Leikhús

Fréttamynd

Ekki endilega söngleikur Reykjavíkurdætra

Reykjavíkurdætur vinna þessa dagana að sýningu fyrir Borgarleikhúsið sem mun verða frumsýnd í maí á næsta ári. Hvað þessi sýning á nákvæmlega að vera er ekki alveg víst á þessum tímapunkti og hún gæti þess vegna endað sem söngleikur, en samt ekki.

Menning
Fréttamynd

Ég geri allt nema tónlist

Sunneva Ása Weisshappel myndlistarkona hlaut Grímuverðlaun fyrr í vikunni fyrir frumraun sína í búningahönnun fyrir leikverkið Njálu. Sunneva vinnur nú í samstarfi við Þorleif Örn Arnarsson leikstjóra en það er óhætt að segja að nóg sé fram undan hjá þeim, bæði hér heima og erlendis, og mörg afar spennandi verkefni bíða.

Menning
Fréttamynd

Svört kómedía umbreytist í úthverfahrylling

Leikfélagið Geirfugl frumsýnir leikverkið (90) 210 Garðabær eftir Heiðar Sumarliðason í Kassanum í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Heiðar er jafnframt leikstjóri verksins og er sjálfur úr Garðabæ.

Menning
Fréttamynd

Heimkoman er hlaðin spennu

Þjóðleikhúsið frumsýnir Heimkomuna eftir breska nóbelsverðlaunaskáldið Harold Pinter á laugardaginn. Ingvar E. Sigurðsson er þar í stóru hlutverki.

Menning
Fréttamynd

Mannlegt nautaat í heimi samkeppninnar

Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona útskrifaðist úr Listaháskólanum í vor og í kvöld þreytir hún frumraun sem atvinnuleikkona í breska verkinu At og þar er tekist á.

Menning