust og stílhreint í ár
Þórdís Brynjólfsdóttir hefur alltaf skreytt heimilið sitt mikið fyrir jólin. "Ég er mjög mikið jólabarn og hef alltaf verið mikið fyrir glingur og skraut en það hefur eitthvað dregið úr þessum áhuga að undanförnu.

Jólaballinu útvarpað
Jóladagur var stór dagur í lífi Þorsteins Guðmundssonar leikara í barnæsku. "Þessi dagur var afskaplega hátíðlegur og stór dagur hjá fjölskyldunni allri.

Hjá mömmu eða pabba á jólunum?
Jólin eru oft viðkvæmasti tími ársins, tími sem kallar fram sterkar tilfinningar og fjölskyldutengsl.


Grátið yfir jólastjörnum
Uppáhaldsjólaskraut Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur, lögfræðings og alheimsfegurðardrottningu, er fallegar Swarovski-jólastjörnur en ný stjarna er hönnuð á hverju ári.

Grafin gæsabringa, síld og jólasnafs
Kjartan Marinó Kjartansson matreiðslumaður stýrir mötuneytinu hjá Landsneti þar sem boðið er upp á fjölbreyttan og góðan mat fyrir starfsmenn.

Fimleikastelpur í hátíðarskapi
Þær Ásdís Guðmundsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir, Íris Mist Magnúsdóttir og Harpa Snædís Hauksdóttir, Evrópumeistarar í fimleikum og nýbakaðir bikarmeistarar Íslands, voru ánægðar með matinn sem matreiðslumaður ársins bauð þeim upp á.

Gleðileg jól í íslenskum kjól
Það er ánægjulegt að styrkja íslenskt, en úrval íslenskrar hönnunar hefur aukist hratt að undanförnu. Lífið kíkti á nokkra álitlega jólakjóla eftir íslenska hönnuði fyrir hátíðarnar.

Var stundum kallaður Jesús
Sem barn var ég svo sem ekki alltaf sáttur við að athyglin dreifðist á aðra merkilegri menn og ég félli í skuggann af Jesú Kristi en þegar öllu er á botninn hvolft er stórfínt að eiga afmæli á aðfangadag,“ segir Einar brosmildur. Einar er skírður í höfuðið á afa sínum og alnafna sem lést löngu áður en Einar kom í heiminn.

Sætt úr Vesturheimi
Ég hlakka mikið til jólanna því við Elmar eignuðumst lítinn gleðigjafa í september og fram undan eru fyrstu jólin okkar þriggja saman,“ segir Nanna um komandi jólahátíð fjölskyldunnar í höfuðborg heimsins.

Nýttu gamla dótið í nýja kransinn
Sigríður Jónsdóttir eða Systa rekur heildverslun sem selur fallega muni til heimilisins. Systa er mikið jólabarn og hefur gaman af einföldum og fallegum hlutum. Hjá henni tekur öll fjölskyldan þátt í að skreyta saman.

Skoppa og Skrítla árita jóladagatalið í Kringlunni
Skoppa og Skrítla, opna glænýjan glugga á jóladagatalinu á hverjum degi frá og með 1. desember og fram að jólum á Stöð 2. Úr dagatalinu draga þær fram orð sem tengjast jólunum og jólaundirbúningi.

Rjúpur og rómantík
Ein fegursta minning jólanna tengist aðfangadegi í þvottahúsinu hjá tengdamömmu. Þá vorum við Kristján nýbúin að kynnast og sátum tvö, yfir okkur ástfangin, við að reyta rjúpur fyrir tengdó með tilheyrandi kossaflangsi," segir Sirrý og hnusar brosandi út í loftið við minninguna.

Púslið sameinar fjölskylduna
Bára Hlín Erlingsdóttir og Einar Magnússon búa í Breiðholtinu ásamt þremur börnum sínum. Á jólunum safnast fjölskyldan venjulega saman við borðstofuborðið og raðar saman púslum af mikilli einbeitingu.