Jóla-Jóna er mesta jólabarnið á Ísafirði 3. desember 2012 15:00 Jóna Símonía Bjarnadóttir á Ísafirði er svo mikið jólabarn að hún er aldrei kölluð annað en Jóla-Jóna. MYND/PJETUR Jóna Símónía Bjarnadóttir, forstöðumaður safna á Ísafirði, er jafnan kölluð Jóla-Jóna í heimabæ sínum, enda einstök áhugamanneskja um allt sem tengist jólunum. Jóla-Jóna er ekki bara í jólaskapi heima heldur einnig í vinnunni. Á aðventunni verður hún með „julefrokost" í Faktorshúsinu í Hæstakaupstað fyrir hópa en Jóna er danskur konsúll. Boðið verður upp á norrænan og grænlenskan jólamat. Jóna hefur í mörg ár lagt undir sig sal Listasafnsins á Ísafirði fyrir jólin með jólaskreytingum og boðið skólabörnum í heimsókn. Starfsbróður hennar, Jóni Sigurpálssyni, forstöðumanni Byggðasafnsins, fannst nóg um jólavesenið í henni og fór að kalla hana Jóla-Jónu og síðan er hún þekkt undir því nafni.Veik fyrir gömlu skrauti „Ég bý í friðuðu húsi og skreyti því ekki mikið utanhúss. Hins vegar fer ég á flug inni og held mig við hefðir. Ég er veik fyrir gömlu jólaskrauti og kaupi ávallt ef það verður á vegi mínum en ég skreyti alltaf þrjú jólatré heima. Eitt tréð er eingöngu með jólaskrauti frá ömmu minni en hún pakkaði því alltaf niður með öllu skrautinu á og það geri ég líka," segir Jóna sem á gríðarlegt safn af jólaskrauti. Hún segist pakka niður styttum og öðrum hlutum í stofunni til að koma jólaskrautinu fyrir í desember. Börn vilja gjarnan heimsækja hana fyrir jólin til að skoða. „Ég hef safnað jólasveinum og geithöfrum sem ég set fyrir framan jólatréð og börn hafa mjög gaman af að skoða."Eldar og bakar Jóna hefur sömuleiðis ánægju af því að elda og baka. „Ég baka alltaf hinar hefðbundnu íslensku smákökur og lagköku. Síðan hef ég gaman af að prófa nýjar tegundir og gefa öðrum. Ég færi alltaf nokkrum vinum mínum matarkörfu fyrir jólin en í henni er meðal annars kökur, brauð, síldarréttir og sultur," segir Jóna. Þegar hún er spurð hvenær hún hafi tíma fyrir allt þetta meðfram fullri vinnu, svarar hún að bragði: „Ég nota helgarnar og byrja strax í október." Jóna viðurkennir að hún vakni klukkan átta á morgnana um helgar til að stússast. „Þetta er áhugamál sem margir fá að njóta." Jóna heldur í hefðirnar í matargerðinni og er alltaf með fylltan lambahrygg á aðfangadagskvöld. „Ég ólst upp við þann mat og baka alltaf lummur á aðfangadagskvöld. Á Þorláksmessu er skata og þá sýð ég líka svið og hangikjöt. Laufabrauð er bakað fyrr í mánuðinum. Mér finnst gaman að hafa fjölbreyttan mat yfir jólahátíðina og sett blöndu af þjóðlegum mat, svið, hangikjöt, harðfisk, síld og fleira á sitthvorn bakkann fyrir okkur hjónin. Við nörtum síðan í þetta fram til áramóta. Á jóladag borðum við hangikjöt hjá foreldrum mínum. Systkini mín búa fyrir sunnan en koma oft vestur um jólin. Þá er spilað bingó en það höfum við gert í mörg ár. Einn siður er hafður í heiðri hjá mér og það er að lesa húslestur á aðfangadagskvöld. Byrjað á guðspjallinu og svo lesið sitthvað annað sem tengist jólum, kannski krassandi draugasaga (t.d. Djákninn á Myrká). Ég byrjaði á þessu fyrir mörgum árum þegar litla systir mín var á unglingsárum. Hún flutti þennan sið svo með sér og hefur lesið fyrir sín