Innlent

Rætt um sund til heiðurs Egner

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Egnerssund við Þjóðleikhúsið er til umræðu.
Egnerssund við Þjóðleikhúsið er til umræðu. Fréttablaðið/Vilhelm
Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri óskaði eftir því við Nafnanefnd Reykjavíkurborgar að sundið næst fyrir vestan Þjóðleikhúsbygginguna fengi nafnið Egnerssund. Er það í höfuðið á norska leikskáldinu Thorbjörn Egner. Egner, sem lést árið 1990, á sérstakan sess í leikhúsinu og hefur fjöldi verka hans verið settur þar á svið, til dæmis Dýrin í Hálsaskógi og Kardemommubærinn.

Nafnanefnd gerði ekki athugasemd við tillögu Ara og vísaði henni til skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Var henni vísað áfram til borgarráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×