börn á jólum," segir Jóla-Jóna á Ísafirði sem gefur lesendum hér hefðbundnar vestfirskar uppskriftir.Hátíðarhveitikökur Siggu tengdamömmu1 kg hveiti200 g smjörlíki2 msk. sykur6 tsk. ger3 eggUm það bil 2 tsk. salt½ poki kartöflumús7 dl mjólk/súrmjólk Sykur og smjörlíki hrært saman, setjið saman við það kartöflumúsina og eggin. ½ kg af hveiti sett á borðið, saman við það sett hræran og mjólkin og svo hnoðað upp í restin af hveitinu. Gott er að geyma deigið undir rökum klút á meðan það er flatt, þykktin á kökunum fer eftir smekk hvers og eins. Þá er að stinga þær með gafli og svo steikja við góðan hita á pönnu – eða beint á hellunni ef á heimilinu er þannig eldavél. Best er að breiða rakan klút yfir kökurnar þegar þær koma af pönnunni. Svo er bara að smyrja með smjöri og skella hangikjöti ofan á.Skötustappa Þegar búið er að snæða skötuna á Þorláksmessu er afgangurinn hreinsaður mjög vel og hann hrærður með góðu mörfloti (eða smjöri ef fólk er ekki fyrir flot) þar til komin er sæmileg stappa. Skellið henni í form og kælið. Svo er bara að sneiða herlegheitin ofan á t.d. rúgbrauð og ekki úr vegi að sneiða niður soðna kartöflu til að hafa með (leggja ofan á stöppuna). Það er gaman að leika sér aðeins með þetta, stöppuna er t.d. hægt að setja í lítil form og bera svo fram með brauði, kartöflum og rófum. Sumir setja kartöflur saman við stöppuna en þá geymist hún ekki eins vel. - ea Jólafréttir Mest lesið Smákökur með sólblómafræum Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Frystir jólaskreytingarnar Jól Aðventa Jól Smákökurnar slógu í gegn Jól Heldur jólin í herstöð í Afganistan Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 6. desember Jól
Jóna Símónía Bjarnadóttir, forstöðumaður safna á Ísafirði, er jafnan kölluð Jóla-Jóna í heimabæ sínum, enda einstök áhugamanneskja um allt sem tengist jólunum. Jóla-Jóna er ekki bara í jólaskapi heima heldur einnig í vinnunni. Á aðventunni verður hún með „julefrokost" í Faktorshúsinu í Hæstakaupstað fyrir hópa en Jóna er danskur konsúll. Boðið verður upp á norrænan og grænlenskan jólamat. Jóna hefur í mörg ár lagt undir sig sal Listasafnsins á Ísafirði fyrir jólin með jólaskreytingum og boðið skólabörnum í heimsókn. Starfsbróður hennar, Jóni Sigurpálssyni, forstöðumanni Byggðasafnsins, fannst nóg um jólavesenið í henni og fór að kalla hana Jóla-Jónu og síðan er hún þekkt undir því nafni.Veik fyrir gömlu skrauti „Ég bý í friðuðu húsi og skreyti því ekki mikið utanhúss. Hins vegar fer ég á flug inni og held mig við hefðir. Ég er veik fyrir gömlu jólaskrauti og kaupi ávallt ef það verður á vegi mínum en ég skreyti alltaf þrjú jólatré heima. Eitt tréð er eingöngu með jólaskrauti frá ömmu minni en hún pakkaði því alltaf niður með öllu skrautinu á og það geri ég líka," segir Jóna sem á gríðarlegt safn af jólaskrauti. Hún segist pakka niður styttum og öðrum hlutum í stofunni til að koma jólaskrautinu fyrir í desember. Börn vilja gjarnan heimsækja hana fyrir jólin til að skoða. „Ég hef safnað jólasveinum og geithöfrum sem ég set fyrir framan jólatréð og börn hafa mjög gaman af að skoða."Eldar og bakar Jóna hefur sömuleiðis ánægju af því að elda og baka. „Ég baka alltaf hinar hefðbundnu íslensku smákökur og lagköku. Síðan hef ég gaman af að prófa nýjar tegundir og gefa öðrum. Ég færi alltaf nokkrum vinum mínum matarkörfu fyrir jólin en í henni er meðal annars kökur, brauð, síldarréttir og sultur," segir Jóna. Þegar hún er spurð hvenær hún hafi tíma fyrir allt þetta meðfram fullri vinnu, svarar hún að bragði: „Ég nota helgarnar og byrja strax í október." Jóna viðurkennir að hún vakni klukkan átta á morgnana um helgar til að stússast. „Þetta er áhugamál sem margir fá að njóta." Jóna heldur í hefðirnar í matargerðinni og er alltaf með fylltan lambahrygg á aðfangadagskvöld. „Ég ólst upp við þann mat og baka alltaf lummur á aðfangadagskvöld. Á Þorláksmessu er skata og þá sýð ég líka svið og hangikjöt. Laufabrauð er bakað fyrr í mánuðinum. Mér finnst gaman að hafa fjölbreyttan mat yfir jólahátíðina og sett blöndu af þjóðlegum mat, svið, hangikjöt, harðfisk, síld og fleira á sitthvorn bakkann fyrir okkur hjónin. Við nörtum síðan í þetta fram til áramóta. Á jóladag borðum við hangikjöt hjá foreldrum mínum. Systkini mín búa fyrir sunnan en koma oft vestur um jólin. Þá er spilað bingó en það höfum við gert í mörg ár. Einn siður er hafður í heiðri hjá mér og það er að lesa húslestur á aðfangadagskvöld. Byrjað á guðspjallinu og svo lesið sitthvað annað sem tengist jólum, kannski krassandi draugasaga (t.d. Djákninn á Myrká). Ég byrjaði á þessu fyrir mörgum árum þegar litla systir mín var á unglingsárum. Hún flutti þennan sið svo með sér og hefur lesið fyrir sín börn á jólum," segir Jóla-Jóna á Ísafirði sem gefur lesendum hér hefðbundnar vestfirskar uppskriftir.Hátíðarhveitikökur Siggu tengdamömmu1 kg hveiti200 g smjörlíki2 msk. sykur6 tsk. ger3 eggUm það bil 2 tsk. salt½ poki kartöflumús7 dl mjólk/súrmjólk Sykur og smjörlíki hrært saman, setjið saman við það kartöflumúsina og eggin. ½ kg af hveiti sett á borðið, saman við það sett hræran og mjólkin og svo hnoðað upp í restin af hveitinu. Gott er að geyma deigið undir rökum klút á meðan það er flatt, þykktin á kökunum fer eftir smekk hvers og eins. Þá er að stinga þær með gafli og svo steikja við góðan hita á pönnu – eða beint á hellunni ef á heimilinu er þannig eldavél. Best er að breiða rakan klút yfir kökurnar þegar þær koma af pönnunni. Svo er bara að smyrja með smjöri og skella hangikjöti ofan á.Skötustappa Þegar búið er að snæða skötuna á Þorláksmessu er afgangurinn hreinsaður mjög vel og hann hrærður með góðu mörfloti (eða smjöri ef fólk er ekki fyrir flot) þar til komin er sæmileg stappa. Skellið henni í form og kælið. Svo er bara að sneiða herlegheitin ofan á t.d. rúgbrauð og ekki úr vegi að sneiða niður soðna kartöflu til að hafa með (leggja ofan á stöppuna). Það er gaman að leika sér aðeins með þetta, stöppuna er t.d. hægt að setja í lítil form og bera svo fram með brauði, kartöflum og rófum. Sumir setja kartöflur saman við stöppuna en þá geymist hún ekki eins vel. - ea
Jólafréttir Mest lesið Smákökur með sólblómafræum Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Frystir jólaskreytingarnar Jól Aðventa Jól Smákökurnar slógu í gegn Jól Heldur jólin í herstöð í Afganistan Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 6. desember Jól